Íslenska flugfélagið Air Atlanta flaug í gær með Frans páfa heim til Rómar úr ferðalagi hans til Afríku en í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur.
Páfinn hefur undanfarna daga verið í heimsókn í austurhluta Afríku og meðal annars heimsótt Mósambík, Máritaníu og Madagaskar. Hann er nú á heimleið með flugvél íslenska flugfélagsins og var haldin stutt athöfn fyrir brottför á flugvellinum áður hann gekk um borð í vélina, sem er af gerðinni Airbus TF EAB.
Kemur fram forsvarsmönnum flugfélagsins þótti þetta mikill heiður. Páfinn hafi eins og áður segir verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur við brottför.