Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2019 20:44 Hanna Rósa Sveinsdóttir er formaður Menningarfélagsins Hrauns. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fyrir vikið hefur fæðingarstaður Jónasar verið leigður út til gistingar til stéttarfélaga í stað þess að vera opið menningarsetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það finnst vart magnaðri umgjörð um bæjarstæði en sú sem er um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hefðbundnum búskap lauk þar fyrir tveimur áratugum en fyrir sextán árum var Menningarfélagið Hraun stofnað um jörðina með það í huga að koma þar upp fræðslusetri til að halda minningu Jónasar á lofti.Horft heim að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Bakhjarlar verkefnisins voru sparisjóðirnir, Menningarsjóður sparisjóða og Byr sparisjóður, og það vita nú margir hver urðu afdrif þeirra í fjármálahruninu. Þannig að þar með fór bakhjarl verkefnisins. Og við stöndum eftir svolítið veik, veikburða,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og formaður Menningarfélagsins Hrauns.Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og náttúrufræðingur. Afmælisdagur Jónasar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu vegna framlags hans til íslenskunnar. Sem einn Fjölnismanna var Jónas í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Til að afla tekna hefur Menningarfélagið neyðst til að leigja íbúðarhúsið út sem orlofshús. Sýning um Jónas í stofum hússins hefur þar af leiðandi ekki verið opin almenningi og áform félagsins um að taka útihúsin á jörðinni undir gestamóttöku og fræðslusetur hafa ekki enn náð að rætast. Fólki er þó frjáls för um stórbrotna náttúru jarðarinnar enda er hún friðlýstur fólkvangur og búið að gefa út göngukort sem lýsir fjórtán gönguleiðum, meðal annars upp að Hraunsvatni. Ráðamenn Menningarfélagsins segja markmiðið enn skýrt og vonast til að fá stuðning ríkisins til að koma upp menningarsetrinu um Jónas. „Og þetta verði rekið á sambærilegan hátt og ýmis önnur skáldasöfn og -setur víða um land. Þannig að Jónas fái sitt setur,“ segir Hanna Rósa. Fjallað var um Öxnadal í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fyrir vikið hefur fæðingarstaður Jónasar verið leigður út til gistingar til stéttarfélaga í stað þess að vera opið menningarsetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það finnst vart magnaðri umgjörð um bæjarstæði en sú sem er um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hefðbundnum búskap lauk þar fyrir tveimur áratugum en fyrir sextán árum var Menningarfélagið Hraun stofnað um jörðina með það í huga að koma þar upp fræðslusetri til að halda minningu Jónasar á lofti.Horft heim að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Bakhjarlar verkefnisins voru sparisjóðirnir, Menningarsjóður sparisjóða og Byr sparisjóður, og það vita nú margir hver urðu afdrif þeirra í fjármálahruninu. Þannig að þar með fór bakhjarl verkefnisins. Og við stöndum eftir svolítið veik, veikburða,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og formaður Menningarfélagsins Hrauns.Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og náttúrufræðingur. Afmælisdagur Jónasar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu vegna framlags hans til íslenskunnar. Sem einn Fjölnismanna var Jónas í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Til að afla tekna hefur Menningarfélagið neyðst til að leigja íbúðarhúsið út sem orlofshús. Sýning um Jónas í stofum hússins hefur þar af leiðandi ekki verið opin almenningi og áform félagsins um að taka útihúsin á jörðinni undir gestamóttöku og fræðslusetur hafa ekki enn náð að rætast. Fólki er þó frjáls för um stórbrotna náttúru jarðarinnar enda er hún friðlýstur fólkvangur og búið að gefa út göngukort sem lýsir fjórtán gönguleiðum, meðal annars upp að Hraunsvatni. Ráðamenn Menningarfélagsins segja markmiðið enn skýrt og vonast til að fá stuðning ríkisins til að koma upp menningarsetrinu um Jónas. „Og þetta verði rekið á sambærilegan hátt og ýmis önnur skáldasöfn og -setur víða um land. Þannig að Jónas fái sitt setur,“ segir Hanna Rósa. Fjallað var um Öxnadal í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30