Átta ára stúlka féll fyrir hendi lögreglu í Brasilíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 16:52 Ágatha var aðeins átta ára gömul þegar hún lést. AP/Leo Correa Mótmæli brutust út í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að átta ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir byssukúlu lögreglumanna. Rúmlega tólf hundruð almennir borgarar hafa látið lífið í aðgerðum lögreglu í Rio de Janero það sem af er ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ágatha Vitória Sales Félix, átta ára gömul, var með ömmu sinni í sendiferðabíl þegar hún var skotin í bakið í fátækrahverfi á föstudag. Íbúar á svæðinu segja lögreglu hafa verið að eltast við mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu. Lögregla segir hins vegar að hún hafi verið að bregðast við árás 1.249 manns hafa látið lífið í álíka aðgerðum í Ríó frá því í Janúar fram í Ágúst. Ágatha er fimmta barnið til að deyja vegna ofbeldis sem lögreglunni hefur verið kennt um. Gagnrýnendur segja að harðlínu stefnan sem er framfylgt af Wilson Witzel, íhaldssams ríkisstjóra Ríó, sem tók við embætti í janúar, sé ástæða fjölda dauðsfalla í fátækrahverfum borgarinnar.Moradores do Complexo do Alemão estão neste momento realizando uma manifestação na entrada da Grota pela violência na favela e pela morte da Ágatha Félix, de 8 anos. pic.twitter.com/tCzzDNoLxb — Voz das Comunidades (@vozdacomunidade) September 21, 2019 Á laugardag söfnuðust saman tugir einstaklinga í Alemao, einu stærsta fátækrahverfi Ríó, þar sem Ágatha varð fyrir skoti á föstudagskvöld. Hún var færð á sjúkrahús en dó þar. Einhverjir mótmælendur héldu á spjöldum sem á stóð „Líf í fátækrahverfum skipta máli“ og „Hættið að drepa okkur.“ Búið er að skipuleggja mótmæli sem haldin verða á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögreglumennirnir hafi svarað tilkynningu um árásir, sem leiddi til þess að til átaka kom á milli lögreglu og glæpamanna. Málið er nú í rannsókn. Fjölskylda Ágöthu mótmælti þessu og sögðu að lögregla hafi verið að miða á mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu og að enginn skotbardagi hafi átt sér stað. „Maður kom á mótorhjóli og lögreglan bað hann um að stoppa. Hann stoppaði ekki og fór, hann bar ekki vopn og lögreglan skaut. Það voru engin átök, bara lögreglan skaut,“ sagði Elías, frændi stúlkunnar.Uppfært 23.9.2019 Orðalagi fréttarinnar um dauða stúlkunnar var breytt. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að stúlkan hefði verið myrt. Brasilía Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Mótmæli brutust út í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að átta ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir byssukúlu lögreglumanna. Rúmlega tólf hundruð almennir borgarar hafa látið lífið í aðgerðum lögreglu í Rio de Janero það sem af er ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ágatha Vitória Sales Félix, átta ára gömul, var með ömmu sinni í sendiferðabíl þegar hún var skotin í bakið í fátækrahverfi á föstudag. Íbúar á svæðinu segja lögreglu hafa verið að eltast við mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu. Lögregla segir hins vegar að hún hafi verið að bregðast við árás 1.249 manns hafa látið lífið í álíka aðgerðum í Ríó frá því í Janúar fram í Ágúst. Ágatha er fimmta barnið til að deyja vegna ofbeldis sem lögreglunni hefur verið kennt um. Gagnrýnendur segja að harðlínu stefnan sem er framfylgt af Wilson Witzel, íhaldssams ríkisstjóra Ríó, sem tók við embætti í janúar, sé ástæða fjölda dauðsfalla í fátækrahverfum borgarinnar.Moradores do Complexo do Alemão estão neste momento realizando uma manifestação na entrada da Grota pela violência na favela e pela morte da Ágatha Félix, de 8 anos. pic.twitter.com/tCzzDNoLxb — Voz das Comunidades (@vozdacomunidade) September 21, 2019 Á laugardag söfnuðust saman tugir einstaklinga í Alemao, einu stærsta fátækrahverfi Ríó, þar sem Ágatha varð fyrir skoti á föstudagskvöld. Hún var færð á sjúkrahús en dó þar. Einhverjir mótmælendur héldu á spjöldum sem á stóð „Líf í fátækrahverfum skipta máli“ og „Hættið að drepa okkur.“ Búið er að skipuleggja mótmæli sem haldin verða á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögreglumennirnir hafi svarað tilkynningu um árásir, sem leiddi til þess að til átaka kom á milli lögreglu og glæpamanna. Málið er nú í rannsókn. Fjölskylda Ágöthu mótmælti þessu og sögðu að lögregla hafi verið að miða á mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu og að enginn skotbardagi hafi átt sér stað. „Maður kom á mótorhjóli og lögreglan bað hann um að stoppa. Hann stoppaði ekki og fór, hann bar ekki vopn og lögreglan skaut. Það voru engin átök, bara lögreglan skaut,“ sagði Elías, frændi stúlkunnar.Uppfært 23.9.2019 Orðalagi fréttarinnar um dauða stúlkunnar var breytt. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að stúlkan hefði verið myrt.
Brasilía Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira