Gísli pólfari kaupir Vigur á hundruð milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 14:15 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vísir Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arctic Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hefur fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.Eyjan hefur verið í sölu síðan í júní í fyrra. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, tjáði Vísi á þeim tíma að verðmiðinn á eyjunni væri hærra megin við 300 milljónir króna. Ýmsir orðrómar fóru í kjölfarið og snerust meðal annars um áhyggjur íbúa á Vestfjörðum af því ef eyjan kæmist í hendur erlendra aðila sem gætu ákveðið að loka eyjunni og hafa útaf fyrir sig. RÚV greindi frá því í ágúst að tilboð erlendra aðila í eyjuna hefði verið samþykkt í sumar. Hins vegar hefði staðið í viðkomandi reglur varðandi sóttkví og einangrun þegar dýr eru flutt inn til landsins. Fallið var frá tilboðinu og opnað að nýju fyrir tilboð. Gísli, sem ber titilinn pólfari á Já.is þangað sem hann hefur komið oftar en einu sinni á risabílum Arctic Trucks, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að hnýta um hefðbundna lausa enda við sölu á eign af þessari stærðargráðu.Gísli Jónsson ásamt félögum sínum hjá Arctic Trucks um árið þegar þeir fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Gísli er skráður með titilinn pólfari á Já.is.Sögufræg eyjaEyjan hefur verið í eigu Salvars Baldurssonar og dánarbús bróður hans frá árinu 1994 en Salvar býr á eyjunni ásamt konu sinni Hugrúnu Magnúsdóttur. Til stendur að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum.Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Ferðamennska á Íslandi Súðavík Tengdar fréttir Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arctic Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hefur fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.Eyjan hefur verið í sölu síðan í júní í fyrra. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, tjáði Vísi á þeim tíma að verðmiðinn á eyjunni væri hærra megin við 300 milljónir króna. Ýmsir orðrómar fóru í kjölfarið og snerust meðal annars um áhyggjur íbúa á Vestfjörðum af því ef eyjan kæmist í hendur erlendra aðila sem gætu ákveðið að loka eyjunni og hafa útaf fyrir sig. RÚV greindi frá því í ágúst að tilboð erlendra aðila í eyjuna hefði verið samþykkt í sumar. Hins vegar hefði staðið í viðkomandi reglur varðandi sóttkví og einangrun þegar dýr eru flutt inn til landsins. Fallið var frá tilboðinu og opnað að nýju fyrir tilboð. Gísli, sem ber titilinn pólfari á Já.is þangað sem hann hefur komið oftar en einu sinni á risabílum Arctic Trucks, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að hnýta um hefðbundna lausa enda við sölu á eign af þessari stærðargráðu.Gísli Jónsson ásamt félögum sínum hjá Arctic Trucks um árið þegar þeir fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Gísli er skráður með titilinn pólfari á Já.is.Sögufræg eyjaEyjan hefur verið í eigu Salvars Baldurssonar og dánarbús bróður hans frá árinu 1994 en Salvar býr á eyjunni ásamt konu sinni Hugrúnu Magnúsdóttur. Til stendur að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum.Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins.
Ferðamennska á Íslandi Súðavík Tengdar fréttir Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37
Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41
Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15