Ákærður fyrir að hafa hótað starfsmanni TR: „Ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2019 20:45 Lögregla fann einnig haglaskot í náttborðsskúffu á heimili mannsins. Vísir/Sigurjón. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa að kvöldi 25. júlí á síðasta ári kastað brúsa með bensíni að heimili starfsmannsins. Fyrr um daginn hafði hann hótað sama starfsmanni líkamsmeiðingun. Í ákærunni er sagt að það hinn ákærði hafi gert þetta í því skyni að valda starfsmanninum ótta. Er honum gert að sök að hafa reynt að neyða starfsmanninn til þess að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur mannsins. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum ofbeldi með því að hafa sent starfsmanninum tölvupóst þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram, sem að mati ákæruvaldsins flokkist sem brot gegn valdstjórninni:„ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur, helvítis tussan þín..kannski B þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað...“ Er maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórnni með því að hafa sent sama starfsmanni annan tölvupóst, daginn eftir fyrri tölvupóstinn. Þar hótaði hann starfsmanninum ofbeldi með því að senda eftirfarandi skilaboð:„helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál...þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!“ Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,38 grömm af marijúna sem lögreglan fann við leit á heimi hans í febrúar. Þar fann lögregla einnig tíu haglaskot af tegundini Winchester í ólæstro náttborðsskúffu við leit á heimili hans. Er maðurinn ákærður fyrir brot á vopnalögum fyrir að hafa haglaskotin í vörslu sinni án skotvopnaleyfis, sem og að hafa ekki geymt skotfærin á fullnægjandi hátt. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 17. október í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa að kvöldi 25. júlí á síðasta ári kastað brúsa með bensíni að heimili starfsmannsins. Fyrr um daginn hafði hann hótað sama starfsmanni líkamsmeiðingun. Í ákærunni er sagt að það hinn ákærði hafi gert þetta í því skyni að valda starfsmanninum ótta. Er honum gert að sök að hafa reynt að neyða starfsmanninn til þess að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur mannsins. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum ofbeldi með því að hafa sent starfsmanninum tölvupóst þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram, sem að mati ákæruvaldsins flokkist sem brot gegn valdstjórninni:„ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur, helvítis tussan þín..kannski B þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað...“ Er maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórnni með því að hafa sent sama starfsmanni annan tölvupóst, daginn eftir fyrri tölvupóstinn. Þar hótaði hann starfsmanninum ofbeldi með því að senda eftirfarandi skilaboð:„helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál...þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!“ Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,38 grömm af marijúna sem lögreglan fann við leit á heimi hans í febrúar. Þar fann lögregla einnig tíu haglaskot af tegundini Winchester í ólæstro náttborðsskúffu við leit á heimili hans. Er maðurinn ákærður fyrir brot á vopnalögum fyrir að hafa haglaskotin í vörslu sinni án skotvopnaleyfis, sem og að hafa ekki geymt skotfærin á fullnægjandi hátt. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 17. október í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira