Meint fjársvik tæpir tveir milljarðar króna Björn Þorfinnsson skrifar 27. september 2019 07:15 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi United Silicon. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum. Í nýrri stefnu þrotabús Sameinaðs silíkons hf. er Magnús sagður hafa svikið rúmlega 1,2 milljarð króna út úr fyrirtækinu. Það er til viðbótar tveimur fyrri stefnum á hendur Magnúsi þar sem hann er sakaður um að hafa svikið 600 milljónir króna. Í heildina eru meint fjársvik Magnúsar því um 1,8 milljarður króna. Geir Gestsson, lögmaður þrotabúsins, sagði ekki liggja fyrir hvort þrotabúið myndi höfða fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. Þá eru hin meintu fjársvik Magnúsar enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Nýjasta stefnan á hendur Magnúsi snýr að málefnum fyrirtækisins Stakksbrautar 9 sem Sameinað silíkon hf. yfirtók frá og með 1. september 2014. Tveimur vikum eftir yfirtökuna lét Magnús fyrirtækið borga reikning frá hollensku fyrirtæki, Silicon Mineral Ventures, upp á um 77 milljónir króna. Í stefnunni er reikningurinn sagður falsaður og að peningarnir hafi farið í uppgreiðslu á láni félags í eigu Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi hf., við Silicon Mineral Ventures. Þá er Magnús sakaður um að hafa látið Stakksbraut 9 greiða rúmlega einn milljarð króna inn á reikning hollenska fyrirtækisins Pyromet Engineering. Alls var um 26 greiðslur að ræða á tæplega tveggja ára tímabili, frá 23. október 2013 til 27. ágúst 2015. Hollenska fyrirtækið var stofnað skömmu fyrir fyrstu millifærsluna og slitið skömmu eftir þá seinustu. Skráður eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður var Joseph Dignam en í stefnunni kemur fram að hann er fyrrum sambýlismaður móður Magnúsar. Joseph þessi var einnig stjórnarmaður og skráður prókúruhafi Stakksbrautar 9. Tveimur vikum eftir að Dignam tók við stjórnunarstöðunni, í byrjun október 2013, framseldi hann völd sín í Stakksbraut 9 til Magnúsar. Í skýrslutöku yfir Magnús hélt hann því fram að Pyromet Engineering hefði verið verktakafyrirtæki, sem veitti sérfræðiþjónustu, meðal annars við hönnun á kísilmálmverksmiðjunni. Fram kemur að Magnús hafi þó hvorki getað bent á neina afurð af samstarfinu né útskýrt nákvæmlega í hverju meint vinna félagsins fólst fyrir Stakksbraut 9. Hann gat ekki heldur útskýrt hverjir starfsmenn félagsins væru eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutöku yfir áðurnefndum Joseph Dignam kom hann af fjöllum um tilvist félagsins. Í stefnunni kemur enn fremur fram að engin bókhaldsgögn fyrir Stakksbraut 9 finnist og er því haldið fram að Magnús hafi látið farga þeim. Þá kemur fram að Magnús fari huldu höfði til þess að forðast kröfuhafa sína. Hann fer þó fjarri því huldu höfði á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndir af ferðalögum sínum og kærustu sinnar, meðal annars til Íslands. Þá stundar Magnús umfangsmikla útleigu á einbýlishúsi í Kópavogi sem er í hans eigu. Hann hefur þó ekki sótt um leyfi fyrir starfseminni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum. Í nýrri stefnu þrotabús Sameinaðs silíkons hf. er Magnús sagður hafa svikið rúmlega 1,2 milljarð króna út úr fyrirtækinu. Það er til viðbótar tveimur fyrri stefnum á hendur Magnúsi þar sem hann er sakaður um að hafa svikið 600 milljónir króna. Í heildina eru meint fjársvik Magnúsar því um 1,8 milljarður króna. Geir Gestsson, lögmaður þrotabúsins, sagði ekki liggja fyrir hvort þrotabúið myndi höfða fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. Þá eru hin meintu fjársvik Magnúsar enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Nýjasta stefnan á hendur Magnúsi snýr að málefnum fyrirtækisins Stakksbrautar 9 sem Sameinað silíkon hf. yfirtók frá og með 1. september 2014. Tveimur vikum eftir yfirtökuna lét Magnús fyrirtækið borga reikning frá hollensku fyrirtæki, Silicon Mineral Ventures, upp á um 77 milljónir króna. Í stefnunni er reikningurinn sagður falsaður og að peningarnir hafi farið í uppgreiðslu á láni félags í eigu Magnúsar, Tomahawk Development á Íslandi hf., við Silicon Mineral Ventures. Þá er Magnús sakaður um að hafa látið Stakksbraut 9 greiða rúmlega einn milljarð króna inn á reikning hollenska fyrirtækisins Pyromet Engineering. Alls var um 26 greiðslur að ræða á tæplega tveggja ára tímabili, frá 23. október 2013 til 27. ágúst 2015. Hollenska fyrirtækið var stofnað skömmu fyrir fyrstu millifærsluna og slitið skömmu eftir þá seinustu. Skráður eigandi fyrirtækisins og stjórnarmaður var Joseph Dignam en í stefnunni kemur fram að hann er fyrrum sambýlismaður móður Magnúsar. Joseph þessi var einnig stjórnarmaður og skráður prókúruhafi Stakksbrautar 9. Tveimur vikum eftir að Dignam tók við stjórnunarstöðunni, í byrjun október 2013, framseldi hann völd sín í Stakksbraut 9 til Magnúsar. Í skýrslutöku yfir Magnús hélt hann því fram að Pyromet Engineering hefði verið verktakafyrirtæki, sem veitti sérfræðiþjónustu, meðal annars við hönnun á kísilmálmverksmiðjunni. Fram kemur að Magnús hafi þó hvorki getað bent á neina afurð af samstarfinu né útskýrt nákvæmlega í hverju meint vinna félagsins fólst fyrir Stakksbraut 9. Hann gat ekki heldur útskýrt hverjir starfsmenn félagsins væru eða hverjir tengiliðir hans hefðu verið hjá félaginu. Í skýrslutöku yfir áðurnefndum Joseph Dignam kom hann af fjöllum um tilvist félagsins. Í stefnunni kemur enn fremur fram að engin bókhaldsgögn fyrir Stakksbraut 9 finnist og er því haldið fram að Magnús hafi látið farga þeim. Þá kemur fram að Magnús fari huldu höfði til þess að forðast kröfuhafa sína. Hann fer þó fjarri því huldu höfði á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndir af ferðalögum sínum og kærustu sinnar, meðal annars til Íslands. Þá stundar Magnús umfangsmikla útleigu á einbýlishúsi í Kópavogi sem er í hans eigu. Hann hefur þó ekki sótt um leyfi fyrir starfseminni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira