Samkomulagið ekki lent í neinum ógöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 21:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. vísir/Vilhelm Fyrirhugað samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lent í ógöngum á nokkurn hátt segir samgönguráðherra. Engu að síður séu óleysanlegir hnútar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hann vilji þó reyna að leysa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, beindu spjótum sínum að samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna samkomulags sem stendur til að ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirriti á fimmtudaginn um uppbyggingu borgarlínu og fleira er snýr að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Stjórnvöld hafa verið sökuð um skort á samráði vegna málsins en einna helst eru það áform um vegtolla sem skiptar skoðanir eru um. Sigurður Ingi sagði að margt í máli Ingu Sæland hafi verið úr lausu lofti gripið en hún spurði meðal annars um þá „gríðarlegu vegtolla“ sem boðaðir séu á íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Það var ýmislegt sem háttvirtur þingmaður fór hér yfir sem er gripið hér úr loftinu,“ sagði Sigurður Ingi en Inga Sæland brást ókvæða við.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Ráðherra lætur í það skína að ég sé bara að grípa eitthvað upp af götunni sem að kemur fram í fjölmiðlum, en ég meina hvað á hæstvirtur ráðherra nákvæmlega við með því? Er ég bara í villu vegar um að hér eigi að fara að leggja á vegskatta? Er ég bara í bullinu?“ spurði Inga. Sigurður Ingi kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni og sagðist hlakka til að eiga málefnalega umræðu um málið á þinginu. „Það er stefnt að því að undirrita þetta samkomulag á fimmtudaginn og kynna. Ég hef haft frumkvæði að því núna í tvígang að boða þingmenn til sérstaks samráðs áður en að að því kæmi og hef boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður Ingi. Bergþór Ólason sagði málið ekki hafa fengið neina kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. „Það verður auðvitað varla boðað til mikils samráðs um miðjan dag á miðvikudaginn gagnvart samningi sem á að undirrita á fimmtudaginn, sérstaklega þegar menn hafa í huga þær hrakfarir sem að samkomulagið virðist hafa orðið fyrir á undanförnum vikum,“ sagði Bergþór. Því vísaði ráðherra á bug. „Samkomulag þetta hefur ekki lent í neinum ógöngum á nokkurn hátt,“ sagði Sigurður Ingi.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm Alþingi Samgöngur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Fyrirhugað samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lent í ógöngum á nokkurn hátt segir samgönguráðherra. Engu að síður séu óleysanlegir hnútar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hann vilji þó reyna að leysa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, beindu spjótum sínum að samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna samkomulags sem stendur til að ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirriti á fimmtudaginn um uppbyggingu borgarlínu og fleira er snýr að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Stjórnvöld hafa verið sökuð um skort á samráði vegna málsins en einna helst eru það áform um vegtolla sem skiptar skoðanir eru um. Sigurður Ingi sagði að margt í máli Ingu Sæland hafi verið úr lausu lofti gripið en hún spurði meðal annars um þá „gríðarlegu vegtolla“ sem boðaðir séu á íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Það var ýmislegt sem háttvirtur þingmaður fór hér yfir sem er gripið hér úr loftinu,“ sagði Sigurður Ingi en Inga Sæland brást ókvæða við.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Ráðherra lætur í það skína að ég sé bara að grípa eitthvað upp af götunni sem að kemur fram í fjölmiðlum, en ég meina hvað á hæstvirtur ráðherra nákvæmlega við með því? Er ég bara í villu vegar um að hér eigi að fara að leggja á vegskatta? Er ég bara í bullinu?“ spurði Inga. Sigurður Ingi kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni og sagðist hlakka til að eiga málefnalega umræðu um málið á þinginu. „Það er stefnt að því að undirrita þetta samkomulag á fimmtudaginn og kynna. Ég hef haft frumkvæði að því núna í tvígang að boða þingmenn til sérstaks samráðs áður en að að því kæmi og hef boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður Ingi. Bergþór Ólason sagði málið ekki hafa fengið neina kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. „Það verður auðvitað varla boðað til mikils samráðs um miðjan dag á miðvikudaginn gagnvart samningi sem á að undirrita á fimmtudaginn, sérstaklega þegar menn hafa í huga þær hrakfarir sem að samkomulagið virðist hafa orðið fyrir á undanförnum vikum,“ sagði Bergþór. Því vísaði ráðherra á bug. „Samkomulag þetta hefur ekki lent í neinum ógöngum á nokkurn hátt,“ sagði Sigurður Ingi.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samgöngur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira