Ósammála því að úrskurðarnefnd tefji aðgang að upplýsingum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2019 12:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni velti umboðsmaður Alþingis upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi upplýsingalaga og tilvera úrskurðarnefndarinnar hafi gert það að verkum að stjórnsýslan sé tregari við að veita upplýsingar en ella. „Það fjölgar kvörtunum til okkar. Ég held hins vegar að þetta sé brýnt viðfangsefni og mikilvægt að við náum fram einhverjum umbótum á þessu sviði,“ segir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við að vissu leyti. „Við samþykktum endurskoðuð upplýsingalög á Alþingi síðasta vor sem gera ráð fyrir miklu meiri frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa því að eiga meira frumkvæði að því að birta upplýsingar sem mun auka aðgengi almennings að upplýsingum. Vonandi verður það til þess að mörg þau vandamál sem Umboðsmaður bendir á munu leysast,“ segir forsætisráðherra. Í breytingunum felst meðal annars að afgreiðslutími erinda sem berast úrskurðarnefnd upplýsingamála skuli að hámarki vera 150 dagar. „Ég er ekki sammála því að úrskurðarnefndin sé sjálfstætt vandamál. Vissulega hefur afgreiðslutíminn verið langur en við erum bæði núna að eyrnamerkja hámarkstíma, sumum kann að finnast hann langur en hann hefur verið töluvert lengri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þá hafi úrskurðarnefndin fengið starfsmann í fullt starf sem eigi að draga úr málsmeðferðarhraða. Ég held að það sé mikilvægt að fá úrskurðarnefnd sem almenningur, fjölmiðlar og aðrir aðilar geta leitað til þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla þegar ágreiningur rís. Það er miklu tafsamara og meiri leið, segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni velti umboðsmaður Alþingis upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi upplýsingalaga og tilvera úrskurðarnefndarinnar hafi gert það að verkum að stjórnsýslan sé tregari við að veita upplýsingar en ella. „Það fjölgar kvörtunum til okkar. Ég held hins vegar að þetta sé brýnt viðfangsefni og mikilvægt að við náum fram einhverjum umbótum á þessu sviði,“ segir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við að vissu leyti. „Við samþykktum endurskoðuð upplýsingalög á Alþingi síðasta vor sem gera ráð fyrir miklu meiri frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa því að eiga meira frumkvæði að því að birta upplýsingar sem mun auka aðgengi almennings að upplýsingum. Vonandi verður það til þess að mörg þau vandamál sem Umboðsmaður bendir á munu leysast,“ segir forsætisráðherra. Í breytingunum felst meðal annars að afgreiðslutími erinda sem berast úrskurðarnefnd upplýsingamála skuli að hámarki vera 150 dagar. „Ég er ekki sammála því að úrskurðarnefndin sé sjálfstætt vandamál. Vissulega hefur afgreiðslutíminn verið langur en við erum bæði núna að eyrnamerkja hámarkstíma, sumum kann að finnast hann langur en hann hefur verið töluvert lengri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þá hafi úrskurðarnefndin fengið starfsmann í fullt starf sem eigi að draga úr málsmeðferðarhraða. Ég held að það sé mikilvægt að fá úrskurðarnefnd sem almenningur, fjölmiðlar og aðrir aðilar geta leitað til þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla þegar ágreiningur rís. Það er miklu tafsamara og meiri leið, segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira