Fólkið sem fannst í gámnum sagt vera frá Kína Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 24. október 2019 10:15 AP/Alastair Grant Allir þeir 39 sem fundust látnir í gámi flutningabíls í Englandi í gær voru kínverskir ríkisborgarar. Þetta hefur fréttastofa Sky eftir heimildarmönnum sínum. Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu.Um er að ræða konur, menn og minnst einn táning og lögreglan segir að líklegast muni taka langan tíma að bera kennsl á þau. Málið þykir svipa til annars frá árinu 2000 þegar lík 58 Kínverja fundust í gámi í Dover í Bretlandi. Svo virðist sem um ólöglega innflytjendur hafi verið að ræða og nú er verið að reyna að kortleggja ferðalag bílsins. Hann kom til að mynda til Englands með ferju frá Belgíu en óljóst er hve lengi bíllinn var í Belgíu og hvar fólkið fór um borð í hann. Málið er einnig rannsakað í Belgíu en bílstjórinn, tuttugu og fimm ára gamall Norður Íri sem heitir Mo Robinson er í haldi grunaður um morð og tvær húsleitir hafa verið framkvæmdar á Norður Írlandi vegna málsins en talið er að skipulögð glæpasamtök hafi staðið að innflutningi fólksins.BBC ræddi við bæjarfulltrúa í Laurelvale í Norður-Írlandi. Robinson ólst þar upp og bæjarfulltrúinn segir íbúa vera miður sín. Þeir vonist til þess að Robinson hafi flækst í málið fyrir slysni. Þá segist hann hafa rætt við föður Robinson, sem komst að því á samfélagsmiðlum að sonur sinn hafi verið handtekinn vegna málsins. Belgía Bretland England Kína Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Allir þeir 39 sem fundust látnir í gámi flutningabíls í Englandi í gær voru kínverskir ríkisborgarar. Þetta hefur fréttastofa Sky eftir heimildarmönnum sínum. Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu.Um er að ræða konur, menn og minnst einn táning og lögreglan segir að líklegast muni taka langan tíma að bera kennsl á þau. Málið þykir svipa til annars frá árinu 2000 þegar lík 58 Kínverja fundust í gámi í Dover í Bretlandi. Svo virðist sem um ólöglega innflytjendur hafi verið að ræða og nú er verið að reyna að kortleggja ferðalag bílsins. Hann kom til að mynda til Englands með ferju frá Belgíu en óljóst er hve lengi bíllinn var í Belgíu og hvar fólkið fór um borð í hann. Málið er einnig rannsakað í Belgíu en bílstjórinn, tuttugu og fimm ára gamall Norður Íri sem heitir Mo Robinson er í haldi grunaður um morð og tvær húsleitir hafa verið framkvæmdar á Norður Írlandi vegna málsins en talið er að skipulögð glæpasamtök hafi staðið að innflutningi fólksins.BBC ræddi við bæjarfulltrúa í Laurelvale í Norður-Írlandi. Robinson ólst þar upp og bæjarfulltrúinn segir íbúa vera miður sín. Þeir vonist til þess að Robinson hafi flækst í málið fyrir slysni. Þá segist hann hafa rætt við föður Robinson, sem komst að því á samfélagsmiðlum að sonur sinn hafi verið handtekinn vegna málsins.
Belgía Bretland England Kína Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06