Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 11:30 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Fréttablaðið/GVA Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Hann segir skorta þekkingu meðal starfsmanna stjórnsýslunnar um upplýsingarétt borgaranna. Með því að auka fræðslu þeirra væri hægt að draga úr fjölda þeirra mála sem rata til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem úrlausn mála getur tekið marga mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Tregða stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar sem henni ber að gera lögum samkvæmt var meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni. „Við erum búin að vera með þetta kerfi upplýsingalaganna í alveg frá 1996 ef ég man rétt. Við erum búin að vera með þetta kerfi að menn geta leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála, og það sem að ég finn fyrir, þó svo að menn séu núna að reyna að gera ákveðnar úrbætur með nýjum upplýsingalögum, þá held ég bara að menn þurfi að skoða hvort að kerfið sem við höfum byggt upp er rétt,“ segir Tryggvi. Fyrst og fremst þurfi að auka þekkingu þeirra sem að starfa í stjórnkerfinu svo þeir geti sjálfir leyst úr þessum málum. „Ég velti því fyrir mér hvort að tilvist þessarar úrskurðarnefndar sé kannski að einhverju leyti rótin að þessu hversu illa okkur hefur gengið hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd okkar, að virkja þennan upplýsingarétt almennings, og þá meðal annars líka fjölmiðla,“ segir Tryggvi, „Málin taka alltof alltof langan tíma og hafa bara glatað upplýsingagildi sínu þegar loksins kemur einhver niðurstaða.“ Hann efist ekki um að úrskurðarnefndin vinni vel úr sýnum verkefnum en það eigi að hans mati að vera undantekning að mál rati þangað. Hægt sé að líta til nágrannaríkja hvað varðar bæði fræðslu starfsfólks stjórnsýslunnar og viðhorf til málaflokksins. „Þar er búið við það að það er mikið meiri vitund um þessar reglur og einhvern veginn vilji til þess að veita upplýsingarnar. Hér hefur verið svo mikil tregða á þessu og við þurfum einhvern veginn að yfirvinna hana,“ segir Tryggvi. Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Hann segir skorta þekkingu meðal starfsmanna stjórnsýslunnar um upplýsingarétt borgaranna. Með því að auka fræðslu þeirra væri hægt að draga úr fjölda þeirra mála sem rata til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem úrlausn mála getur tekið marga mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun þar sem skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2018 var til umfjöllunar. Tregða stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar sem henni ber að gera lögum samkvæmt var meðal þess sem tekið er fyrir í skýrslunni. „Við erum búin að vera með þetta kerfi upplýsingalaganna í alveg frá 1996 ef ég man rétt. Við erum búin að vera með þetta kerfi að menn geta leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála, og það sem að ég finn fyrir, þó svo að menn séu núna að reyna að gera ákveðnar úrbætur með nýjum upplýsingalögum, þá held ég bara að menn þurfi að skoða hvort að kerfið sem við höfum byggt upp er rétt,“ segir Tryggvi. Fyrst og fremst þurfi að auka þekkingu þeirra sem að starfa í stjórnkerfinu svo þeir geti sjálfir leyst úr þessum málum. „Ég velti því fyrir mér hvort að tilvist þessarar úrskurðarnefndar sé kannski að einhverju leyti rótin að þessu hversu illa okkur hefur gengið hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd okkar, að virkja þennan upplýsingarétt almennings, og þá meðal annars líka fjölmiðla,“ segir Tryggvi, „Málin taka alltof alltof langan tíma og hafa bara glatað upplýsingagildi sínu þegar loksins kemur einhver niðurstaða.“ Hann efist ekki um að úrskurðarnefndin vinni vel úr sýnum verkefnum en það eigi að hans mati að vera undantekning að mál rati þangað. Hægt sé að líta til nágrannaríkja hvað varðar bæði fræðslu starfsfólks stjórnsýslunnar og viðhorf til málaflokksins. „Þar er búið við það að það er mikið meiri vitund um þessar reglur og einhvern veginn vilji til þess að veita upplýsingarnar. Hér hefur verið svo mikil tregða á þessu og við þurfum einhvern veginn að yfirvinna hana,“ segir Tryggvi.
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Fimmtíu fyrirspurnir á málaskrá úrskurðarnefndar Erfitt að losa um upplýsingar úr iðrum kerfisins. 7. október 2019 15:17