Segir RÚV alltaf hafa verið þátttakanda í Samherjamálinu Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. október 2019 20:45 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Stöð 2 Ákvörðun forsætisráðherra um að vísa meintum upplýsingaleka Seðlabankans vegna rannsóknar á Samherja til lögreglu er staðfesting á því að Ríkisútvarpið hafi verið þátttakandi í málinu alla tíð, að mati Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að forsætisráðherra hefði ákveðið að vísa málinu til lögreglu eftir að athugun innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyrissviðs hafði verið í samskiptum við fréttamann RÚV um mánuði áður en húsleit var gerð hjá Samherja í mars árið 2012. Seðlabankinn lagði stjórnvaldssektir á Samherja vegna ætlaðra brota á lögum um gjaldeyrismál en þær voru síðar endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í fyrra. Samherji höfðar, nú skaðabótamál á hendur Seðlabankanum vegna málsins. Í bréfi sem Seðlabankinn sendi forsætisráðherra í ágúst kom fram að innri endurskoðandi hafi fundið tölvupóstsamskipti Ingibjargar Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyrismála, og fréttamanns RÚV sem stóðu yfir í um mánuð áður en húsleitir voru gerðar hjá Samherja. Í engum póstanna hafi trúnaðarupplýsingar verið sendar fréttamanninum. Þegar Kastljós á RÚV fjallaði um húsleitirnar hjá Samherja daginn sem þær voru gerðar var því haldið fram að rannsókn þáttarins hafi orðið kveikjan að rannsókn yfirvalda á mögulegum gjaldeyrisbrotum útgerðarfyrirtækisins.Segir tjónið aldrei fást bætt Póstarnir hafi engu að síður borið þess merki að fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um yfirvofandi húsleitir daginn áður en þær fóru fram. Athugun Seðlabankans leiddi ekki í ljós hvernig fréttamaðurinn komst yfir þær upplýsingar. „Þetta er staðfesting á því sem við teljum okkur hafa vitað hjá Samherja. Það var alveg ljóst að þegar þessi húsleit fór fram var RÚV mætt á undan, bæði í Reykjavík og á Akureyri, þannig þeir hafa alltaf verið þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már við Stöð 2 og heldur fram að um „þaulskipulagða árás á Samherja hafi verið að ræða. Hann segir fyrirtækið og starfsfólk þess hafa orðið fyrir tjóni sem aldrei fáist bætt. „Það liðu tuttugu mánuðir þangað til við fengum að vita um hvað þetta mál snerist og það var ótrúlega erfiður tími og fór í þetta ótrúleg orka. Við munum í raun aldrei fá það bætt og þeir einstaklingar munu aldrei fá það bætt, einstaklingar sem munu kannski aldrei jafna sig á þessu,“ segir Þorsteinn Már. Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, vildi ekki svara spurningum Vísis fyrr en á morgun. Ekki náðist í Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, um viðbrögð strax.Töldu mögulega sök fyrnda Í bréfi sem Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, sendi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tveimur dögum áður en hann lét af störfum í ágúst lýsti hann niðurstöðu athugunar innri endurskoðanda á tölvupóstum nokkurra yfirmanna vegna Samherjamálsins og mögulegs leka úr bankanum. Ekkert hafi fundist í póstum hans eða aðstoðarseðlabankastjóra en samskipti fréttamanns RÚV og Ingibjargar hafi fundist í tölvupóstum hennar frá 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012. Húsleitir voru gerðar hjá Samherja 27. mars. Þau samskipti virðist hafa tengst upplýsingum sem fréttamaðurinn veitti Seðlabankanum og áður hefur verið greint frá. Engar trúnaðarupplýsingar hafi verið sendar fréttamanninum. Ekki hafi fundist svar við pósti fréttamannsins þar sem hann virtist hafa upplýsingar um húsleitirnar daginn áður en þær fóru fram. Seðlabankinn segir í bréfinu að hafi upplýsingar um húsleitirnar verið veittar fyrir fram hafi verið um mistök að ræða enda sé honum ekki kunnugt um lagaheimildir til að gera það. Ekki sé hægt að fullyrða um hvernig fréttamaður öðlaðist vitneskju um húsleitirnar. Taldi bankinn ekki hægt að kanna möguleg brot á starfsskyldum jafnvel þó að upplýst yrði um hvernig upplýsingarnar bárust út þar sem allir þáverandi yfirmenn gjaldeyriseftirlitsins séu hættir störfum. Ekki kæmi heldur til greina að kæra málið til lögreglu þar sem möguleg sök væri fyrnd. „Niðurstaða Seðlabankans er því sú að hann hafi tæmt þau úrræði sem sér standi til boða til að komast frekar til botns í málinu og mun því í ljósi alls ofangreinds ekki aðhafast frekar í viðkomandi máli,“ sagði í bréfinu sem Már og Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabankans, skrifuðu undir.Ráðuneytið tók ekki afstöðu til sektar Forsætisráðherra tilkynnti Seðlabankanum um að málinu yrði vísað til lögreglunnar þar sem háttsemi af þessu tagi kunni að fela í sér refsivert brot í bréfi 11. september. Í því fælist þó ekki efnisleg afstaða ráðuneytisins til hugsanlegrar sektar einstakra starfsmanna bankans. „Ráðuneytið tekur fram að það telur rétt að upplýsa embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um þetta óháð því hvort hugsanlegt lögbrot kunni að vera fyrnd enda séð það jafnframt hlutverk þeirra sem fara með lögregluvald að leggja mat á það réttaratriði,“ segir í bréfinu. