Telur forgangsröðun bæjarins ekki leyfa frekari fjölgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2019 13:19 Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg, er ósáttur við forgangsröðun meirihlutans. Stöð 2 Oddviti minnihlutans í Árborg segir forgangsröðun bæjarstjórnar á Selfossi ekki leyfa frekari íbúafjölgun, enda sé álagið á grunninnviðina nú þegar mikið. Íbúar bæjarins kvarta undan sprungnum leikskólum og fjömennum grunnskólabekkjum, á sama tíma og reynt er að lokka fleiri til að flytja í bæinn. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um sérstakt kynningarátak sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu, sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti. Á umræðuvettvangi íbúa á Selfossi hafa skapast heitar umræður um átakið og þykir fólki skjóta skökku við að bæjaryfirvöld reyni að fá fleiri til að flytja til bæjarsins, þegar grunninnviðir virðast ekki geta borið núverandi íbúafjölda. Nú þegar séu langir biðlistar á leikskóla bæjarins, grunnskólarnir séu sprungnir og íþróttahúsin of lítil. Gunnar Egilsson, oddviti minnihlutans í Árborg, tekur í sama streng. Forgangsröðun bæjarfélagsins leyfi ekki kynningarátak sem þetta. „Innviðauppbyggingin, hún er í molum hérna,“ segir hann. Lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu leikskóla, en án árangurs. „Það eru 52 börn á biðlista í leikskóla og forgangsröðunin hérna er alveg ótrúleg,“ fullyrðir Gunnar. Fjölgunin í bæjarfélaginu undanfarið ár, sem bæjarstjóri Árborgar sagði í gærkvöld að væri án fordæma, hafi verið viðbúin og minni en árið 2017. „Þetta er bara kjaftæði. Það var vitað að það yrði talsvert mikil fjölgun þegar það væri mikið byggt hérna,“ segir Gunnar. Hann telur samstöðu um hvaða innviðir þurfi að vera í lagi: „Leikskóli, skóli, íþróttahús við nýja skólann og sundlaug við annan skólann okkar [...] og svo hreinsistöð. Þetta er forgangsröðin sem við þurfum að vera með,“ segir hann. Núverandi meirihluti fari hins vegar aðra leið. „Núverandi meirihluti, hann er bara með allt í skrúfunni.“ Árborg Tengdar fréttir Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Oddviti minnihlutans í Árborg segir forgangsröðun bæjarstjórnar á Selfossi ekki leyfa frekari íbúafjölgun, enda sé álagið á grunninnviðina nú þegar mikið. Íbúar bæjarins kvarta undan sprungnum leikskólum og fjömennum grunnskólabekkjum, á sama tíma og reynt er að lokka fleiri til að flytja í bæinn. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um sérstakt kynningarátak sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu, sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti. Á umræðuvettvangi íbúa á Selfossi hafa skapast heitar umræður um átakið og þykir fólki skjóta skökku við að bæjaryfirvöld reyni að fá fleiri til að flytja til bæjarsins, þegar grunninnviðir virðast ekki geta borið núverandi íbúafjölda. Nú þegar séu langir biðlistar á leikskóla bæjarins, grunnskólarnir séu sprungnir og íþróttahúsin of lítil. Gunnar Egilsson, oddviti minnihlutans í Árborg, tekur í sama streng. Forgangsröðun bæjarfélagsins leyfi ekki kynningarátak sem þetta. „Innviðauppbyggingin, hún er í molum hérna,“ segir hann. Lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu leikskóla, en án árangurs. „Það eru 52 börn á biðlista í leikskóla og forgangsröðunin hérna er alveg ótrúleg,“ fullyrðir Gunnar. Fjölgunin í bæjarfélaginu undanfarið ár, sem bæjarstjóri Árborgar sagði í gærkvöld að væri án fordæma, hafi verið viðbúin og minni en árið 2017. „Þetta er bara kjaftæði. Það var vitað að það yrði talsvert mikil fjölgun þegar það væri mikið byggt hérna,“ segir Gunnar. Hann telur samstöðu um hvaða innviðir þurfi að vera í lagi: „Leikskóli, skóli, íþróttahús við nýja skólann og sundlaug við annan skólann okkar [...] og svo hreinsistöð. Þetta er forgangsröðin sem við þurfum að vera með,“ segir hann. Núverandi meirihluti fari hins vegar aðra leið. „Núverandi meirihluti, hann er bara með allt í skrúfunni.“
Árborg Tengdar fréttir Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30