Íbúar Okinawa segja líka „þetta reddast“ Ari Brynjólfsson skrifar 30. október 2019 07:00 Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu, segir awamori hafa fengið góðar viðtökur hér og hugar nú að öðrum Evrópulöndum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vesturlandabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Quiver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrennivín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnetum. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meistara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunarreit. „Það þarf að hanna sérstaka flösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðssetningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að fleiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þangað. Nú er ég að vinna með ferðamálaráði eyjunnar að markaðssetningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum eyjarskeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sérstakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta reddast“.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vesturlandabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Quiver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrennivín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnetum. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meistara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunarreit. „Það þarf að hanna sérstaka flösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðssetningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að fleiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þangað. Nú er ég að vinna með ferðamálaráði eyjunnar að markaðssetningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum eyjarskeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sérstakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta reddast“.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira