Landsmenn hefðu getað greitt töluvert lægri vexti Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 10:06 Aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign en nú, samkvæmt greiningu Íslandsbanka. Vísir/vilhelm Greining Íslandsbanka spáir 3% árlegri hækkun íbúðaverðs til 2021 og að raunverð svo gott sem standi í stað á sama tímabili. Þá hefðu Íslendingar getað greitt lægri vexti en raunin varð miðað við skattskýrslur á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í nýbirtri greiningu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Í skýrslunni kemur fram að íbúðaverð hafi hækkað um 5,2% að raunvirði árið 2018 frá árinu á undan. Gert er ráð fyrir því að raunverð íbúða standi í stað á árinu og hækki svo einungis um 0,2% umfram almennt verðlag á næsta ári og 0,5% árið 2021. „Nýjasta verðbólguspá Greiningar hljóðar upp á 3,1% meðalverðbólgu í ár, 2,6% árið 2020 og 2,8% verðbólgu árið 2021. Við spáum því um 3% árlegri hækkun húsnæðisverðs að nafnvirði á umræddu tímabili.“Vaxtaálögur 81 milljarður en hefðu getað verið 69 Þá voru vigtaðir húsnæðislánavextir heimila landsins 4,9% á síðastliðnu ári miðað við skattskýrslur landsmanna. Vigtaðir vextir hefðu hins vegar getað verið 0,7 prósentum lægri, eða 4,2%, ef gert væri ráð fyrir að öll íbúðalán bæru lægstu vexti sem stóðu til boða á sama tíma. Það jafngildir 15% lægri vaxtabyrði. Vaxtaálögur vegna íbúðalána námu því 81 milljarði króna á síðastliðnu ári en hefðu getað verið 12 milljörðum lægri. Áðurnefnt dæmi miðar við vexti fjármálafyrirtækja en lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum hagstæðari kjör sem eru háð strangari lántökuskilyrðum. „Bendir þetta til þess að svigrúm sé til þess að ná fram enn frekari hagræðingu. Sé, til einföldunar, litið framhjá skilyrðum lífeyrissjóða gætu vaxtaálögur heimila landsins verið um helmingi lægri eða sem nemur um 38 mö.kr. Undirstrikar þetta mikilvægi þess að þekkja markaðsvexti sem standa til boða hverju sinni með það fyrir augum að endurfjármagna og draga úr vaxtakostnaði,“ segir í greiningu Íslandsbanka.Hér að neðan má hlusta á Elvar Orra Hreinsson, sérfræðing hjá Greiningu Íslandsbanka, ræða nýútgefna skýrslu.Fermetrinn aldrei dýrari Þá er meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 460 þúsund krónur og hefur aldrei verið hærra að raunvirði. Verðið er til dæmis 9% hærra en þegar það náði hæstu hæðum í síðustu uppsveiflu árið 2007. Meðalfermetraverð á landsbyggðinni er 277 þúsund krónur og 13% hærra en það var árið 2007 og hefur því heldur aldrei verið hærra að raunvirði. Meðalfermetraverð eigna undir 70 fermetrum á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 572 þúsund krónur og hefur aldrei verið hærra að raunvirði, en það hefur hækkað um 77% á höfuðborgarsvæðinu og 75% á landsbyggðinni. Verðið er 20% hærra en þegar það náði hæstu hæðum í síðustu uppsveiflu. Því hefur aldrei verið eins dýrt að eignast smáar eignir á Íslandi eins og nú. Aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign Fyrstu kaupendur eru margir á aldrinum 25-34 ára og sækja í smærri eignir í samræmi við kaupgetu. Kaupmáttur þessa hóps hefur þó haldist illa í hendur við raunverð smærri eigna. „Frá árinu 2000 hafa staðvirtar ráðstöfunartekjur þessa aldurshóps aukist um 15%. Á sama tíma hefur raunverð eigna sem eru 70 m2 eða minni hátt í tvöfaldast (93%). Í núverandi uppsveiflu hefur þetta samband rofnað töluvert.“ Árið 2018 var íbúðaverð um 39% yfir langtímameðaltali hlutfalls íbúðaverðs smærri eigna og kaupmáttar 25–34 ára. Má því segja að það ár hafi verið um 39% erfiðara að eignast íbúðí þessum stærðarflokki en að meðaltali á tímabilinu. „Það hefur því aldrei verið erfiðara, miðað við laun, að kaupa fyrstu fasteign en nú þegar horft er til undanfarinna tveggja áratuga.“ Greiningu Íslandsbanka má lesa í heild hér. Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir 3% árlegri hækkun íbúðaverðs til 2021 og að raunverð svo gott sem standi í stað á sama tímabili. Þá hefðu Íslendingar getað greitt lægri vexti en raunin varð miðað við skattskýrslur á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í nýbirtri greiningu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Í skýrslunni kemur fram að íbúðaverð hafi hækkað um 5,2% að raunvirði árið 2018 frá árinu á undan. Gert er ráð fyrir því að raunverð íbúða standi í stað á árinu og hækki svo einungis um 0,2% umfram almennt verðlag á næsta ári og 0,5% árið 2021. „Nýjasta verðbólguspá Greiningar hljóðar upp á 3,1% meðalverðbólgu í ár, 2,6% árið 2020 og 2,8% verðbólgu árið 2021. Við spáum því um 3% árlegri hækkun húsnæðisverðs að nafnvirði á umræddu tímabili.“Vaxtaálögur 81 milljarður en hefðu getað verið 69 Þá voru vigtaðir húsnæðislánavextir heimila landsins 4,9% á síðastliðnu ári miðað við skattskýrslur landsmanna. Vigtaðir vextir hefðu hins vegar getað verið 0,7 prósentum lægri, eða 4,2%, ef gert væri ráð fyrir að öll íbúðalán bæru lægstu vexti sem stóðu til boða á sama tíma. Það jafngildir 15% lægri vaxtabyrði. Vaxtaálögur vegna íbúðalána námu því 81 milljarði króna á síðastliðnu ári en hefðu getað verið 12 milljörðum lægri. Áðurnefnt dæmi miðar við vexti fjármálafyrirtækja en lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum hagstæðari kjör sem eru háð strangari lántökuskilyrðum. „Bendir þetta til þess að svigrúm sé til þess að ná fram enn frekari hagræðingu. Sé, til einföldunar, litið framhjá skilyrðum lífeyrissjóða gætu vaxtaálögur heimila landsins verið um helmingi lægri eða sem nemur um 38 mö.kr. Undirstrikar þetta mikilvægi þess að þekkja markaðsvexti sem standa til boða hverju sinni með það fyrir augum að endurfjármagna og draga úr vaxtakostnaði,“ segir í greiningu Íslandsbanka.Hér að neðan má hlusta á Elvar Orra Hreinsson, sérfræðing hjá Greiningu Íslandsbanka, ræða nýútgefna skýrslu.Fermetrinn aldrei dýrari Þá er meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 460 þúsund krónur og hefur aldrei verið hærra að raunvirði. Verðið er til dæmis 9% hærra en þegar það náði hæstu hæðum í síðustu uppsveiflu árið 2007. Meðalfermetraverð á landsbyggðinni er 277 þúsund krónur og 13% hærra en það var árið 2007 og hefur því heldur aldrei verið hærra að raunvirði. Meðalfermetraverð eigna undir 70 fermetrum á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 572 þúsund krónur og hefur aldrei verið hærra að raunvirði, en það hefur hækkað um 77% á höfuðborgarsvæðinu og 75% á landsbyggðinni. Verðið er 20% hærra en þegar það náði hæstu hæðum í síðustu uppsveiflu. Því hefur aldrei verið eins dýrt að eignast smáar eignir á Íslandi eins og nú. Aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign Fyrstu kaupendur eru margir á aldrinum 25-34 ára og sækja í smærri eignir í samræmi við kaupgetu. Kaupmáttur þessa hóps hefur þó haldist illa í hendur við raunverð smærri eigna. „Frá árinu 2000 hafa staðvirtar ráðstöfunartekjur þessa aldurshóps aukist um 15%. Á sama tíma hefur raunverð eigna sem eru 70 m2 eða minni hátt í tvöfaldast (93%). Í núverandi uppsveiflu hefur þetta samband rofnað töluvert.“ Árið 2018 var íbúðaverð um 39% yfir langtímameðaltali hlutfalls íbúðaverðs smærri eigna og kaupmáttar 25–34 ára. Má því segja að það ár hafi verið um 39% erfiðara að eignast íbúðí þessum stærðarflokki en að meðaltali á tímabilinu. „Það hefur því aldrei verið erfiðara, miðað við laun, að kaupa fyrstu fasteign en nú þegar horft er til undanfarinna tveggja áratuga.“ Greiningu Íslandsbanka má lesa í heild hér.
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira