Fellibylurinn í Japan: Undarlegt að upplifa Tókýó nær mannslausa á meðan óveðrið gekk yfir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. október 2019 19:00 Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans. Íslensk kona sem býr í Tókýó segir það hafa verið sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg nær tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins. Yfirvöld í Japan meta enn eyðilegginguna sem urðu af völdum fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Björgunarsveitir leita enn á svæðum sem urðu verst úti að eftirlifendum hamfaranna. Að minnsta kosti fimmtíu og sex létust og á annan tug er enn saknað.Asra Rán Björt Zawarty Samper býr í Tókýó og stundar þar nám.Vísir/Stöð 2Einkennilegt að sjá Tókýó nær mannlausa Íslensk kona, búsett í Tókýó segir storminn hafa haft gífurleg áhrif í borginn þrátt fyrir að fellibylurinn hafi ekki gengið þar yfir. „Það sem að var hvað helst einkennilegt var það borgin var bara lokuð, hún var bara í „lock down“ eiginlega. Það er eitthvað sem gerist bara aldrei í Tókýó,“ Asra Rán Björt Zawarty Samper, sem stundar nám þar í borg. Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins fyrirskipaði í dag að eitt þúsund liðsmenn úr varaliði hersins mundi taka þátt í björgunarstörfum með öðrum þrjátíu þúsund hermönnum og björgunarmönnum. Tugþúsundir Japana halda til í neyðarskýlum.Hús hreinlega tættust í sundur þegar fellibylurinn gekk yfir.APHús tættust í sundur í veðurofsanum Víða í kringum höfuðborg landsins fór illa. Hús hreinlega tættust í sundur eða hrundu og bílar tókust á loft. Vindhraðinn náði að minnsta kosti 60 metrum á sekúndu á tímabili. 176 ár flutu yfir bakka sína, einkum í mið- og austurhluta landsins. „Það voru hús sem voru rifin og þak fór af sumum og bílar á hvolfi og allt á floti. Það var ein á, sem er bara rétt hjá þar sem ég bý, sem að fylltist,“ segir Asra. Asra segist hafa fundið vel fyrir veðrinu í borginni. „Húsið hristist og ég var kannski bara aðallega hrædd um það að gluggarnir myndu brotna eða eitthvað svoleiðis en aðalega var þetta rosalega þung rigning,“ segir Asra. Þrátt fyrir að björgunarstarf sé enn í fullum gangi í nágrannahéruðum Tókýó er borgin að komast í samt horf. „Tókýó er þegar búin að ná sér. það er allt bara komið í eðlilegt ástand hér. Í héruðum í kringum Tókýó býst ég við að þetta taki aðeins lengri tíma,“ segir Asra. Íslendingar erlendis Japan Tengdar fréttir Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45 Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans. Íslensk kona sem býr í Tókýó segir það hafa verið sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg nær tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins. Yfirvöld í Japan meta enn eyðilegginguna sem urðu af völdum fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Björgunarsveitir leita enn á svæðum sem urðu verst úti að eftirlifendum hamfaranna. Að minnsta kosti fimmtíu og sex létust og á annan tug er enn saknað.Asra Rán Björt Zawarty Samper býr í Tókýó og stundar þar nám.Vísir/Stöð 2Einkennilegt að sjá Tókýó nær mannlausa Íslensk kona, búsett í Tókýó segir storminn hafa haft gífurleg áhrif í borginn þrátt fyrir að fellibylurinn hafi ekki gengið þar yfir. „Það sem að var hvað helst einkennilegt var það borgin var bara lokuð, hún var bara í „lock down“ eiginlega. Það er eitthvað sem gerist bara aldrei í Tókýó,“ Asra Rán Björt Zawarty Samper, sem stundar nám þar í borg. Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins fyrirskipaði í dag að eitt þúsund liðsmenn úr varaliði hersins mundi taka þátt í björgunarstörfum með öðrum þrjátíu þúsund hermönnum og björgunarmönnum. Tugþúsundir Japana halda til í neyðarskýlum.Hús hreinlega tættust í sundur þegar fellibylurinn gekk yfir.APHús tættust í sundur í veðurofsanum Víða í kringum höfuðborg landsins fór illa. Hús hreinlega tættust í sundur eða hrundu og bílar tókust á loft. Vindhraðinn náði að minnsta kosti 60 metrum á sekúndu á tímabili. 176 ár flutu yfir bakka sína, einkum í mið- og austurhluta landsins. „Það voru hús sem voru rifin og þak fór af sumum og bílar á hvolfi og allt á floti. Það var ein á, sem er bara rétt hjá þar sem ég bý, sem að fylltist,“ segir Asra. Asra segist hafa fundið vel fyrir veðrinu í borginni. „Húsið hristist og ég var kannski bara aðallega hrædd um það að gluggarnir myndu brotna eða eitthvað svoleiðis en aðalega var þetta rosalega þung rigning,“ segir Asra. Þrátt fyrir að björgunarstarf sé enn í fullum gangi í nágrannahéruðum Tókýó er borgin að komast í samt horf. „Tókýó er þegar búin að ná sér. það er allt bara komið í eðlilegt ástand hér. Í héruðum í kringum Tókýó býst ég við að þetta taki aðeins lengri tíma,“ segir Asra.
Íslendingar erlendis Japan Tengdar fréttir Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45 Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45
Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40