Agnhaldslaust hjá Fish Partner Karl Lúðvíksson skrifar 8. október 2019 09:01 Stór bleikja úr Köldukvísl en frá og með næsta sumri verður aðeins leyft að nota agnhaldslausar flugur. Mynd: Fish Partner Það er vel þekkt á mörgum vinsælum veiðisvæðum bæði í norður Ameríku og í Evrópu að veiðimenn séu skyldugir til að nota aðeins agnhaldslausar flugur. Það hefur ekki mikið verið selt af agnhaldslausum flugum á Íslandi en það er þó að aukast mikið og á líklega enn eftir að aukast. Á þeim veiðisvæðum þar sem veiðimenn annað hvort sleppa öllu eða kvóti er aðeins einn lax á dag eða einn lax á vakt er alveg eins líklegt að settar verði herrtari reglur um notkun á agnhaldslausum flugum. Veiðifélagið Fish Partner ríður á vaðið á nokkrum af sínum veiðisvæðum með skyldunotkun á agnhaldslausum flugum en þetta á eins og er aðeins við á veiðisvæðum Köldukvíslar, Tungnaár og í Villingavatni. Óheimilt er að nota flugur með agnhaldi nema að agnhaldið hafi verið kreist niður. Einnig er skylda er að hafa háf við veiðar á svæðunum. Þetta er gert til að hlífa fiskinum við óþarfa áverkum og auka lífslíkur fiskins. Mælt er með því að veiðimenn noti gúmmí eða hnútlausa háfa þar sem þeir valda sem minnstum skaða á slímhúð fiskana. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Það er vel þekkt á mörgum vinsælum veiðisvæðum bæði í norður Ameríku og í Evrópu að veiðimenn séu skyldugir til að nota aðeins agnhaldslausar flugur. Það hefur ekki mikið verið selt af agnhaldslausum flugum á Íslandi en það er þó að aukast mikið og á líklega enn eftir að aukast. Á þeim veiðisvæðum þar sem veiðimenn annað hvort sleppa öllu eða kvóti er aðeins einn lax á dag eða einn lax á vakt er alveg eins líklegt að settar verði herrtari reglur um notkun á agnhaldslausum flugum. Veiðifélagið Fish Partner ríður á vaðið á nokkrum af sínum veiðisvæðum með skyldunotkun á agnhaldslausum flugum en þetta á eins og er aðeins við á veiðisvæðum Köldukvíslar, Tungnaár og í Villingavatni. Óheimilt er að nota flugur með agnhaldi nema að agnhaldið hafi verið kreist niður. Einnig er skylda er að hafa háf við veiðar á svæðunum. Þetta er gert til að hlífa fiskinum við óþarfa áverkum og auka lífslíkur fiskins. Mælt er með því að veiðimenn noti gúmmí eða hnútlausa háfa þar sem þeir valda sem minnstum skaða á slímhúð fiskana.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði