Tillaga um kvennakvóta í stað kynjakvóta samþykkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 19. október 2019 17:45 Sigrún Skaftadóttir (t.v.) og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson (t.h) leggja fram tillögu um breytingu á reglum um aðferðir við val á framboðslista Samfylkingarinnar. vísir Ein breytingatillaga var lögð fram á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar en hún beinist að Skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista. Flutningsmenn tillögunnar voru Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, fyrrverandi formaður Ungra Jafnaðarmanna, og Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi formaður Ungra Jafnaðarmanna en fjórir ungir jafnaðarmenn til viðbótar eru meðflutningsmenn að tillögunni. Tillagan var samþykkt á fundinum rétt í þessu. „Þetta var samþykkt með miklum yfirburðum,“ sagði Þórarinn Snorri í samtali við Vísi eftir að tillagan var samþykkt. „Ég er náttúrulega mjög kátur með þetta, við höldum áfram að vera í forystu sem feminískur flokkur.“ Breytingin sem lögð er fram er gerð á grein 5.5 í Skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista flokksins en þau snúast að aðferðum við val á framboðslista innan flokksins. Í núverandi grein kemur fram að „jafnræði kynjanna skal tryggt í efstu sætum framboðslista,“ og á það bæði við para- og fléttulista. Þá er einnig tekið fram að „þegar efstu sætum sleppir skal hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast á listanum öllum.“ Í breytingatillögunni er hins vegar lagt til að „hlutfall kvenna skuli tryggt í efstu sætum framboðslista,“ og að „kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annað hvort sæti 1 eða ,“ á paralista og á fléttulista skuli aldrei vera meira en eitt sæti á milli kvenframbjóðenda á framboðslista.“ Þá skuli hlutfall kvenna í efstu sætum vera tryggt á listanum.Hér má sjá gildandi reglugerð um kynjakvóta á framboðslistum hjá Samfylkingunni. Breytingatillögurnar eru letraðar með rauðu letri.skjáskotÞess má geta að í lögum Ungra jafnaðarmanna er aðeins getið til um hlutfall kvenna á einum stað og á einum stað nefnt að formaður og varaformaður skuli ekki vera af sama kyni. Þá var samþykkt breytingatillaga á lögum flokksins á landsfundi 2018 sem Þórarinn sem snerist um að kynjakvótaákvæðum sem finna mátti í lögum flokksins yrði breytt. „Þetta er gert til þess að kynjakvótar hætti að vernda hlutfall karla sérstaklega. Þetta er ákveðin einföldun, þetta eru minna íþyngjandi kynjakvótareglur þegar sætum er bara hliðrað til að lyfta einu kyni í stað tveggja eins og er í núgildandi reglum,“ segir Þórarinn Snorri í samtali við fréttastofu.Breytingarnar myndu opna dyrnar fyrir kynsegin fólki Hann telur að setning kynjakvóta í upphafi flokksins hafi fyrst og fremst verið að lyfta konum. Kvennalistinn, sem var einn stofnflokka Samfylkingarinnar, hafi komið með femíníska taug inn í flokkinn sem ætíð hefur verið sterk. „Við höfum lent í því síðustu misseri að kynjakvótarnir voru farnir að lyfta körlum. Það tel ég vera farið að snúast í andstöðu við upphaflegan tilgang kynjakvótanna eða eins og þeir voru væntanlega hugsaðir á sínum tíma.“ Hann veltir því fyrir sér hvort sé mikilvægara framlag Samfylkingarinnar til jafnréttis kynjanna í íslenskri pólitík, að tryggja að karlar séu alltaf að minnsta kosti í öðru hvoru sæti eða ofarlega á lista eða hvort það sé heldur það að Samfylkingin verði leiðandi flokkur í að koma á jafnrétti í íslenskri pólitík. „Verður það kannski Samfylkingin sem stuðlar að því að konur verði í fyrsta sinn í helmingur Alþingismanna, sem þær hafa aldrei verið?“ Þá segir Snorri breytingatillöguna ekki aðeins lyfta konum heldur opni breytingin framboðslista fyrir kynsegin einstaklingum, fólki sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunnar. Áður hafi reglur sagt að á listum skyldi einstaklingur af sama kyni og sá sem í fyrsta sæti var vera settur í 3. sæti, 5. sæti o.s.frv. en í 2., 4., 6. o.s.frv. ættu einstaklingar af „hinu kyninu“ að vera. Það hafi beinlínis útilokað kynsegin einstaklinga frá framboðslistum þar sem kynsegin hefði þurft að vera annað af þessum tveimur kynjum og kynsegin einstaklingar hefðu þurft að sitja í öðru hverju framboðssæti. „Þetta er ein af meginástæðunum fyrir því að við leggjum fram þessa breytingu, í fyrsta lagi til að huga að hlutfalli kvenna en líka til að opna fyrir kynsegin einstaklinga. Þótt að það sé ekki minnst á þá, það er bara sagt að það skuli tryggja rétt kvenna, þá opnar það fyrir það að hin sætin, sem ekki yrðu lengur tryggð körlum, yrðu þá opin,“ segir Þórarinn. Þá telur Þórarinn ekki tímabært að afnema kynjakvóta. „Það mun vera hluti af umræðunum hérna í dag hvort við eigum ekki að ganga lengra, en þessi tillaga mín snýst um, og afnema kynjakvóta, hvort flokkurinn sé ekki kominn nógu langt. Tími kynjakvótanna er ekki liðinn, því miður.“ Jafnréttismál Samfylkingin Tengdar fréttir Segir tíma til kominn að félagshyggjuflokkar hætti að lauma sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. 19. október 2019 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Ein breytingatillaga var lögð fram á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar en hún beinist að Skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista. Flutningsmenn tillögunnar voru Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, fyrrverandi formaður Ungra Jafnaðarmanna, og Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi formaður Ungra Jafnaðarmanna en fjórir ungir jafnaðarmenn til viðbótar eru meðflutningsmenn að tillögunni. Tillagan var samþykkt á fundinum rétt í þessu. „Þetta var samþykkt með miklum yfirburðum,“ sagði Þórarinn Snorri í samtali við Vísi eftir að tillagan var samþykkt. „Ég er náttúrulega mjög kátur með þetta, við höldum áfram að vera í forystu sem feminískur flokkur.“ Breytingin sem lögð er fram er gerð á grein 5.5 í Skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista flokksins en þau snúast að aðferðum við val á framboðslista innan flokksins. Í núverandi grein kemur fram að „jafnræði kynjanna skal tryggt í efstu sætum framboðslista,“ og á það bæði við para- og fléttulista. Þá er einnig tekið fram að „þegar efstu sætum sleppir skal hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast á listanum öllum.“ Í breytingatillögunni er hins vegar lagt til að „hlutfall kvenna skuli tryggt í efstu sætum framboðslista,“ og að „kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annað hvort sæti 1 eða ,“ á paralista og á fléttulista skuli aldrei vera meira en eitt sæti á milli kvenframbjóðenda á framboðslista.“ Þá skuli hlutfall kvenna í efstu sætum vera tryggt á listanum.Hér má sjá gildandi reglugerð um kynjakvóta á framboðslistum hjá Samfylkingunni. Breytingatillögurnar eru letraðar með rauðu letri.skjáskotÞess má geta að í lögum Ungra jafnaðarmanna er aðeins getið til um hlutfall kvenna á einum stað og á einum stað nefnt að formaður og varaformaður skuli ekki vera af sama kyni. Þá var samþykkt breytingatillaga á lögum flokksins á landsfundi 2018 sem Þórarinn sem snerist um að kynjakvótaákvæðum sem finna mátti í lögum flokksins yrði breytt. „Þetta er gert til þess að kynjakvótar hætti að vernda hlutfall karla sérstaklega. Þetta er ákveðin einföldun, þetta eru minna íþyngjandi kynjakvótareglur þegar sætum er bara hliðrað til að lyfta einu kyni í stað tveggja eins og er í núgildandi reglum,“ segir Þórarinn Snorri í samtali við fréttastofu.Breytingarnar myndu opna dyrnar fyrir kynsegin fólki Hann telur að setning kynjakvóta í upphafi flokksins hafi fyrst og fremst verið að lyfta konum. Kvennalistinn, sem var einn stofnflokka Samfylkingarinnar, hafi komið með femíníska taug inn í flokkinn sem ætíð hefur verið sterk. „Við höfum lent í því síðustu misseri að kynjakvótarnir voru farnir að lyfta körlum. Það tel ég vera farið að snúast í andstöðu við upphaflegan tilgang kynjakvótanna eða eins og þeir voru væntanlega hugsaðir á sínum tíma.“ Hann veltir því fyrir sér hvort sé mikilvægara framlag Samfylkingarinnar til jafnréttis kynjanna í íslenskri pólitík, að tryggja að karlar séu alltaf að minnsta kosti í öðru hvoru sæti eða ofarlega á lista eða hvort það sé heldur það að Samfylkingin verði leiðandi flokkur í að koma á jafnrétti í íslenskri pólitík. „Verður það kannski Samfylkingin sem stuðlar að því að konur verði í fyrsta sinn í helmingur Alþingismanna, sem þær hafa aldrei verið?“ Þá segir Snorri breytingatillöguna ekki aðeins lyfta konum heldur opni breytingin framboðslista fyrir kynsegin einstaklingum, fólki sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunnar. Áður hafi reglur sagt að á listum skyldi einstaklingur af sama kyni og sá sem í fyrsta sæti var vera settur í 3. sæti, 5. sæti o.s.frv. en í 2., 4., 6. o.s.frv. ættu einstaklingar af „hinu kyninu“ að vera. Það hafi beinlínis útilokað kynsegin einstaklinga frá framboðslistum þar sem kynsegin hefði þurft að vera annað af þessum tveimur kynjum og kynsegin einstaklingar hefðu þurft að sitja í öðru hverju framboðssæti. „Þetta er ein af meginástæðunum fyrir því að við leggjum fram þessa breytingu, í fyrsta lagi til að huga að hlutfalli kvenna en líka til að opna fyrir kynsegin einstaklinga. Þótt að það sé ekki minnst á þá, það er bara sagt að það skuli tryggja rétt kvenna, þá opnar það fyrir það að hin sætin, sem ekki yrðu lengur tryggð körlum, yrðu þá opin,“ segir Þórarinn. Þá telur Þórarinn ekki tímabært að afnema kynjakvóta. „Það mun vera hluti af umræðunum hérna í dag hvort við eigum ekki að ganga lengra, en þessi tillaga mín snýst um, og afnema kynjakvóta, hvort flokkurinn sé ekki kominn nógu langt. Tími kynjakvótanna er ekki liðinn, því miður.“
Jafnréttismál Samfylkingin Tengdar fréttir Segir tíma til kominn að félagshyggjuflokkar hætti að lauma sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. 19. október 2019 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Segir tíma til kominn að félagshyggjuflokkar hætti að lauma sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. 19. október 2019 11:45