Sá Meghan lekann fyrir? Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 08:18 Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, höfðar nú mál gegn götublaðinu Mail on Sunday. Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, stendur sjálfur í málaferlum gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Vísir/getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. Þetta er talið benda til þess að Meghan hafi mögulega séð lekann fyrir. Breska dagblaðið Guardian hefur þetta upp úr gögnum máls sem hertogaynjan höfðar nú gegn götublaðinu Mail on Sunday, sem birti bréfið. Hún sakar blaðið um brot á höfundarréttarlögum og brot gegn friðhelgi einkalífs hennar. Lögmenn Meghan halda því m.a. fram að blaðið hafi aðeins birt valda hluta úr bréfinu og þannig tekið efni þess úr samhengi. Þannig hafi það ekki birt efnisgreinar þar sem hún gagnrýndi bresku götublöðin harðlega, auk athugasemda þar sem hún lýsti einlægum áhyggjum af heilsu og velferð föður síns. Sjá einnig: Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Þá hafi blaðið ekki leitað viðbragða hjá Meghan eða fulltrúa konungsfjölskyldunnar áður en bréfið var birt, og ekki látið hana vita af birtingu þess yfir höfuð. Meghan skrifaði bréfið í ágúst 2018. Í því grátbiður hún föður sinn um að hætta að ræða einkamál hennar við blaðamenn og kvað hann hafa brotið hjarta sitt í „milljón bita“ með því að veita ítrekuð viðtöl um samband hennar við Harry Bretaprins, sem nú er eiginmaður hennar. Faðir Markle tjáði sig um málið í forsíðuviðtali við Mail on Sunday í byrjun þessa mánaðar. Þar kvaðst hann hafa verið „miður sín“ þegar hann heyrði af því að tilvist bréfsins hefði kvisast út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi þess eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Harry Bretaprins höfðar nú sjálfur mál gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Hann heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. Þetta er talið benda til þess að Meghan hafi mögulega séð lekann fyrir. Breska dagblaðið Guardian hefur þetta upp úr gögnum máls sem hertogaynjan höfðar nú gegn götublaðinu Mail on Sunday, sem birti bréfið. Hún sakar blaðið um brot á höfundarréttarlögum og brot gegn friðhelgi einkalífs hennar. Lögmenn Meghan halda því m.a. fram að blaðið hafi aðeins birt valda hluta úr bréfinu og þannig tekið efni þess úr samhengi. Þannig hafi það ekki birt efnisgreinar þar sem hún gagnrýndi bresku götublöðin harðlega, auk athugasemda þar sem hún lýsti einlægum áhyggjum af heilsu og velferð föður síns. Sjá einnig: Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Þá hafi blaðið ekki leitað viðbragða hjá Meghan eða fulltrúa konungsfjölskyldunnar áður en bréfið var birt, og ekki látið hana vita af birtingu þess yfir höfuð. Meghan skrifaði bréfið í ágúst 2018. Í því grátbiður hún föður sinn um að hætta að ræða einkamál hennar við blaðamenn og kvað hann hafa brotið hjarta sitt í „milljón bita“ með því að veita ítrekuð viðtöl um samband hennar við Harry Bretaprins, sem nú er eiginmaður hennar. Faðir Markle tjáði sig um málið í forsíðuviðtali við Mail on Sunday í byrjun þessa mánaðar. Þar kvaðst hann hafa verið „miður sín“ þegar hann heyrði af því að tilvist bréfsins hefði kvisast út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi þess eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Harry Bretaprins höfðar nú sjálfur mál gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Hann heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11
Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. 6. október 2019 10:11
Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57