Einn alræmdasti raðmorðingi Ástralíu látinn Sylvía Hall skrifar 27. október 2019 10:02 Ivan Milat var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi árið 1996. Vísir/Getty Raðmorðingin Ivan Milat, betur þekktur sem bakpokaferðalangamorðinginn, lést í fangelsi í Sydney í Ástralíu í dag. Milat var 74 ára gamall. Milat var handtekinn í maí árið 1994 en hann er sagður hafa rænt og myrt í það minnsta sjö ferðalanga árin 1989 til 1992. Ferðalangarnir sem urðu síðar fórnarlömb Milat voru frá Þýskalandi, Bretlandi og Ástralíu og áttu það öll sameiginlegt að hafa verið að ferðast um Ástralíu þegar Milat bauð þeim far á vegum úti milli Sydney og Melbourne. Fórnarlömb hans fundust öll í grunnri gröf í Belanglo-skóginum í Nýju Suður-Wales. Öll sneru þau með andlitið niður og hendur fyrir aftan bak. Á líkum þeirra fundust bæði stungusár og skotsár. Hann var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi, einn lífstíðardóm fyrir hvert fórnarlamb, í júlímánuði árið 1996 eftir átján vikna réttarhöld.Frá réttarhöldunum árið 1996.Vísir/GettyVið réttarhöldin reyndu lögfræðingar Milat að koma sök á bróður hans Richard, en þeir bræður höfðu áður komist í kast við lögin. Þeir voru hluti af fjórtán barna systkinahópi og hafði lögregla oft þurft að hafa afskipti af fjölskyldunni á fjölskyldubýli þeirra á uppvaxtarárunum. Mál Milat komst aftur í sviðsljósið árið 2011 þegar skyldmenni hans játaði að hafa myrt félaga sinn með exi. Líkt og frændi sinn framdi hann morðið í Belanglo-skóginum og faldi líkið undir greinum, en hann hafði gortað sig af ættartengslum sínum við Milat eftir verknaðinn. Mörgu er ósvarað í máli Milat og er talið að fórnarlömb hans gætu verið fleiri en þau sem hann var sakfelldur fyrir. Ljóst er að glæpaferill Milat hófst löngu fyrir morðin við upphaf tíunda áratugarins, en hann var sakaður um að hafa nauðgað tveimur ferðalöngum árið 1971. Eftir heilsubrest í maí á þessu ári höfðu yfirvöld vonast eftir því að hann myndi játa á sig fleiri morð en þeim varð ekki að ósk sinni fyrir andlát hans. Andlát Ástralía Tengdar fréttir Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Raðmorðingin Ivan Milat, betur þekktur sem bakpokaferðalangamorðinginn, lést í fangelsi í Sydney í Ástralíu í dag. Milat var 74 ára gamall. Milat var handtekinn í maí árið 1994 en hann er sagður hafa rænt og myrt í það minnsta sjö ferðalanga árin 1989 til 1992. Ferðalangarnir sem urðu síðar fórnarlömb Milat voru frá Þýskalandi, Bretlandi og Ástralíu og áttu það öll sameiginlegt að hafa verið að ferðast um Ástralíu þegar Milat bauð þeim far á vegum úti milli Sydney og Melbourne. Fórnarlömb hans fundust öll í grunnri gröf í Belanglo-skóginum í Nýju Suður-Wales. Öll sneru þau með andlitið niður og hendur fyrir aftan bak. Á líkum þeirra fundust bæði stungusár og skotsár. Hann var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi, einn lífstíðardóm fyrir hvert fórnarlamb, í júlímánuði árið 1996 eftir átján vikna réttarhöld.Frá réttarhöldunum árið 1996.Vísir/GettyVið réttarhöldin reyndu lögfræðingar Milat að koma sök á bróður hans Richard, en þeir bræður höfðu áður komist í kast við lögin. Þeir voru hluti af fjórtán barna systkinahópi og hafði lögregla oft þurft að hafa afskipti af fjölskyldunni á fjölskyldubýli þeirra á uppvaxtarárunum. Mál Milat komst aftur í sviðsljósið árið 2011 þegar skyldmenni hans játaði að hafa myrt félaga sinn með exi. Líkt og frændi sinn framdi hann morðið í Belanglo-skóginum og faldi líkið undir greinum, en hann hafði gortað sig af ættartengslum sínum við Milat eftir verknaðinn. Mörgu er ósvarað í máli Milat og er talið að fórnarlömb hans gætu verið fleiri en þau sem hann var sakfelldur fyrir. Ljóst er að glæpaferill Milat hófst löngu fyrir morðin við upphaf tíunda áratugarins, en hann var sakaður um að hafa nauðgað tveimur ferðalöngum árið 1971. Eftir heilsubrest í maí á þessu ári höfðu yfirvöld vonast eftir því að hann myndi játa á sig fleiri morð en þeim varð ekki að ósk sinni fyrir andlát hans.
Andlát Ástralía Tengdar fréttir Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55