Demókratar tókust á um heilbrigðismál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. október 2019 18:45 Frambjóðendur í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar tókust á í kappræðum í nótt. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi eins og í fyrri kappræðum. Demókratar hafa skipt sér í tvær fylkingar í heilbrigðismálum. Frambjóðendur á borð við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vilja auka aðkomu ríkisins að sjúkratryggingum og gera öllum kleyft að tryggja sig hjá hinu opinbera. Öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, sem mælast með næst- og þriðja mest fylgi á eftir Biden, vilja hins vegar að sjúkratryggingar verði eingöngu á vegum hins opinbera. Biden skaut á Sanders og Warren fyrir hugmyndir sínar. Sagði að áætlanir þeirra myndu kosta Bandaríkin þrjátíu billjónir dala á tíu ára tímabili. Spurði hann því hvaðan peningarnir ættu að koma. Sanders sagðist aftur á móti þreyttur á því að sjá fólk koma kerfinu til varnar. „Þetta er bilað kerfi og grimmilegt. 87 milljónir eru án tryggingar, 30 þúsund deyja ár hvert og 500 þúsund verða gjaldþrota. Og hvers vegna? Vegna þess þau fengu krabbamein.“ Warren vék sér undan spurningum um hvort hennar stefna fæli í sér skattahækkanir. Sagðist þó lofa því að undirrita engin frumvörp sem myndu auka útgjöld millistéttarfjölskyldna. Sanders var einnig spurður um heilsu sína, eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrr í mánuðinum. „Við verðum í mikilli kosningabaráttu um allt land. Þannig mun ég fullvissa almenning um að ég er heill heilsu.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Frambjóðendur í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar tókust á í kappræðum í nótt. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi eins og í fyrri kappræðum. Demókratar hafa skipt sér í tvær fylkingar í heilbrigðismálum. Frambjóðendur á borð við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vilja auka aðkomu ríkisins að sjúkratryggingum og gera öllum kleyft að tryggja sig hjá hinu opinbera. Öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, sem mælast með næst- og þriðja mest fylgi á eftir Biden, vilja hins vegar að sjúkratryggingar verði eingöngu á vegum hins opinbera. Biden skaut á Sanders og Warren fyrir hugmyndir sínar. Sagði að áætlanir þeirra myndu kosta Bandaríkin þrjátíu billjónir dala á tíu ára tímabili. Spurði hann því hvaðan peningarnir ættu að koma. Sanders sagðist aftur á móti þreyttur á því að sjá fólk koma kerfinu til varnar. „Þetta er bilað kerfi og grimmilegt. 87 milljónir eru án tryggingar, 30 þúsund deyja ár hvert og 500 þúsund verða gjaldþrota. Og hvers vegna? Vegna þess þau fengu krabbamein.“ Warren vék sér undan spurningum um hvort hennar stefna fæli í sér skattahækkanir. Sagðist þó lofa því að undirrita engin frumvörp sem myndu auka útgjöld millistéttarfjölskyldna. Sanders var einnig spurður um heilsu sína, eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrr í mánuðinum. „Við verðum í mikilli kosningabaráttu um allt land. Þannig mun ég fullvissa almenning um að ég er heill heilsu.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira