

Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki.
Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum.