Segir að vitað hafi verið að valdframsal fælist í EES samningnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 18:35 Björn Bjarnason fór fyrir starfshópnum. Fréttablaðið/Vilhelm Í vikunni kom út yfirgripsmikil skýrsla um stöðu EES samningsins. Nefndin sem samdi skýrsluna, undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, var skipuð í ágúst í fyrra eftir að þrettán þingmenn óskuðu eftir því að utanríkisráðherra skilaði skýrslu um kosti og galla samningsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Björn Bjarnason var meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Samvinna í menntamálum, rannsóknum og vísindum hafa aukist [eftir samninginn] og menntamálastarfið hefur meðal annars leitt til þess að fjörutíu þúsund Íslendingar hafa fengið ERASMUS styrki. Kvikmyndastyrkir eru miklir og mennta- og menningarmálin skipta mjög miklu. Þetta er miklu víðtækara en við gerðum okkur líklega grein fyrir þegar við gerðum samninginn árið 1992.“ Björn nefndi einnig að með samningnum hafi íslenskir ríkisborgarar fengið aðgengi að evrópskri heilbrigðisþjónustu með framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins sem 150 þúsund Íslendingar hafi sótt um síðastliðin þrjú ár. Dæmi sé um ýmiskonar gæði sem Íslendingar njóti í Evrópu sem komi til vegna samningsins, til dæmis farsímaþjónusta en hægt er að nota farsíma á EES svæðinu eins og heima án þess að greiða auka gjald fyrir.Vissu að um valdaframsal væri að ræða þegar samningurinn var gerður Spurningin um fullveldið og framsal þess hefur iðulega komið upp þegar EES mál eru rædd og nú nýlega þegar þriðji orkupakkinn var tekinn fyrir á Alþingi. „Í hverju felst fullveldið? Felst fullveldið í því að við deilum um það hvort við getum tengst þessari fagstofnun Evrópusambandsins eða ekki eða felst það í því að við höfum þennan rétt sem borgarar sem hefur orðið til við allt þetta samstarf?“ spyr Björn. „Er réttmætt að segja sem svo að ríkið í krafti síns fullveldis eigi að svifta okkur þessum rétti til að koma í veg fyrir að einhverjir sérfræðingar í Evrópu sem fjalla um sértæk mál fái meira eða minna vald, sem við getum endalaust deilt um?“ Þá segist hann sofa rólegur yfir fullveldinu þegar kemur að EES samningnum. Vitað hafi verið þegar samningurinn var gerður að um valdaframsal væri að ræða. „Þess vegna voru kallaðir til fjórir lögfræðingar til þess að gefa álit um það hvort þetta samrýmdist stjórnarskránni eða ekki,“ segir Björn. Lögfræðingarnir fjórir hafi allir gefið það álit að samningurinn samrýmdist stjórnarskránni og bendir Björn á að sautján álit lögfræðinga hafi síðan verið gefin út og allir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hvert það skref sem stigið hefur verið, hvort sem það hafi verið innan EES samningsins eða Schengen samstarfsins, hafi verið í samræmi við stjórnarskrá.Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Björn byrjar á mínútu 2:20. Utanríkismál Víglínan Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Í vikunni kom út yfirgripsmikil skýrsla um stöðu EES samningsins. Nefndin sem samdi skýrsluna, undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, var skipuð í ágúst í fyrra eftir að þrettán þingmenn óskuðu eftir því að utanríkisráðherra skilaði skýrslu um kosti og galla samningsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Björn Bjarnason var meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Samvinna í menntamálum, rannsóknum og vísindum hafa aukist [eftir samninginn] og menntamálastarfið hefur meðal annars leitt til þess að fjörutíu þúsund Íslendingar hafa fengið ERASMUS styrki. Kvikmyndastyrkir eru miklir og mennta- og menningarmálin skipta mjög miklu. Þetta er miklu víðtækara en við gerðum okkur líklega grein fyrir þegar við gerðum samninginn árið 1992.“ Björn nefndi einnig að með samningnum hafi íslenskir ríkisborgarar fengið aðgengi að evrópskri heilbrigðisþjónustu með framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins sem 150 þúsund Íslendingar hafi sótt um síðastliðin þrjú ár. Dæmi sé um ýmiskonar gæði sem Íslendingar njóti í Evrópu sem komi til vegna samningsins, til dæmis farsímaþjónusta en hægt er að nota farsíma á EES svæðinu eins og heima án þess að greiða auka gjald fyrir.Vissu að um valdaframsal væri að ræða þegar samningurinn var gerður Spurningin um fullveldið og framsal þess hefur iðulega komið upp þegar EES mál eru rædd og nú nýlega þegar þriðji orkupakkinn var tekinn fyrir á Alþingi. „Í hverju felst fullveldið? Felst fullveldið í því að við deilum um það hvort við getum tengst þessari fagstofnun Evrópusambandsins eða ekki eða felst það í því að við höfum þennan rétt sem borgarar sem hefur orðið til við allt þetta samstarf?“ spyr Björn. „Er réttmætt að segja sem svo að ríkið í krafti síns fullveldis eigi að svifta okkur þessum rétti til að koma í veg fyrir að einhverjir sérfræðingar í Evrópu sem fjalla um sértæk mál fái meira eða minna vald, sem við getum endalaust deilt um?“ Þá segist hann sofa rólegur yfir fullveldinu þegar kemur að EES samningnum. Vitað hafi verið þegar samningurinn var gerður að um valdaframsal væri að ræða. „Þess vegna voru kallaðir til fjórir lögfræðingar til þess að gefa álit um það hvort þetta samrýmdist stjórnarskránni eða ekki,“ segir Björn. Lögfræðingarnir fjórir hafi allir gefið það álit að samningurinn samrýmdist stjórnarskránni og bendir Björn á að sautján álit lögfræðinga hafi síðan verið gefin út og allir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hvert það skref sem stigið hefur verið, hvort sem það hafi verið innan EES samningsins eða Schengen samstarfsins, hafi verið í samræmi við stjórnarskrá.Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Björn byrjar á mínútu 2:20.
Utanríkismál Víglínan Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira