Hefur strítt Conan með sömu lélegu myndinni í fimmtán ár Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2019 13:20 Leikarinn Paul Rudd hefur um árabil strítt Conan O‘Brien með ákveðinni kvikmynd sem þykir hræðileg. Allt frá árinu 2004 hefur Rudd mætt í þætti Conan og sagst vera með stiklu úr nýjustu verkum hans en í stað þess að sýna þá stiklu, sýnir hann kafla úr myndinni Mac and Me frá 1988.Þetta hefur staðið yfir í heil fimmtán ár og virðist verða fyndnara í hvert skipti. Fyrsti hrekkur Rudd átti sér stað árið 2004 og þá sagðist leikarinn ætla að sýna hluta úr lokaþætti Friends. Til gamans má geta að Mac and Me var fyrsta kvikmyndin sem Jennifer Aniston lék í. Hann hefur gert þetta margsinnis síðan og nú síðast í gær. Þar að auki hefur Rudd nokkrum sinnum sýnt sama atriðið úr Mac and Me tvisvar sinnum í sama þætti Conan. Þó hefur komið fyrir að leikstjórar hafi bannað honum að sýna Mac and Me. Hann komst hins vegar upp með það þegar hann lék Ant Man að klippa saman efni úr myndinni og Mac and Me.Sjá má nokkur skipti hér að neðan. Í neðsta myndbandinu hefur einhver góðhjartaður aðili tekið saman fjölda atvika þar sem Rudd hefur sýnt Mac and Me í þætti Conan. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikarinn Paul Rudd hefur um árabil strítt Conan O‘Brien með ákveðinni kvikmynd sem þykir hræðileg. Allt frá árinu 2004 hefur Rudd mætt í þætti Conan og sagst vera með stiklu úr nýjustu verkum hans en í stað þess að sýna þá stiklu, sýnir hann kafla úr myndinni Mac and Me frá 1988.Þetta hefur staðið yfir í heil fimmtán ár og virðist verða fyndnara í hvert skipti. Fyrsti hrekkur Rudd átti sér stað árið 2004 og þá sagðist leikarinn ætla að sýna hluta úr lokaþætti Friends. Til gamans má geta að Mac and Me var fyrsta kvikmyndin sem Jennifer Aniston lék í. Hann hefur gert þetta margsinnis síðan og nú síðast í gær. Þar að auki hefur Rudd nokkrum sinnum sýnt sama atriðið úr Mac and Me tvisvar sinnum í sama þætti Conan. Þó hefur komið fyrir að leikstjórar hafi bannað honum að sýna Mac and Me. Hann komst hins vegar upp með það þegar hann lék Ant Man að klippa saman efni úr myndinni og Mac and Me.Sjá má nokkur skipti hér að neðan. Í neðsta myndbandinu hefur einhver góðhjartaður aðili tekið saman fjölda atvika þar sem Rudd hefur sýnt Mac and Me í þætti Conan.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira