„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 12:00 Með því að fara með MAX-vélarnar til Frakklands ætlar Icelandair að koma í veg fyrir slit á vélunum sem hefði annars mögulega orðið í veðráttunni á Íslandi. Vísir/Vilhelm Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir vöntun á leyfi fyrir MAX-9 vélina stafa af því að hún er einfaldlega ekki tilbúin. „Við höfum verið að vinna í henni í sumar að setja í hana sæti og afþreyingarkerfi og annað og ekkert verið að leggja mikla áherslu á það. Hún er bara ekki tilbúin.“ Segir Jens að með því að geyma vélarnar í Toulouse sé komið í veg fyrir að þær verði fyrir mögulegum skemmdum í slæmu loftslagi á Íslandi á veturna. „Það er aðallega vindur og selta sem getur valdið flugvélum, kannski ekki alvarlegum skemmdum, en svona sliti og öðru sem gæti komið í bakið á okkur seinna meir.“ Búast má við að vélarnar fari af landi brott í fyrri hluta næstu viku og hefur þjálfun flugmanna staðið yfir fyrir þessa ferð. „Það er verið að endurþjálfa flugmenn sem hafa ekki flogið vélinni í marga mánuði. Það er bara verið að skerpa á þjálfuninni.“ 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru kyrrsettar fyrir hálfu ári vegna öryggisgalla sem kom í ljós eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Jens segir alveg óhætt að fljúga vélunum út. „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt. Vélarnar hafa komið mjög vel út hjá okkur eins og fram hefur komið. En þar að auki eru mjög ítarleg skilyrði sem svona flug þarf að uppfylla. Meðal annars stillingar á vélum, flughæð og annað, sem á að koma í veg fyrir að þau kerfi sem talin eru hafa átt hlut að máli í þessum slysum geti látið á sér kræla.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir vöntun á leyfi fyrir MAX-9 vélina stafa af því að hún er einfaldlega ekki tilbúin. „Við höfum verið að vinna í henni í sumar að setja í hana sæti og afþreyingarkerfi og annað og ekkert verið að leggja mikla áherslu á það. Hún er bara ekki tilbúin.“ Segir Jens að með því að geyma vélarnar í Toulouse sé komið í veg fyrir að þær verði fyrir mögulegum skemmdum í slæmu loftslagi á Íslandi á veturna. „Það er aðallega vindur og selta sem getur valdið flugvélum, kannski ekki alvarlegum skemmdum, en svona sliti og öðru sem gæti komið í bakið á okkur seinna meir.“ Búast má við að vélarnar fari af landi brott í fyrri hluta næstu viku og hefur þjálfun flugmanna staðið yfir fyrir þessa ferð. „Það er verið að endurþjálfa flugmenn sem hafa ekki flogið vélinni í marga mánuði. Það er bara verið að skerpa á þjálfuninni.“ 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru kyrrsettar fyrir hálfu ári vegna öryggisgalla sem kom í ljós eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Jens segir alveg óhætt að fljúga vélunum út. „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt. Vélarnar hafa komið mjög vel út hjá okkur eins og fram hefur komið. En þar að auki eru mjög ítarleg skilyrði sem svona flug þarf að uppfylla. Meðal annars stillingar á vélum, flughæð og annað, sem á að koma í veg fyrir að þau kerfi sem talin eru hafa átt hlut að máli í þessum slysum geti látið á sér kræla.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28