Leggur til að Reykjavíkurborg búi til vettvang þar sem fólk geti gefið húsgögn til þeirra sem þurfa Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 23:45 Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu í morgun þar sem lagt var til að koma upp vettvangi á forræði borgarinnar þar sem fólk gæti skilað af sér húsgögnum og aðrir gætu fengið án endurgjalds. Hún telur hugmyndina auðvelda í framkvæmd og geta hjálpað mörgum sem ekki hafa efni á húsgagnakaupum almennt. „Þetta þarf að vera kannski einhverskonar skemma eða aðstaða fyrir lager þar sem allir þeir sem vilja og þurfa, hvort sem fólk er að flytja eða losa sig við húsbúnað og húsgögn, geti komið með það og síðan er það bara opið fyrir þá sem vantar að koma að sækja sér það sem það vill og þarf,“ segir Kolbrún um hugmyndina í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir þörf vera til staðar fyrir slíkan vettvang og það gefi augaleið að slík framkvæmd yrði ekki umsvifamikil. Það þurfi eingöngu að koma upp aðstöðunni og manna stöður til þess að halda starfseminni uppi, hvort sem það væri með því að ráða umsjónarmann eða fá sjálfboðaliða í verkið. Fólk gæti komið með húsgögn sem ekki væru lengur í notkun en aðrir gætu notið góðs af. „Það er bara þannig að fólk sumt hvert hefur ekki einu sinni peninga til þess að kaupa í Góða hirðinum og nú erum við kannski að tala um að það vanti sófasett og þessa stóru hluti, það munar um hvern þúsundkall hjá fólki sem er með kannski 300 þúsund á mánuði og þarf að borga 250 þúsund í leigu eða eitthvað – nú er ég að taka raunverulegt dæmi, leigan er bara það mikil að það tekur bara megnið af peningum sumra og þá er ekkert eftir."Kolbrún segir marga ekki eiga efni á því að versla í Góða hirðinum. Þegar fólk sé með um 300 þúsund í mánaðarlaun þar sem meirihluti fer í leigu skipti hver þúsundkall máli.FacebookHún segir vera dæmi um að fólk vilji losa sig við húsgögn í góðu standi til einhvers sem hefur not fyrir þau og leitist ekki eftir endurgjaldi fyrir. Það minnsta sem borgin geti gert er að skapa vettvang fyrir slíkt og sjá um utanumhald svo framkvæmdin gengi vel fyrir sig. „Þetta er hugsað til þess að aðrir geti komið og fengið það sem þau þurfa til þess að nýta það.“ Kolbrún segist vongóð um að tillagan fái brautargengi miðað við viðtökur dagsins. Það eigi ekki að vera mikið mál að finna húsnæði í eigu borgarinnar sem gæti hýst slíka starfsemi og bindur vonir við að borgin láti á þetta reyna. „Ég held að þetta sé nú alveg í þágu bara mjög margra að vilja gera eitthvað svona, en ég hef ekki áhyggjur af því að það sé ekki hægt að finna einhverja skemmu eða eitthvað lagerhúsnæði sem ekki er í notkun og borgin á og prófa þetta. Ég hef ekki áhyggjur af því ef vilji er fyrir hendi á annað borð að taka vel í þetta.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu í morgun þar sem lagt var til að koma upp vettvangi á forræði borgarinnar þar sem fólk gæti skilað af sér húsgögnum og aðrir gætu fengið án endurgjalds. Hún telur hugmyndina auðvelda í framkvæmd og geta hjálpað mörgum sem ekki hafa efni á húsgagnakaupum almennt. „Þetta þarf að vera kannski einhverskonar skemma eða aðstaða fyrir lager þar sem allir þeir sem vilja og þurfa, hvort sem fólk er að flytja eða losa sig við húsbúnað og húsgögn, geti komið með það og síðan er það bara opið fyrir þá sem vantar að koma að sækja sér það sem það vill og þarf,“ segir Kolbrún um hugmyndina í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir þörf vera til staðar fyrir slíkan vettvang og það gefi augaleið að slík framkvæmd yrði ekki umsvifamikil. Það þurfi eingöngu að koma upp aðstöðunni og manna stöður til þess að halda starfseminni uppi, hvort sem það væri með því að ráða umsjónarmann eða fá sjálfboðaliða í verkið. Fólk gæti komið með húsgögn sem ekki væru lengur í notkun en aðrir gætu notið góðs af. „Það er bara þannig að fólk sumt hvert hefur ekki einu sinni peninga til þess að kaupa í Góða hirðinum og nú erum við kannski að tala um að það vanti sófasett og þessa stóru hluti, það munar um hvern þúsundkall hjá fólki sem er með kannski 300 þúsund á mánuði og þarf að borga 250 þúsund í leigu eða eitthvað – nú er ég að taka raunverulegt dæmi, leigan er bara það mikil að það tekur bara megnið af peningum sumra og þá er ekkert eftir."Kolbrún segir marga ekki eiga efni á því að versla í Góða hirðinum. Þegar fólk sé með um 300 þúsund í mánaðarlaun þar sem meirihluti fer í leigu skipti hver þúsundkall máli.FacebookHún segir vera dæmi um að fólk vilji losa sig við húsgögn í góðu standi til einhvers sem hefur not fyrir þau og leitist ekki eftir endurgjaldi fyrir. Það minnsta sem borgin geti gert er að skapa vettvang fyrir slíkt og sjá um utanumhald svo framkvæmdin gengi vel fyrir sig. „Þetta er hugsað til þess að aðrir geti komið og fengið það sem þau þurfa til þess að nýta það.“ Kolbrún segist vongóð um að tillagan fái brautargengi miðað við viðtökur dagsins. Það eigi ekki að vera mikið mál að finna húsnæði í eigu borgarinnar sem gæti hýst slíka starfsemi og bindur vonir við að borgin láti á þetta reyna. „Ég held að þetta sé nú alveg í þágu bara mjög margra að vilja gera eitthvað svona, en ég hef ekki áhyggjur af því að það sé ekki hægt að finna einhverja skemmu eða eitthvað lagerhúsnæði sem ekki er í notkun og borgin á og prófa þetta. Ég hef ekki áhyggjur af því ef vilji er fyrir hendi á annað borð að taka vel í þetta.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15