Loks fékk Sverrir Ingi tækifæri | Samúel Kári á skotskónum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 18:00 Loks fékk Sverrir Ingi tækifæri í byrjunarliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var loks í byrjunarliði gríska liðsins PAOK er liðið vann Lamia 3-0 á heimavelli í dag. Sverrir Ingi hafði aðeins leikið einn leik með PAOK á leiktíðinni fyrir daginn í dag, þá kom hann inn sem varamaður. Í dag var hann í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. PAOK vann leikinn örugglega 3-0 en öll mörk dagsins komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. PAOK, sem er ríkjandi Grikklandsmeistari, er sem stendur með 17 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Olympiacos þegar sjö umferðum er lokið. Hjörtur Hermannsson, annar miðvörður þó hann spili bakvörð með íslenska landsliðinu, var á sínum stað í fimm manna varnarlínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og Sverrir var Hjörtur í sigurliði og líkt og hjá Sverri fór leikurinn 3-0. Bröndby pakkaði Lyngby BK saman á útivelli. Bröndby fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson kom af varamannabekknum hjá SönderjyskE er liðið tapaði 4-1 fyrir Nordsjælland á heimavelli. Eggert Gunnþór og félagar eru í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er IFK Norrköping vann Kalmar FF 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig þegar 28 umferðum er lokið. Í Noregi voru þó nokkrir Íslendingar að leik. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekknum eftir aðeins tíu mínútur þegar Viking lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári gerði sér lítið fyrir og kom Viking yfir á 26. mínútu og nældi sér svo í gult spjald þremur mínútum síðar. Í norsku B-deildinni spiluðu þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson allan leikinn í 1-0 sigri Álasunds FK gegn Tromsdalen. Sigurinn þýðir að liðið er komið upp í efstu deild þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Þá lék Viðar Ari Jónsson einnig allan leikinn í 3-0 sigri Sandefjörd á Notodden FK. Sömu sögu má segja um Aron Sigurðarson er IK Start gerði 0-0 jafntefli við KFUM Oslo. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari IK Start. Íslendingaliðin þrjú eru á toppi deildarinnar, Álasund efstir með 70 stig. Þar á eftir koma Sandefjord með 59 stig og Start í 3. sæti með 56 stig. Danski boltinn Norski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05 Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16 Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var loks í byrjunarliði gríska liðsins PAOK er liðið vann Lamia 3-0 á heimavelli í dag. Sverrir Ingi hafði aðeins leikið einn leik með PAOK á leiktíðinni fyrir daginn í dag, þá kom hann inn sem varamaður. Í dag var hann í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. PAOK vann leikinn örugglega 3-0 en öll mörk dagsins komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. PAOK, sem er ríkjandi Grikklandsmeistari, er sem stendur með 17 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Olympiacos þegar sjö umferðum er lokið. Hjörtur Hermannsson, annar miðvörður þó hann spili bakvörð með íslenska landsliðinu, var á sínum stað í fimm manna varnarlínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og Sverrir var Hjörtur í sigurliði og líkt og hjá Sverri fór leikurinn 3-0. Bröndby pakkaði Lyngby BK saman á útivelli. Bröndby fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson kom af varamannabekknum hjá SönderjyskE er liðið tapaði 4-1 fyrir Nordsjælland á heimavelli. Eggert Gunnþór og félagar eru í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er IFK Norrköping vann Kalmar FF 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig þegar 28 umferðum er lokið. Í Noregi voru þó nokkrir Íslendingar að leik. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekknum eftir aðeins tíu mínútur þegar Viking lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári gerði sér lítið fyrir og kom Viking yfir á 26. mínútu og nældi sér svo í gult spjald þremur mínútum síðar. Í norsku B-deildinni spiluðu þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson allan leikinn í 1-0 sigri Álasunds FK gegn Tromsdalen. Sigurinn þýðir að liðið er komið upp í efstu deild þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Þá lék Viðar Ari Jónsson einnig allan leikinn í 3-0 sigri Sandefjörd á Notodden FK. Sömu sögu má segja um Aron Sigurðarson er IK Start gerði 0-0 jafntefli við KFUM Oslo. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari IK Start. Íslendingaliðin þrjú eru á toppi deildarinnar, Álasund efstir með 70 stig. Þar á eftir koma Sandefjord með 59 stig og Start í 3. sæti með 56 stig.
Danski boltinn Norski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05 Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16 Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05
Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16
Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55