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ákvörðun forsætisráðherra um að vísa meintum upplýsingaleka Seðlabankans vegna rannsóknar á Samherja til lögreglu er staðfesting á því að Ríkisútvarpið hafi verið þátttakandi í málinu alla tíð, að mati Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að forsætisráðherra hefði ákveðið að vísa málinu til lögreglu eftir að athugun innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyrissviðs hafði verið í samskiptum við fréttamann RÚV um mánuði áður en húsleit var gerð hjá Samherja í mars árið 2012. Seðlabankinn lagði stjórnvaldssektir á Samherja vegna ætlaðra brota á lögum um gjaldeyrismál en þær voru síðar endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í fyrra. Samherji höfðar, nú skaðabótamál á hendur Seðlabankanum vegna málsins. Í bréfi sem Seðlabankinn sendi forsætisráðherra í ágúst kom fram að innri endurskoðandi hafi fundið tölvupóstsamskipti Ingibjargar Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyrismála, og fréttamanns RÚV sem stóðu yfir í um mánuð áður en húsleitir voru gerðar hjá Samherja. Í engum póstanna hafi trúnaðarupplýsingar verið sendar fréttamanninum. Þegar Kastljós á RÚV fjallaði um húsleitirnar hjá Samherja daginn sem þær voru gerðar var því haldið fram að rannsókn þáttarins hafi orðið kveikjan að rannsókn yfirvalda á mögulegum gjaldeyrisbrotum útgerðarfyrirtækisins.Segir tjónið aldrei fást bætt Póstarnir hafi engu að síður borið þess merki að fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um yfirvofandi húsleitir daginn áður en þær fóru fram. Athugun Seðlabankans leiddi ekki í ljós hvernig fréttamaðurinn komst yfir þær upplýsingar. „Þetta er staðfesting á því sem við teljum okkur hafa vitað hjá Samherja. Það var alveg ljóst að þegar þessi húsleit fór fram var RÚV mætt á undan, bæði í Reykjavík og á Akureyri, þannig þeir hafa alltaf verið þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már við Stöð 2 og heldur fram að um „þaulskipulagða árás á Samherja hafi verið að ræða. Hann segir fyrirtækið og starfsfólk þess hafa orðið fyrir tjóni sem aldrei fáist bætt. „Það liðu tuttugu mánuðir þangað til við fengum að vita um hvað þetta mál snerist og það var ótrúlega erfiður tími og fór í þetta ótrúleg orka. Við munum í raun aldrei fá það bætt og þeir einstaklingar munu aldrei fá það bætt, einstaklingar sem munu kannski aldrei jafna sig á þessu,“ segir Þorsteinn Már. Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, vildi ekki svara spurningum Vísis fyrr en á morgun. Ekki náðist í Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, um viðbrögð strax.Töldu mögulega sök fyrnda Í bréfi sem Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, sendi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tveimur dögum áður en hann lét af störfum í ágúst lýsti hann niðurstöðu athugunar innri endurskoðanda á tölvupóstum nokkurra yfirmanna vegna Samherjamálsins og mögulegs leka úr bankanum. Ekkert hafi fundist í póstum hans eða aðstoðarseðlabankastjóra en samskipti fréttamanns RÚV og Ingibjargar hafi fundist í tölvupóstum hennar frá 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012. Húsleitir voru gerðar hjá Samherja 27. mars. Þau samskipti virðist hafa tengst upplýsingum sem fréttamaðurinn veitti Seðlabankanum og áður hefur verið greint frá. Engar trúnaðarupplýsingar hafi verið sendar fréttamanninum. Ekki hafi fundist svar við pósti fréttamannsins þar sem hann virtist hafa upplýsingar um húsleitirnar daginn áður en þær fóru fram. Seðlabankinn segir í bréfinu að hafi upplýsingar um húsleitirnar verið veittar fyrir fram hafi verið um mistök að ræða enda sé honum ekki kunnugt um lagaheimildir til að gera það. Ekki sé hægt að fullyrða um hvernig fréttamaður öðlaðist vitneskju um húsleitirnar. Taldi bankinn ekki hægt að kanna möguleg brot á starfsskyldum jafnvel þó að upplýst yrði um hvernig upplýsingarnar bárust út þar sem allir þáverandi yfirmenn gjaldeyriseftirlitsins séu hættir störfum. Ekki kæmi heldur til greina að kæra málið til lögreglu þar sem möguleg sök væri fyrnd. „Niðurstaða Seðlabankans er því sú að hann hafi tæmt þau úrræði sem sér standi til boða til að komast frekar til botns í málinu og mun því í ljósi alls ofangreinds ekki aðhafast frekar í viðkomandi máli,“ sagði í bréfinu sem Már og Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabankans, skrifuðu undir.Ráðuneytið tók ekki afstöðu til sektar Forsætisráðherra tilkynnti Seðlabankanum um að málinu yrði vísað til lögreglunnar þar sem háttsemi af þessu tagi kunni að fela í sér refsivert brot í bréfi 11. september. Í því fælist þó ekki efnisleg afstaða ráðuneytisins til hugsanlegrar sektar einstakra starfsmanna bankans. „Ráðuneytið tekur fram að það telur rétt að upplýsa embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um þetta óháð því hvort hugsanlegt lögbrot kunni að vera fyrnd enda séð það jafnframt hlutverk þeirra sem fara með lögregluvald að leggja mat á það réttaratriði,“ segir í bréfinu.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. 27. október 2019 18:30