Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. október 2019 06:30 Mevlut Cavusoglu segir Tyrki gera meira í flóttamannamálum en aðrir. Tyrkland er með hæstu útgjöld til mannúðarmála í heiminum og hýsir flesta flóttamenn á heimsvísu. Nordicphotos/Getty Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. „Tyrkland hóf aðgerðina til þess að tryggja þjóðaröryggi sitt með því að aflétta þeirri hættu sem stafaði af hryðjuverkamönnum með fram landamærasvæðum landsins. Aðgerð þessi mun frelsa Sýrlendinga sem þar búa úr ánauð hryðjuverkasamtaka og uppræta þá ógn sem vofir yfir friðhelgi yfirráðasvæðis Sýrlands og stjórnmálalegri heild landsins,“ segir Cavusoglu í greininni. Hafnar hann því alfarið að innrásinni sé beint gegn Kúrdum sem slíkum og einnig að hún dragi tennurnar úr baráttunni gegn ISIS. Segir hann ranga mynd hafa verið dregna upp af innrásinni. „Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um að komið verði upp öruggu svæði, þ.m.t. á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Við höfum hvatt Bandaríkin til að hætta að veita hermdarverkamönnum efnislegan stuðning. En bandaríska skrifstofuveldið í öryggismálum gat ekki komið sér til að losa sig við þann hóp sem þekktur er með skammstöfuninni P.Y.D./Y.P.G., þ.e. Lýðræðissambandsflokkur Kúrda/Verndarsveitir alþýðunnar.“ Líkt og Recep Erdogan forseti segir Cavusoglu að P.Y.D/Y.P.G. hafi tengsl við Verkamannaflokk Kúrda, sem skilgreindur er sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi, og smygli sprengiefnum undir landamærin í gegnum jarðgöng. Kúrdar, Arabar og kristnir verði betur settir þegar Tyrkjaher frelsi þá undan oki samtakanna. Þá segir Cavusoglu að Tyrkir veiti miklum fjölda flóttamanna athvarf, þar á meðal 300 þúsund Kúrdum. „Tyrkland er með hæstu útgjöld til mannúðarmála í heiminum og hýsir flesta flóttamenn á heimsvísu,“ segir hann. Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. 15. október 2019 16:49 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. „Tyrkland hóf aðgerðina til þess að tryggja þjóðaröryggi sitt með því að aflétta þeirri hættu sem stafaði af hryðjuverkamönnum með fram landamærasvæðum landsins. Aðgerð þessi mun frelsa Sýrlendinga sem þar búa úr ánauð hryðjuverkasamtaka og uppræta þá ógn sem vofir yfir friðhelgi yfirráðasvæðis Sýrlands og stjórnmálalegri heild landsins,“ segir Cavusoglu í greininni. Hafnar hann því alfarið að innrásinni sé beint gegn Kúrdum sem slíkum og einnig að hún dragi tennurnar úr baráttunni gegn ISIS. Segir hann ranga mynd hafa verið dregna upp af innrásinni. „Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um að komið verði upp öruggu svæði, þ.m.t. á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Við höfum hvatt Bandaríkin til að hætta að veita hermdarverkamönnum efnislegan stuðning. En bandaríska skrifstofuveldið í öryggismálum gat ekki komið sér til að losa sig við þann hóp sem þekktur er með skammstöfuninni P.Y.D./Y.P.G., þ.e. Lýðræðissambandsflokkur Kúrda/Verndarsveitir alþýðunnar.“ Líkt og Recep Erdogan forseti segir Cavusoglu að P.Y.D/Y.P.G. hafi tengsl við Verkamannaflokk Kúrda, sem skilgreindur er sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi, og smygli sprengiefnum undir landamærin í gegnum jarðgöng. Kúrdar, Arabar og kristnir verði betur settir þegar Tyrkjaher frelsi þá undan oki samtakanna. Þá segir Cavusoglu að Tyrkir veiti miklum fjölda flóttamanna athvarf, þar á meðal 300 þúsund Kúrdum. „Tyrkland er með hæstu útgjöld til mannúðarmála í heiminum og hýsir flesta flóttamenn á heimsvísu,“ segir hann.
Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. 15. október 2019 16:49 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45
Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27
Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. 15. október 2019 16:49