Uppbygging bandarískra herstöðva Davíð Stefánsson skrifar 30. október 2019 07:30 Á síðustu misserum hafa Bandaríkin styrkt mjög tengsl sín við Pólland á sviði varnar- og öryggismála. Það hefur verið gert með samstarfi þjóðanna innan Atlantshafsbandalagsins en Pólverjar hafa verið í NATO frá árinu 1999. Samstarfið hefur einnig verið tvíhliða þar sem bandaríski herinn hefur verið að byggja upp aðstöðu í Póllandi. Bandaríkin reka meðal annars öfluga skrifstofu varnarmálafulltrúa í Varsjá til að sjá um samskiptin við pólska herinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og pólskur starfsbróðir hans, Andrzej Duda, undirrituðu „Sameiginlega yfirlýsingu um framþróun varnarsamstarfs“ í New York þann 23. september. Þar er gert ráð fyrir að efla hernaðarleg umsvif bandarísks herafla í Póllandi, með hermenn á sex stöðum til að vinna gegn hugsanlegum rússneskum ógnum. Í yfirlýsingunni, sem birt er á vef pólska forsetaembættisins, segir að um 4.500 bandarískir hermenn séu í Póllandi að staðaldri en gert sé ráð fyrir að þeim muni fjölga um eitt þúsund. Trump hefur sagt að líklegast verði hermenn sendir til Póllands frá herstöðvum Bandaríkjamanna annars staðar í Evrópu. Póllandsforseti og þarlend stjórnvöld hafa ítrekað lýst vilja til að efla viðveru bandarísks herliðs til að sporna við Rússum enda á ríkið löng landamæri að Rússlandi. Pólverjar hafa miklar áhyggjur af auknum umsvifum herja Rússa í nágrannaríkjunum, Georgíu og í austurhluta Úkraínu, sem og innlimun þeirra á Krímskaganum árið 2014. Pólverjar segja hana sýna virðingarleysi Rússa gagnvart alþjóðalögum. Þeir buðust nýverið til að greiða minnst tvo milljarða Bandaríkjadala, um 220 milljarða króna, af kostnaðinum við uppbyggingu og rekstur nýrrar bandarískrar herstöðvar í landinu. Pólverjar, sem afnámu herskyldu árið 2009, hafa um 120.000 manna fastaher og um 70.000 manna hliðarher, svo sem landamæraverði og sérhæfða lögreglu. Ríkin hafa komið sér saman um aukna hernaðarlega viðveru í eftirfarandi bæjum og borgum Póllands: Poznan, borg í Mið-Póllandi, Drawsko Pomorskie, sem er bær í norðvesturhluta Póllands, Wroclaw-Strachowice, borg í Vestur-Póllandi, Lask, bæ í Mið-Póllandi, Powidz, smábæ í Mið-Póllandi, Lubliniec, bæ í Suður-Póllandi. Að auki eru ríkin að ræða heppilega staðsetningu í Póllandi fyrir bandarískar brynvarðar átakahersveitir. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Pólland Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Á síðustu misserum hafa Bandaríkin styrkt mjög tengsl sín við Pólland á sviði varnar- og öryggismála. Það hefur verið gert með samstarfi þjóðanna innan Atlantshafsbandalagsins en Pólverjar hafa verið í NATO frá árinu 1999. Samstarfið hefur einnig verið tvíhliða þar sem bandaríski herinn hefur verið að byggja upp aðstöðu í Póllandi. Bandaríkin reka meðal annars öfluga skrifstofu varnarmálafulltrúa í Varsjá til að sjá um samskiptin við pólska herinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og pólskur starfsbróðir hans, Andrzej Duda, undirrituðu „Sameiginlega yfirlýsingu um framþróun varnarsamstarfs“ í New York þann 23. september. Þar er gert ráð fyrir að efla hernaðarleg umsvif bandarísks herafla í Póllandi, með hermenn á sex stöðum til að vinna gegn hugsanlegum rússneskum ógnum. Í yfirlýsingunni, sem birt er á vef pólska forsetaembættisins, segir að um 4.500 bandarískir hermenn séu í Póllandi að staðaldri en gert sé ráð fyrir að þeim muni fjölga um eitt þúsund. Trump hefur sagt að líklegast verði hermenn sendir til Póllands frá herstöðvum Bandaríkjamanna annars staðar í Evrópu. Póllandsforseti og þarlend stjórnvöld hafa ítrekað lýst vilja til að efla viðveru bandarísks herliðs til að sporna við Rússum enda á ríkið löng landamæri að Rússlandi. Pólverjar hafa miklar áhyggjur af auknum umsvifum herja Rússa í nágrannaríkjunum, Georgíu og í austurhluta Úkraínu, sem og innlimun þeirra á Krímskaganum árið 2014. Pólverjar segja hana sýna virðingarleysi Rússa gagnvart alþjóðalögum. Þeir buðust nýverið til að greiða minnst tvo milljarða Bandaríkjadala, um 220 milljarða króna, af kostnaðinum við uppbyggingu og rekstur nýrrar bandarískrar herstöðvar í landinu. Pólverjar, sem afnámu herskyldu árið 2009, hafa um 120.000 manna fastaher og um 70.000 manna hliðarher, svo sem landamæraverði og sérhæfða lögreglu. Ríkin hafa komið sér saman um aukna hernaðarlega viðveru í eftirfarandi bæjum og borgum Póllands: Poznan, borg í Mið-Póllandi, Drawsko Pomorskie, sem er bær í norðvesturhluta Póllands, Wroclaw-Strachowice, borg í Vestur-Póllandi, Lask, bæ í Mið-Póllandi, Powidz, smábæ í Mið-Póllandi, Lubliniec, bæ í Suður-Póllandi. Að auki eru ríkin að ræða heppilega staðsetningu í Póllandi fyrir bandarískar brynvarðar átakahersveitir.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Pólland Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira