Löng bið eftir niðurstöðu í klukkumálinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2019 14:40 Skammdegið getur reynst mörgum erfitt yfir myrkustu mánuðina. Vísir/Getty Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir er síðan að hætt var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu. Umræða um að breyta klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og meðal annars verið lagðar fram þingsályktunartillögur um málið. Nokkur þungi færðist í umræðuna í desember í fyrra þegar samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar að gefa almenningi færi á að tjá sig um málið. Í janúar var svo birt greinagerð í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í henni var skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Mikill fjöldi þeirra umsagna sem bárust voru á þá leið að seinka ætti klukkunni en um sextán hundruð umsagnir bárust um málið áður en hætt var að taka við þeim í byrjun mars. Nú þegar nærri sjö mánuðir eru síðan að tekið var við síðustu umsögnum frá almenningi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um það hvort stjórnvöld ætli að leggja til einhverja breytingu á klukkunni eða ekki. Við fyrirspurn sem send var forsætisráðuneytinu vegna málsins fengust þau svör að málið væri í skoðun hjá bæði forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu og niðurstöður verði birtar þegar þær liggja fyrir. Hvenær að það verður er alls kostar óvíst. Á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að klukkunni verði seinka er Hið íslenska svefnrannsóknarfélag. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þar á bæ finnist fólki biðin eftir niðurstöðu í málinu orðin ansi löng. „Við teljum að þetta sé stórt lýðheilsumál og skipti máli fyrir svefnvenjur Íslendinga þannig að við viljum fara að sjá einhverja niðurstöðu í þessu,“ segir Erla. Hún bendir á að mjög margar umsagnir hafi borist í samráðsgáttina. „Ég myndi vilja fara að sjá einhverjar aðgerðir. Það er löngu búið að skila inn ummælum og sérfræðingar hafa gefið sitt álit þannig að mér finnst kominn tími til að taka einhverjar ákvarðanir,“ segir Erla. Klukkan á Íslandi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir er síðan að hætt var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu. Umræða um að breyta klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og meðal annars verið lagðar fram þingsályktunartillögur um málið. Nokkur þungi færðist í umræðuna í desember í fyrra þegar samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar að gefa almenningi færi á að tjá sig um málið. Í janúar var svo birt greinagerð í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í henni var skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Mikill fjöldi þeirra umsagna sem bárust voru á þá leið að seinka ætti klukkunni en um sextán hundruð umsagnir bárust um málið áður en hætt var að taka við þeim í byrjun mars. Nú þegar nærri sjö mánuðir eru síðan að tekið var við síðustu umsögnum frá almenningi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um það hvort stjórnvöld ætli að leggja til einhverja breytingu á klukkunni eða ekki. Við fyrirspurn sem send var forsætisráðuneytinu vegna málsins fengust þau svör að málið væri í skoðun hjá bæði forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu og niðurstöður verði birtar þegar þær liggja fyrir. Hvenær að það verður er alls kostar óvíst. Á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að klukkunni verði seinka er Hið íslenska svefnrannsóknarfélag. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þar á bæ finnist fólki biðin eftir niðurstöðu í málinu orðin ansi löng. „Við teljum að þetta sé stórt lýðheilsumál og skipti máli fyrir svefnvenjur Íslendinga þannig að við viljum fara að sjá einhverja niðurstöðu í þessu,“ segir Erla. Hún bendir á að mjög margar umsagnir hafi borist í samráðsgáttina. „Ég myndi vilja fara að sjá einhverjar aðgerðir. Það er löngu búið að skila inn ummælum og sérfræðingar hafa gefið sitt álit þannig að mér finnst kominn tími til að taka einhverjar ákvarðanir,“ segir Erla.
Klukkan á Íslandi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira