Kiel var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, og mikið var skorað í leiknum en þeir þýsku höfðu betur.
Harald Reinkind fór á kostum í liði Kiel og skoraði átta mörk úr tíu skotum en Nikola Bilyk og Hendrik Pekeler gerðu sjö hvor.
Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel en þeir þýsku eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina. Þeir gerðu jafntefli við Kielce í 1. umferðinni.
Veszprém er með tvö stig eftir tvo leiki en þeir unnu Motor Zaporozhye örugglega í 1. umferðinni.
Jaaaaaawoll! Da sind die ersten Big Points! #wirsindkiel#NurMitEuch#MOTW#EHFcl#newspic.twitter.com/58Y5UE2D68
— THW Kiel (@thw_handball) September 21, 2019