Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2019 08:39 Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. AP Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum óperunnar. Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakanna fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í yfirlýsingu frá söngvaranum segir að nýlegar ásakanir sem á hann hafa verið bornar hafi skapað andrúmsloft þar sem hann geti ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið sem hann elski svo sem skyldi. „Á meðan ég mun halda áfram að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég ákveðið að það það þjóni hagsmunum Los Angeles óperunnar best að ég segi af mér sem framkvæmdastjóri og hætti við þátttöku í framtíðaruppsetningum.“Hættir við þátttöku í uppsetningum Í tilkynningu frá óperunni er Domingo þakkað fyrir sín störf en hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá 2003. Til stóð stóð til að hann myndi koma fram í uppsetningu á Roberto Devereux sem átti að frumsýna í febrúar á næsta ári. Greint var frá því í síðasta mánuði að Domingo myndi ekki koma fram í uppsetningu Metropolitan óperunnar í New York á Macbeth. Sagði þá að hann myndi ekki koma framar fram á sviði Metropolitan eftir að hafa komið þar fram á hverju sýningarári síðustu fimm áratugina.Litið framhjá hegðun söngvarans AP fréttastofan greindi frá ásökununum í ágúst síðastliðinn en að minnsta kosti átta konur hafa staðhæft að Domingo hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Sögðu þær að hegðun söngvarans hafi verið alkunna innan óperuheimsins en flestir hafi kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Domingo sagði þá að sumar ásakanirnar væru allt að þrjátíu ára gamlar, margar ónákvæmar. Engu að síður sagði hann að honum þætti miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans hafi upplifað framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Bandaríkin Menning MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum óperunnar. Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakanna fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í yfirlýsingu frá söngvaranum segir að nýlegar ásakanir sem á hann hafa verið bornar hafi skapað andrúmsloft þar sem hann geti ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið sem hann elski svo sem skyldi. „Á meðan ég mun halda áfram að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég ákveðið að það það þjóni hagsmunum Los Angeles óperunnar best að ég segi af mér sem framkvæmdastjóri og hætti við þátttöku í framtíðaruppsetningum.“Hættir við þátttöku í uppsetningum Í tilkynningu frá óperunni er Domingo þakkað fyrir sín störf en hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá 2003. Til stóð stóð til að hann myndi koma fram í uppsetningu á Roberto Devereux sem átti að frumsýna í febrúar á næsta ári. Greint var frá því í síðasta mánuði að Domingo myndi ekki koma fram í uppsetningu Metropolitan óperunnar í New York á Macbeth. Sagði þá að hann myndi ekki koma framar fram á sviði Metropolitan eftir að hafa komið þar fram á hverju sýningarári síðustu fimm áratugina.Litið framhjá hegðun söngvarans AP fréttastofan greindi frá ásökununum í ágúst síðastliðinn en að minnsta kosti átta konur hafa staðhæft að Domingo hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Sögðu þær að hegðun söngvarans hafi verið alkunna innan óperuheimsins en flestir hafi kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Domingo sagði þá að sumar ásakanirnar væru allt að þrjátíu ára gamlar, margar ónákvæmar. Engu að síður sagði hann að honum þætti miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans hafi upplifað framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt.
Bandaríkin Menning MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20