Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2019 12:30 Miðflokksmenn voru duglegir að fara í andsvör við hvorn annan um orkupakka þrjú á síðasta þingi en voru oftast sammála um atriði málsins. vísir/vilhelm Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Byggingaframkvæmdir hefjast á alþingisreitnum í nóvember en forseti Alþingis, sem kemur saman í dag, segir að ný skrifstofubygging þingsins muni gerbreyta aðstöðu þingflokka og þingmanna. Alþingi verður sett við hátíðlega og hefðbundna athöfn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö setur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þingið með ávarpi en hefðbundin þingstörf hefjast síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vonar að ekki komi til málþófs eins og á vorþingi þegar þingmenn Miðflokksins töluðu vikum saman um orkupakkann. Forsætisnefnd hafi samþykkti að gera breytingar á reglum um framkvæmd andsvara þannig að samflokksmenn veiti ekki andsvör við ræðum hvers annars og andsvör verði ekki leyfð við ítrekaðar fimm mínútna ræður. „Það má vissulega viðurkenna að þetta eru ákveðin viðbrögð við stöðunni hér síðast liðið vor. Þetta afgreiddi forsætisnefnd á sumarfundi sínum og kemur nú til framkvæmda við upphaf nýs þings,” segir Steingrímur.Þannig að flokkssystkini geta ekki farið í andsvör við hvert annað? „Nema fyrir liggi að þau séu alveg á öndverðu meiði efnislega í málinu, eða þetta sé mál sem alls ekki lúti neinum flokkslínum,” segir forseti Alþingis. Almennt séu annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar helstu uppskeru þingin. Þá sé bestu tækifærin til að koma viðamiklum málum fram. „Því á fyrsta þingi eru menn að setja sig í stellingar og auðvitað fullt af málum að fara í vinnslu og undirbúning. Og síðustu þingi fyrir kosningar vilja oft vera ódrjúg,” segir Steingrímur. Síðasta þing hafi verið afkastamikið og búast megi við viðamiklum málum frá ríkisstjórn á komandi vetri. Þá verði nóg að gera hjá forsætisnefnd meðal annars vegna ýmissa breytinga sem verið sé að innleiða. „Svo sem að stjórnsýsla Alþingis heyrir nú undir upplýsingalög. Við erum að sjálfsögðu í byggingaframkvæmdunum sem eru fram undan og enn með endurskoðun siðareglna, þingskapa og fleira undir. Þannig að það verður nóg að gera,” segir Steingrímur. Jarðvinna fyrir nýja skrifstofubyggingu verði væntanlega auglýst á næstu dögum sem geti þá hafist í nóvember. Útboð fyrir uppsteypu sjálfrar byggingarinnar fari vonandi fram um mitt næsta ár og byggingin vonandi tilbúin um mitt ár 2023. „En aðalatriðið er að þetta verður náttúrlega alger bylting á starfsaðstöðu þingmanna, þingnefnda og allri stoðþjónustunni í kringum þingstörfin. Það er ákaflega tímabært að Alþingi komi allri þessari starfsemi undir eitt þak og í sitt eigið húsnæði. Þannig að það óhagræði sem er af því að leigja byggingar á ýmsum stöðum í miðborginni, sem ekki er nú beinlínis ókeypis heldur; að við komumst út úr því,” segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. Byggingaframkvæmdir hefjast á alþingisreitnum í nóvember en forseti Alþingis, sem kemur saman í dag, segir að ný skrifstofubygging þingsins muni gerbreyta aðstöðu þingflokka og þingmanna. Alþingi verður sett við hátíðlega og hefðbundna athöfn í dag. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö setur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þingið með ávarpi en hefðbundin þingstörf hefjast síðar í vikunni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis vonar að ekki komi til málþófs eins og á vorþingi þegar þingmenn Miðflokksins töluðu vikum saman um orkupakkann. Forsætisnefnd hafi samþykkti að gera breytingar á reglum um framkvæmd andsvara þannig að samflokksmenn veiti ekki andsvör við ræðum hvers annars og andsvör verði ekki leyfð við ítrekaðar fimm mínútna ræður. „Það má vissulega viðurkenna að þetta eru ákveðin viðbrögð við stöðunni hér síðast liðið vor. Þetta afgreiddi forsætisnefnd á sumarfundi sínum og kemur nú til framkvæmda við upphaf nýs þings,” segir Steingrímur.Þannig að flokkssystkini geta ekki farið í andsvör við hvert annað? „Nema fyrir liggi að þau séu alveg á öndverðu meiði efnislega í málinu, eða þetta sé mál sem alls ekki lúti neinum flokkslínum,” segir forseti Alþingis. Almennt séu annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar helstu uppskeru þingin. Þá sé bestu tækifærin til að koma viðamiklum málum fram. „Því á fyrsta þingi eru menn að setja sig í stellingar og auðvitað fullt af málum að fara í vinnslu og undirbúning. Og síðustu þingi fyrir kosningar vilja oft vera ódrjúg,” segir Steingrímur. Síðasta þing hafi verið afkastamikið og búast megi við viðamiklum málum frá ríkisstjórn á komandi vetri. Þá verði nóg að gera hjá forsætisnefnd meðal annars vegna ýmissa breytinga sem verið sé að innleiða. „Svo sem að stjórnsýsla Alþingis heyrir nú undir upplýsingalög. Við erum að sjálfsögðu í byggingaframkvæmdunum sem eru fram undan og enn með endurskoðun siðareglna, þingskapa og fleira undir. Þannig að það verður nóg að gera,” segir Steingrímur. Jarðvinna fyrir nýja skrifstofubyggingu verði væntanlega auglýst á næstu dögum sem geti þá hafist í nóvember. Útboð fyrir uppsteypu sjálfrar byggingarinnar fari vonandi fram um mitt næsta ár og byggingin vonandi tilbúin um mitt ár 2023. „En aðalatriðið er að þetta verður náttúrlega alger bylting á starfsaðstöðu þingmanna, þingnefnda og allri stoðþjónustunni í kringum þingstörfin. Það er ákaflega tímabært að Alþingi komi allri þessari starfsemi undir eitt þak og í sitt eigið húsnæði. Þannig að það óhagræði sem er af því að leigja byggingar á ýmsum stöðum í miðborginni, sem ekki er nú beinlínis ókeypis heldur; að við komumst út úr því,” segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira