Varð gagntekinn af gítartónum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. október 2019 07:30 Manuel Barrueco hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims. Hann kemur fram í Salnum á sunnudag. Fréttablaðið/Ernir Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur einleikstónleika í Salnum sunnudaginn 3. nóvember klukkan 16. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá Kúbu og Spáni, en sterk tengsl eru á milli þessara landa því Kúba var lengi spænsk nýlenda. Listamaðurinn verður einnig með masterklass 4. og 5. nóvember í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur áður haldið vel sótta tónleika hér á landi, en eiginkona hans er íslensk. Barrueco er einn fremsti gítarleikari heims og hefur verið tilnefndur til fjölda Grammy-verðlauna. Hann hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims og má þar nefna Placido Domingo og Barböru Hendricks. Fjöldinn allur af hljómplötum og geisladiskum með leik hans hefur komið út. Nýlega var gerð heimildarmynd um hann sem sýnd hefur verið víðs vegar um Bandaríkin.Óttaðist um móður sína Barrueco ólst upp á Kúbu og byrjaði að leika á gítar átta ára gamall. „Tónlist skiptir miklu máli í kúbönsku samfélagi. Frændur mínir fóru að leika á gítar og systur mínar tvær vildu læra á gítar. Tónlistarkennslan fór fram á heimilinu, ég varð gagntekinn og bað um að fá að læra líka,“ segir hann. Hann flutti til Bandaríkjanna þegar hann var fjórtán ára gamall með fjölskyldu sinni. „Sem krakki gekk ég í kaþólskan skóla og lífið var þægilegt fyrir byltingu. Fjölskyldumeðlimir voru ekki kommúnistar og það að vera ekki kommúnisti í kommúnísku þjóðfélagi var erfitt og nokkrir fjölskyldumeðlimir voru fangelsaðir. Fjölskyldan ákvað að flytja til Bandaríkjanna og það tók fimm ár að fá leyfi og í millitíðinni var faðir minn sviptur vinnu sinni. Þessi tími var erfiður. Ég óttaðist sérstaklega um móður mína sem talaði mjög opinskátt gegn stjórnvöldum. Ég var hræddur um að eitthvað myndi henda hana. Þegar við komum til Bandaríkjanna hvarf sá ótti. Svo byrjuðum við að aðlagast nýju landi.“ Veraldarvanur prestur Það eru orðin 52 ár síðan hann flutti frá Kúbu og hann hefur ekki komið þangað síðan. „Þar er einræðisstjórn og meðan svo er vil ég ekki koma þangað. Ef ég myndi snúa aftur í heimabæ minn myndi ég nánast ekki þekkja neinn. Fjölskyldumeðlimir eru dánir eða fluttir þaðan. Ég myndi hitta gamalt fólk sem ég þekkti sem barn og myndi ekki þekkja það aftur. Eina manneskju myndi ég þó örugglega þekkja. Þegar ég var ellefu ára nemandi í tónlistarskólanum þá var annar nemandi ári yngri en ég. Hann var mjög veraldarvanur, átti kærustu og mig langaði alltaf til að verða eins og hann. Hann varð síðan kaþólskur prestur og við höfum nokkrum sinnum hist í Bandaríkjunum.“ Barrueco hefur náð gríðarlega langt í list sinni en er afar tregur til að ræða um velgengni sína. „Mér hefur gengið vel,“ segir hann af stakri hógværð. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur einleikstónleika í Salnum sunnudaginn 3. nóvember klukkan 16. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá Kúbu og Spáni, en sterk tengsl eru á milli þessara landa því Kúba var lengi spænsk nýlenda. Listamaðurinn verður einnig með masterklass 4. og 5. nóvember í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur áður haldið vel sótta tónleika hér á landi, en eiginkona hans er íslensk. Barrueco er einn fremsti gítarleikari heims og hefur verið tilnefndur til fjölda Grammy-verðlauna. Hann hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims og má þar nefna Placido Domingo og Barböru Hendricks. Fjöldinn allur af hljómplötum og geisladiskum með leik hans hefur komið út. Nýlega var gerð heimildarmynd um hann sem sýnd hefur verið víðs vegar um Bandaríkin.Óttaðist um móður sína Barrueco ólst upp á Kúbu og byrjaði að leika á gítar átta ára gamall. „Tónlist skiptir miklu máli í kúbönsku samfélagi. Frændur mínir fóru að leika á gítar og systur mínar tvær vildu læra á gítar. Tónlistarkennslan fór fram á heimilinu, ég varð gagntekinn og bað um að fá að læra líka,“ segir hann. Hann flutti til Bandaríkjanna þegar hann var fjórtán ára gamall með fjölskyldu sinni. „Sem krakki gekk ég í kaþólskan skóla og lífið var þægilegt fyrir byltingu. Fjölskyldumeðlimir voru ekki kommúnistar og það að vera ekki kommúnisti í kommúnísku þjóðfélagi var erfitt og nokkrir fjölskyldumeðlimir voru fangelsaðir. Fjölskyldan ákvað að flytja til Bandaríkjanna og það tók fimm ár að fá leyfi og í millitíðinni var faðir minn sviptur vinnu sinni. Þessi tími var erfiður. Ég óttaðist sérstaklega um móður mína sem talaði mjög opinskátt gegn stjórnvöldum. Ég var hræddur um að eitthvað myndi henda hana. Þegar við komum til Bandaríkjanna hvarf sá ótti. Svo byrjuðum við að aðlagast nýju landi.“ Veraldarvanur prestur Það eru orðin 52 ár síðan hann flutti frá Kúbu og hann hefur ekki komið þangað síðan. „Þar er einræðisstjórn og meðan svo er vil ég ekki koma þangað. Ef ég myndi snúa aftur í heimabæ minn myndi ég nánast ekki þekkja neinn. Fjölskyldumeðlimir eru dánir eða fluttir þaðan. Ég myndi hitta gamalt fólk sem ég þekkti sem barn og myndi ekki þekkja það aftur. Eina manneskju myndi ég þó örugglega þekkja. Þegar ég var ellefu ára nemandi í tónlistarskólanum þá var annar nemandi ári yngri en ég. Hann var mjög veraldarvanur, átti kærustu og mig langaði alltaf til að verða eins og hann. Hann varð síðan kaþólskur prestur og við höfum nokkrum sinnum hist í Bandaríkjunum.“ Barrueco hefur náð gríðarlega langt í list sinni en er afar tregur til að ræða um velgengni sína. „Mér hefur gengið vel,“ segir hann af stakri hógværð.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira