Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2019 16:35 Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. FBL/Eyþór „Af öllum hópum í samfélaginu hallar mest á ófaglærðar verkakonur. Óhætt er að segja að þessar konur beri þyngstu byrðarnar í íslensku samfélagi.“ Þetta kemur fram í ályktun Starfsgreinasambands Íslands í tilefni af kvennafrídeginum. Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. „Nú er nóg komið. Löngu er orðið tímabært að störf þessara kvenna séu metin að verðleikum. Samfélagið verður að taka höndum saman um að tryggja þeim fullnægjandi starfskjör og þar með virðingu í okkar ríka landi. Þar ætti að sjálfsögðu hið opinbera að ganga á undan með góðu fordæmi.“ Fjörutíu og fjögur ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum þann 24. Október árið 1975. Þennan dag sameinuðust íslenskar konur um að leggja niður störf og lama þar með íslenskt atvinnulíf til að vekja athygli á vinnuframlagi kvenna á íslenskum vinnumarkaði og inni á heimilunum. Í ályktuninni segir að SGS standi í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennustu kvennastéttir í umönnunarstörfum. „Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðing í þeirra garð lýsir sér í viðræðum.“ Sjöunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett á Hótel Reykjavík Natura í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Af öllum hópum í samfélaginu hallar mest á ófaglærðar verkakonur. Óhætt er að segja að þessar konur beri þyngstu byrðarnar í íslensku samfélagi.“ Þetta kemur fram í ályktun Starfsgreinasambands Íslands í tilefni af kvennafrídeginum. Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. „Nú er nóg komið. Löngu er orðið tímabært að störf þessara kvenna séu metin að verðleikum. Samfélagið verður að taka höndum saman um að tryggja þeim fullnægjandi starfskjör og þar með virðingu í okkar ríka landi. Þar ætti að sjálfsögðu hið opinbera að ganga á undan með góðu fordæmi.“ Fjörutíu og fjögur ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum þann 24. Október árið 1975. Þennan dag sameinuðust íslenskar konur um að leggja niður störf og lama þar með íslenskt atvinnulíf til að vekja athygli á vinnuframlagi kvenna á íslenskum vinnumarkaði og inni á heimilunum. Í ályktuninni segir að SGS standi í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennustu kvennastéttir í umönnunarstörfum. „Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðing í þeirra garð lýsir sér í viðræðum.“ Sjöunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett á Hótel Reykjavík Natura í morgun og mun standa yfir í tvo daga.
Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira