Vinstrið og öfgahægrið stærst á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. október 2019 07:00 Wlodzimierz Czarzasty, leiðtogi Vinstribandalagsins. Vísir/getty Niðurstöður pólsku þingkosninganna á Íslandi voru töluvert frábrugðnar heildarniðurstöðunni. Vinstrimenn og öfgahægrimenn fengu góða kosningu en stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti var Pólverjum á Íslandi síður að skapi. Lög og réttlæti varð í fjórða sæti, með rúm 17 prósent í kosningunni sem fór fram í pólska sendiráðinu við Þórunnartún í Reykjavík. Flokkurinn, sem er mjög íhaldssamur hægriflokkur og hefur verið við völd síðan 2015, bætti við sig tæpum 7 prósentum og hlaut um 44 prósent í þingkosningunum.Skjáskot/FréttablaðiðVinstribandalagið, sem þurrkaðist út af þingi árið 2015, vann einnig sigur og fékk meira en 12 prósent sem rímar vel við almenna kosningahegðun í Evrópu á undanförnu ári. Hér á Íslandi var Vinstribandalagið stærst allra flokka með meira en 27 prósent. Það sem kemur þó mest á óvart er velgengni Bandalags um frelsi og sjálfstæði, sem er bandalag smærri öfgahægriflokka sem sumir eiga rætur í nýnasisma. Flokkurinn fékk aðeins tæp 7 prósent í þingkosningunum en hér á Íslandi var hann næststærstur, með rúmlega fjórðung atkvæða. Borgaralega stefnan, hinn frjálslyndi miðjuflokkur sem á undanförnum árum hefur veitt Lögum og réttlæti mótspyrnu, tapaði fjórum prósentum í kosningunum og fylgið var mjög svipað hér á Íslandi. Pólska bandalagið, sem er íhaldssamur miðjuflokkur með sterk tengsl við bændastétt, fékk tæp 9 prósent í kosningunum og tæp 5 prósent hér. Birtist í Fréttablaðinu Pólland Tengdar fréttir Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. 13. október 2019 21:56 Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Niðurstöður pólsku þingkosninganna á Íslandi voru töluvert frábrugðnar heildarniðurstöðunni. Vinstrimenn og öfgahægrimenn fengu góða kosningu en stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti var Pólverjum á Íslandi síður að skapi. Lög og réttlæti varð í fjórða sæti, með rúm 17 prósent í kosningunni sem fór fram í pólska sendiráðinu við Þórunnartún í Reykjavík. Flokkurinn, sem er mjög íhaldssamur hægriflokkur og hefur verið við völd síðan 2015, bætti við sig tæpum 7 prósentum og hlaut um 44 prósent í þingkosningunum.Skjáskot/FréttablaðiðVinstribandalagið, sem þurrkaðist út af þingi árið 2015, vann einnig sigur og fékk meira en 12 prósent sem rímar vel við almenna kosningahegðun í Evrópu á undanförnu ári. Hér á Íslandi var Vinstribandalagið stærst allra flokka með meira en 27 prósent. Það sem kemur þó mest á óvart er velgengni Bandalags um frelsi og sjálfstæði, sem er bandalag smærri öfgahægriflokka sem sumir eiga rætur í nýnasisma. Flokkurinn fékk aðeins tæp 7 prósent í þingkosningunum en hér á Íslandi var hann næststærstur, með rúmlega fjórðung atkvæða. Borgaralega stefnan, hinn frjálslyndi miðjuflokkur sem á undanförnum árum hefur veitt Lögum og réttlæti mótspyrnu, tapaði fjórum prósentum í kosningunum og fylgið var mjög svipað hér á Íslandi. Pólska bandalagið, sem er íhaldssamur miðjuflokkur með sterk tengsl við bændastétt, fékk tæp 9 prósent í kosningunum og tæp 5 prósent hér.
Birtist í Fréttablaðinu Pólland Tengdar fréttir Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. 13. október 2019 21:56 Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. 13. október 2019 21:56
Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35