Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Leikurinn byrjaði illa fyrir heimamenn í Falkenbergs þegar Hampus Nilsson var rekinn af velli strax á áttundu mínútu.
Henok Goitom nýtti sér það heldur betur og skoraði hann fjögur mörk fyrir AIK. Annað mark hans var eftir stoðsendingu frá Kolbeini.
Tarik Elyounoussi bætti einu mark við markaveislu Goitom og var staðan orðin 5-0 fyrir AIK. Falkenbergs náði inn sárabótamarki í lokin, lokatölur urðu 5-1.
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem tapaði fyrir Hammarby á útivelli 2-0 í toppslag.
Baráttan á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar er hörð en Hammaby, Malmö, Djurgården og AIK eru öll jöfn með 59 stig.
Kolbeinn lagði upp í stórsigri
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn



Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti
