Skipun þverpólitískra þingmannanefnda ekki alltaf æskileg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 21:00 Umboðsmaður Alþingis kom á fund þriggja þingnefnda í morgun. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun þar sem skýrsla úr eftirlitsheimsókn á geðdeild Klepps var til umfjöllunar. Skýrslan var birt um miðjan október en hún er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða. Honum var falið að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri meðferð eða refsingu.Sjá einnig: Mannréttindabrot framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeildir Klepps leiddu í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Umboðsmaður kynnti skýrsluna á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar í morgun, en Helga Vala Helgadóttir er formaður þeirrar síðastnefndu. „Ég er ótrúlega ánægð með að við höfum falið umboðsmanni og því embætti þetta eftirlit af því að þetta er bara mjög vel unnið og faglegt,“ segir Helga Vala. Hún segir ljóst að bregðast þurfi við þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni og varða til að mynda þvingaða lyfjagjöf.Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Baldur HrafnkellHver er ábyrgð ykkar þingmanna til að bregðast við því? „Það sem að kom líka fram hjá umboðsmanni var í rauninni að honum þykir ekki gott að skipaðar séu þverpólitískar þingmannanefndir til þess að fara ofan í saumana á svona vinnu eins og þessari. Og benti hann á til dæmis umræðuna sem nú er varðandi útlendingalögin af því að Alþingi á að vera eftirlitsaðilinn, hann vildi í rauninni, var svona aðeins að ía að því að það væri óheppilegt að þingmennirnir sjálfir væru bæði að vinna að allri lagasetningunni af því þar með væru þeir pínu lítið múlbundnir ef illa færi,“ segir Helga Vala. Það sé ekki heppilegt að þingmenn hafi eftirlit með eigin lagasetningu. „Við þurfum svona aðeins að skoða hvort við þurfum að endurskoða fyrri ákvörðun okkar en Alþingi tók þá ákvörðun að skipa, samþykkti þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þingmannanefnd til að fara yfir lögræðislögin til dæmis, sem að virðist á þessu að sé í rauninni kannski ekki fullnægjandi. Hvorki skipun nefndarinnar né það að bara lögræðislögin eigi að vera undir. Alþingi Mannréttindi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun þar sem skýrsla úr eftirlitsheimsókn á geðdeild Klepps var til umfjöllunar. Skýrslan var birt um miðjan október en hún er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða. Honum var falið að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri meðferð eða refsingu.Sjá einnig: Mannréttindabrot framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeildir Klepps leiddu í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Umboðsmaður kynnti skýrsluna á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar í morgun, en Helga Vala Helgadóttir er formaður þeirrar síðastnefndu. „Ég er ótrúlega ánægð með að við höfum falið umboðsmanni og því embætti þetta eftirlit af því að þetta er bara mjög vel unnið og faglegt,“ segir Helga Vala. Hún segir ljóst að bregðast þurfi við þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni og varða til að mynda þvingaða lyfjagjöf.Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Baldur HrafnkellHver er ábyrgð ykkar þingmanna til að bregðast við því? „Það sem að kom líka fram hjá umboðsmanni var í rauninni að honum þykir ekki gott að skipaðar séu þverpólitískar þingmannanefndir til þess að fara ofan í saumana á svona vinnu eins og þessari. Og benti hann á til dæmis umræðuna sem nú er varðandi útlendingalögin af því að Alþingi á að vera eftirlitsaðilinn, hann vildi í rauninni, var svona aðeins að ía að því að það væri óheppilegt að þingmennirnir sjálfir væru bæði að vinna að allri lagasetningunni af því þar með væru þeir pínu lítið múlbundnir ef illa færi,“ segir Helga Vala. Það sé ekki heppilegt að þingmenn hafi eftirlit með eigin lagasetningu. „Við þurfum svona aðeins að skoða hvort við þurfum að endurskoða fyrri ákvörðun okkar en Alþingi tók þá ákvörðun að skipa, samþykkti þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þingmannanefnd til að fara yfir lögræðislögin til dæmis, sem að virðist á þessu að sé í rauninni kannski ekki fullnægjandi. Hvorki skipun nefndarinnar né það að bara lögræðislögin eigi að vera undir.
Alþingi Mannréttindi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira