Útlit fyrir að breska þingið samþykki kosningatillögu Johnsons Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2019 18:30 Breska þingið ræðir nú um enn eina tillögu ríkisstjórnarinnar um að boða til þingkosninga. Sú breyting hefur orðið frá því í gær að stjórnarandstaðan styður tillöguna. Ekki náðist meirihluti um að boða til kosninga í gær. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að boða til kosninga en einungis tæpur helmingur stóð með Boris Johnson forsætisráðherra í því að boða til kosninga þann 12. desember næstkomandi. Var þetta í þriðja skipti sem honum mistekst að knýja fram kosningar. En Johnson gefst ekki upp og fékk góðar fréttir frá andstæðingum sínum í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nefnilega um að flokkurinn ætlaði sér að styðja tillöguna. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar styðja tillöguna einnig. Samþykkt var að leyfa breytingartillögur við kosningatillöguna og hafa þær tillögur verið til umræðu í dag. Á meðal þess sem lagt er til er þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamninginn, að kosningaaldur verði lækkaður niður í sextán ár og að ríkisborgarar Evrópusambandsríkja sem búsettir eru á Bretlandi fái að kjósa.Fylgi flokka á BretlandiKannanir sýna Íhaldsflokkinn með mest fylgi eða 36 prósent, fékk 42 prósent árið 2017. Verkamannaflokkurinn mælist næststærstur með 24 prósent en hafði fjörutíu. Frjálslyndir Demókratar mælast með átján prósent, höfðu sjö, og hinn nýi Brexitflokkur með ellefu. Græningjar fengju fjögur prósent, höfðu 0,2. Vert er að taka fram að Velsku og Skosku þjóðarflokkarnir bjóða eingöngu fram í Wales og Skotlandi. Þar sem einmenningskjördæmi eru í Bretlandi vill oft verða töluvert misræmi á milli hlutfalls atkvæða og þingsæta. Til dæmis fékk Skoski þjóðarflokkurinn þrjú prósent atkvæða árið 2017 en nærri þrefalt fleiri þingsæti en Frjálslyndir demókratar með þeirra sjö prósent atkvæða. Bretland Brexit Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Breska þingið ræðir nú um enn eina tillögu ríkisstjórnarinnar um að boða til þingkosninga. Sú breyting hefur orðið frá því í gær að stjórnarandstaðan styður tillöguna. Ekki náðist meirihluti um að boða til kosninga í gær. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að boða til kosninga en einungis tæpur helmingur stóð með Boris Johnson forsætisráðherra í því að boða til kosninga þann 12. desember næstkomandi. Var þetta í þriðja skipti sem honum mistekst að knýja fram kosningar. En Johnson gefst ekki upp og fékk góðar fréttir frá andstæðingum sínum í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nefnilega um að flokkurinn ætlaði sér að styðja tillöguna. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar styðja tillöguna einnig. Samþykkt var að leyfa breytingartillögur við kosningatillöguna og hafa þær tillögur verið til umræðu í dag. Á meðal þess sem lagt er til er þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamninginn, að kosningaaldur verði lækkaður niður í sextán ár og að ríkisborgarar Evrópusambandsríkja sem búsettir eru á Bretlandi fái að kjósa.Fylgi flokka á BretlandiKannanir sýna Íhaldsflokkinn með mest fylgi eða 36 prósent, fékk 42 prósent árið 2017. Verkamannaflokkurinn mælist næststærstur með 24 prósent en hafði fjörutíu. Frjálslyndir Demókratar mælast með átján prósent, höfðu sjö, og hinn nýi Brexitflokkur með ellefu. Græningjar fengju fjögur prósent, höfðu 0,2. Vert er að taka fram að Velsku og Skosku þjóðarflokkarnir bjóða eingöngu fram í Wales og Skotlandi. Þar sem einmenningskjördæmi eru í Bretlandi vill oft verða töluvert misræmi á milli hlutfalls atkvæða og þingsæta. Til dæmis fékk Skoski þjóðarflokkurinn þrjú prósent atkvæða árið 2017 en nærri þrefalt fleiri þingsæti en Frjálslyndir demókratar með þeirra sjö prósent atkvæða.
Bretland Brexit Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira