Nýsköpun ekki lúxus heldur lífsnauðsynleg Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. október 2019 08:15 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir nauðsynlegt að regluverk á Íslandi sé skilvirkt þegar kemur að nýsköpun. Vísir/vilhelm Íslenskt regluverk mun árið 2030 ýta undir samkeppnishæfni og nýsköpun. Mun stjórnsýslan vera tilbúin til að innleiða allar tækninýjungar hratt og eiga eftirlitsstofnanir að starfa á skilvirkan hátt. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær þar sem kynnt var fyrsta Nýsköpunarstefna Íslands. Um er að ræða vinnu stýrihóps undir forystu Guðmundar Hafsteinssonar, frumkvöðuls og fyrrverandi yfirmanns vöruþróunar á Google Assistant. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá öllum flokkum á Alþingi, ásamt fulltrúum atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að stefnunni sé ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir með því að byggja upp grundvöll fyrir stöðuga nýsköpun. „Nýsköpun er auðvitað ekki bara grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga,“ segir Þórdís Kolbrún. „Nýsköpun er ekki lúxus eða viðbót við hefðbundinn atvinnurekstur eða eitthvað sem er notalegt að hafa, heldur er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins okkur lífsnauðsynleg,“ bætir hún við. Markmiðið er háleitt, að árið 2030 verði nýsköpun inngróin í menningu og efnahagslíf íslensks samfélags, að hér á landi sé grundvöllur fyrir rekstri alþjóðlega samkeppnishæfra fyrirtækja og að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að sjálfbærri þróun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að í samfélagi okkar séu ekki viðbótarhindranir og að allt viðmót gagnvart hinu opinbera sé í lagi,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þetta snýst líka um lítil atriði eins og að vera með þær upplýsingar sem þurfa að vera á ensku á ensku. Að við séum með þannig viðmót að við séum raunverulega opin fyrir umheiminum þegar kemur að viðskiptum og öflugu erlendu fólki sem vill koma hingað og stofna fyrirtæki, starfa hjá einhverju fyrirtæki og svo framvegis,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir einnig mikilvægt að lög og reglugerðir séu í samræmi við önnur ríki og að auðvelt sé að eiga í viðskiptum við Ísland. Hún leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að íslenskt regluverk sé skilvirkt. „Það munu koma fram fullmótaðar tillögur að ýmsum skattalegum atriðum, lögum og reglugerðum sem gera það að verkum að hindrunum til þess að stunda viðskipti og stofna fyrirtæki hér fækki,“ segir hún Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Íslenskt regluverk mun árið 2030 ýta undir samkeppnishæfni og nýsköpun. Mun stjórnsýslan vera tilbúin til að innleiða allar tækninýjungar hratt og eiga eftirlitsstofnanir að starfa á skilvirkan hátt. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær þar sem kynnt var fyrsta Nýsköpunarstefna Íslands. Um er að ræða vinnu stýrihóps undir forystu Guðmundar Hafsteinssonar, frumkvöðuls og fyrrverandi yfirmanns vöruþróunar á Google Assistant. Í hópnum voru einnig fulltrúar frá öllum flokkum á Alþingi, ásamt fulltrúum atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að stefnunni sé ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir með því að byggja upp grundvöll fyrir stöðuga nýsköpun. „Nýsköpun er auðvitað ekki bara grundvöllur efnahagslegrar velgengni heldur líka lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga,“ segir Þórdís Kolbrún. „Nýsköpun er ekki lúxus eða viðbót við hefðbundinn atvinnurekstur eða eitthvað sem er notalegt að hafa, heldur er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins okkur lífsnauðsynleg,“ bætir hún við. Markmiðið er háleitt, að árið 2030 verði nýsköpun inngróin í menningu og efnahagslíf íslensks samfélags, að hér á landi sé grundvöllur fyrir rekstri alþjóðlega samkeppnishæfra fyrirtækja og að Ísland sé fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að sjálfbærri þróun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mikilvægt að í samfélagi okkar séu ekki viðbótarhindranir og að allt viðmót gagnvart hinu opinbera sé í lagi,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þetta snýst líka um lítil atriði eins og að vera með þær upplýsingar sem þurfa að vera á ensku á ensku. Að við séum með þannig viðmót að við séum raunverulega opin fyrir umheiminum þegar kemur að viðskiptum og öflugu erlendu fólki sem vill koma hingað og stofna fyrirtæki, starfa hjá einhverju fyrirtæki og svo framvegis,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir einnig mikilvægt að lög og reglugerðir séu í samræmi við önnur ríki og að auðvelt sé að eiga í viðskiptum við Ísland. Hún leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að íslenskt regluverk sé skilvirkt. „Það munu koma fram fullmótaðar tillögur að ýmsum skattalegum atriðum, lögum og reglugerðum sem gera það að verkum að hindrunum til þess að stunda viðskipti og stofna fyrirtæki hér fækki,“ segir hún
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira