„Þú mátt kalla mig herra þinn“ Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 10:12 Ekki eru allir jafn kátir með boðsbréfið sem Smári McCarthy sýndi á Facebooksíðu sinni. Ýmsum þykir þéringar alþingismanna skjóta skökku við og vera jafnvel til skammar. Smári McCarty fagnar því á Facebooksíðu sinni að fá boðsbréf um að í dag verði þing sett. Og birtir bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem þetta er áréttað: „Hinn 2. september 2019 var gefið út forsetabréf þar sem forseti Íslands ákvað, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september 2019.“ Þá segir í bréfinu: „Hér með er yður boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13:30.“ Allt er þetta í samræmi við hefðir en á Facebooksíðu Smára eru ýmsir á því að þessi þéring skjóti skökku við og séu jafnvel hinar ógeðfelldustu. „Sumum kann að virðast það smáatriði en þessi þéríng þarna er mjög ljót og óviðkunnanleg,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur. „Ég nenni ekki að setja hér á fyrirlestur um hugmyndafræði þéringa, en það er til skammar að Alþingi skuli viðhalda þessu yfirlæti. Endilega fáið Rögnu Árnadóttur til að hætta þessum ósmekklegheitum.“ Ræðan sem Illugi nennir ekki að setja á vísar líklega til þess að áður fyrr þúuðu flestir embættismenn á Íslandi almúgamenn, en gerðu hins vegar þá kröfu að þeir sjálfir væru þéraðir og ávarpaðir „rétt“. Í þessu birtist sú hugmyndafræði að þó embættismenn og stjórnmálamenn þykist á tyllidögum vera þjónar almennings þá er það sýndarmennska. Þessir hópar telja sig hátt yfir almenning hafinn; og sannarlega engir þjónar þegar til kastanna kemur heldur þvert á móti. Eins og segir í meðfylgjandi vísu:Sælir verið þér, séra minn,sagði ég við biskupinn.Aftur kvað við ansa hinn:Þú átt að kalla mig herra þinn.Illugi er ekki einn um að lýsa yfir skömm sinni á þessari hefð. Til að mynda leggur Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir orð í belg á Facebooksíðu Smára og segir að hún fagni þingsetningunni en henni verði beinlínis óglatt vegna þessa yfirstéttarbrags. Vísir verður með þingsetninguna í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 13:30 Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Ýmsum þykir þéringar alþingismanna skjóta skökku við og vera jafnvel til skammar. Smári McCarty fagnar því á Facebooksíðu sinni að fá boðsbréf um að í dag verði þing sett. Og birtir bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem þetta er áréttað: „Hinn 2. september 2019 var gefið út forsetabréf þar sem forseti Íslands ákvað, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september 2019.“ Þá segir í bréfinu: „Hér með er yður boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13:30.“ Allt er þetta í samræmi við hefðir en á Facebooksíðu Smára eru ýmsir á því að þessi þéring skjóti skökku við og séu jafnvel hinar ógeðfelldustu. „Sumum kann að virðast það smáatriði en þessi þéríng þarna er mjög ljót og óviðkunnanleg,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur. „Ég nenni ekki að setja hér á fyrirlestur um hugmyndafræði þéringa, en það er til skammar að Alþingi skuli viðhalda þessu yfirlæti. Endilega fáið Rögnu Árnadóttur til að hætta þessum ósmekklegheitum.“ Ræðan sem Illugi nennir ekki að setja á vísar líklega til þess að áður fyrr þúuðu flestir embættismenn á Íslandi almúgamenn, en gerðu hins vegar þá kröfu að þeir sjálfir væru þéraðir og ávarpaðir „rétt“. Í þessu birtist sú hugmyndafræði að þó embættismenn og stjórnmálamenn þykist á tyllidögum vera þjónar almennings þá er það sýndarmennska. Þessir hópar telja sig hátt yfir almenning hafinn; og sannarlega engir þjónar þegar til kastanna kemur heldur þvert á móti. Eins og segir í meðfylgjandi vísu:Sælir verið þér, séra minn,sagði ég við biskupinn.Aftur kvað við ansa hinn:Þú átt að kalla mig herra þinn.Illugi er ekki einn um að lýsa yfir skömm sinni á þessari hefð. Til að mynda leggur Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir orð í belg á Facebooksíðu Smára og segir að hún fagni þingsetningunni en henni verði beinlínis óglatt vegna þessa yfirstéttarbrags. Vísir verður með þingsetninguna í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 13:30
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira