Áfellisdómur yfir stjórnvöldum: Ísland á gráum lista Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. október 2019 18:20 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Íslensk stjórnvöld mótmæltu því að vera sett á listann á fundi aðildarríkja FAFT í vikunni. FAFT eða Financial Action Task Force er aðgerðahópur ríkja gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hópurinn gefur jafnframt út svartan lista sem er öllu verri en sá grái sem Ísland er nú á en á gráa listanum eru ríki sem eru samvinnufús og aðgerðaráætlanir í farvegi. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þetta getur valdið mjög miklu tjóni og ég hef áhyggjur af því að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarlegt. Bæði fyrir íslensk fjármálafyrirtæki en ekki síður fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, eru í viðvarandi viðskiptasambandi ytra og þetta getur bara skaðað okkar hagsmuni verulega,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Maður bindur auðvitað vonir við það að þetta hafi ekki mikil áhrif þar sem skilaboðin frá FATF eru skýr að við erum að vinna að þessum atriðum sem að út af standa. Stjórnvöld og erlendir sérfræðingar hafa síðan reynt að leggja mat á hvaða áhrif þetta getur haft á stöðugleika og fyrirtæki og það mat virðist vera að það þurfi ekki að hafa mikil áhrif og við bindum vonir við að svo sé,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Ísland sé komið á listann þar en mikið hafi þegar verið gert til að bæta úr þessum málum. „Við höfum unnið verulega hart síðan að allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag og það eru auðvitað þannig að við viljum hafa þetta í lagi. En athugasemdir sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna. Vera Íslands á gráa listanum verður rædd á nefndafundum Alþingis eftir helgi. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Íslensk stjórnvöld mótmæltu því að vera sett á listann á fundi aðildarríkja FAFT í vikunni. FAFT eða Financial Action Task Force er aðgerðahópur ríkja gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hópurinn gefur jafnframt út svartan lista sem er öllu verri en sá grái sem Ísland er nú á en á gráa listanum eru ríki sem eru samvinnufús og aðgerðaráætlanir í farvegi. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þetta getur valdið mjög miklu tjóni og ég hef áhyggjur af því að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarlegt. Bæði fyrir íslensk fjármálafyrirtæki en ekki síður fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, eru í viðvarandi viðskiptasambandi ytra og þetta getur bara skaðað okkar hagsmuni verulega,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Maður bindur auðvitað vonir við það að þetta hafi ekki mikil áhrif þar sem skilaboðin frá FATF eru skýr að við erum að vinna að þessum atriðum sem að út af standa. Stjórnvöld og erlendir sérfræðingar hafa síðan reynt að leggja mat á hvaða áhrif þetta getur haft á stöðugleika og fyrirtæki og það mat virðist vera að það þurfi ekki að hafa mikil áhrif og við bindum vonir við að svo sé,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Ísland sé komið á listann þar en mikið hafi þegar verið gert til að bæta úr þessum málum. „Við höfum unnið verulega hart síðan að allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag og það eru auðvitað þannig að við viljum hafa þetta í lagi. En athugasemdir sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna. Vera Íslands á gráa listanum verður rædd á nefndafundum Alþingis eftir helgi.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira