Fá að opna gröf Dillingers vegna „svikara“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 08:56 John Dillinger var skotinn til bana í Chicago árið 1934. Vísir/getty Ættingjar bandaríska glæpamannsins John Dillingers hafa fengið leyfi til að opna gröf hans í Indiana. Ættingjarnir halda því fram að svikari hafi verið jarðsettur á sínum tíma í stað Dillingers. Dillinger er einn alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna. Útsendarar Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) skutu hann til bana í Chicago árið 1934. Hann var síðar jarðaður í Crown Hill-kirkjugarðinum í Indianapolis, höfuðborg Indiana-ríkis. Ættingjar Dillingers, þar á meðal frændi hans Michael Thompson, telja að alríkislögreglan hafi myrt rangan mann. Þeir segjast getað sannað það með augnlit og fingraförum „svikarans“ sem hvílir nú í gröf Dillingers. FBI hafnar þessum fullyrðingum og segir þær samsæriskenningar. Í tísti FBI frá því í ágúst kemur auk þess fram að alríkislögreglan hafi yfirgripsmiklar sannanir fyrir því að maðurinn í gröf Dillingers sé Dillinger sjálfur.#DYK some think a stand-in was killed at the Biograph Theater instead of Dillinger?If it sounds like a conspiracy theory, that's because it is. A wealth of information supports Dillinger's demise including 3 sets of fingerprints, all positively matched.— FBI Chicago (@FBIChicago) August 1, 2019 Áætlað er að ráðist verði í uppgröft líkamsleifanna á gamlársdag, 31. desember næstkomandi. Kirkjugarðurinn hefur þó sett sig upp á móti ákvörðun stjórnvalda um að gefa út leyfið. Dillinger leiddi umfangsmikla glæpastarfsemi undir merkjum Dillinger-gengisins í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Hann flúði tvisvar úr fangelsi og var tíður gestur á síðum dagblaðanna. Kvikmyndin Public Enemies með Johnny Depp í hlutverki Dillingers tekur fjallar um síðustu æviár glæpaforingjans. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Ættingjar bandaríska glæpamannsins John Dillingers hafa fengið leyfi til að opna gröf hans í Indiana. Ættingjarnir halda því fram að svikari hafi verið jarðsettur á sínum tíma í stað Dillingers. Dillinger er einn alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna. Útsendarar Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) skutu hann til bana í Chicago árið 1934. Hann var síðar jarðaður í Crown Hill-kirkjugarðinum í Indianapolis, höfuðborg Indiana-ríkis. Ættingjar Dillingers, þar á meðal frændi hans Michael Thompson, telja að alríkislögreglan hafi myrt rangan mann. Þeir segjast getað sannað það með augnlit og fingraförum „svikarans“ sem hvílir nú í gröf Dillingers. FBI hafnar þessum fullyrðingum og segir þær samsæriskenningar. Í tísti FBI frá því í ágúst kemur auk þess fram að alríkislögreglan hafi yfirgripsmiklar sannanir fyrir því að maðurinn í gröf Dillingers sé Dillinger sjálfur.#DYK some think a stand-in was killed at the Biograph Theater instead of Dillinger?If it sounds like a conspiracy theory, that's because it is. A wealth of information supports Dillinger's demise including 3 sets of fingerprints, all positively matched.— FBI Chicago (@FBIChicago) August 1, 2019 Áætlað er að ráðist verði í uppgröft líkamsleifanna á gamlársdag, 31. desember næstkomandi. Kirkjugarðurinn hefur þó sett sig upp á móti ákvörðun stjórnvalda um að gefa út leyfið. Dillinger leiddi umfangsmikla glæpastarfsemi undir merkjum Dillinger-gengisins í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Hann flúði tvisvar úr fangelsi og var tíður gestur á síðum dagblaðanna. Kvikmyndin Public Enemies með Johnny Depp í hlutverki Dillingers tekur fjallar um síðustu æviár glæpaforingjans. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira