Berst fyrir lífi sínu eftir alvarlegt bílslys í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:30 Hanna Margrét lenti í alvarlegu bílslysi á leið sinni til vinnu í síðustu viku. Mynd/Aðsend Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois-ríki í Bandaríkjunum eftir alvarlegt bílslys í síðustu viku. Aðstandendur hennar, sem standa að netsöfnun til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar, segjast ævinlega þakklát þeim sem lagt hafa söfnuninni lið – einkum Íslendingunum sem rétta fram hjálparhönd yfir hafið. Hanna Margrét er 22 ára, nýútskrifuð úr háskóla og kennir börnum með sérþarfir. Hún er uppalin í Bandaríkjunum en á íslenska móður, Huldu Björk Stebbins, og hefur heimsótt Ísland reglulega í gegnum árin. Hún var á leið til vinnu að morgni 30. október þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl.Fjölskyldan í molum Stína Ólafsdóttir, sem starfar við ríkisháskóla í Ohio-ríki, er æskuvinkona Huldu, móður Hönnu Margrétar. Hún er á meðal þeirra sem halda utan um GoFundMe-söfnun sem hrint var af stað í kjölfar slyssins, m.a. til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ segir Stína í samtali við Vísi. „Að fá svona stuðning fyrir því sem vantar, það bara eru ekki til orð yfir það.“ Alltaf einhver hjá henni Hanna Margrét liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsinu, sem er í um tveggja klukkutíma fjarlægð frá heimili hennar. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og á langt bataferli fyrir höndum. Þá skiptist fjölskyldan á að dvelja hjá henni á spítalanum. „Öðru hvoru, ef hún er spurð, þá kreistir hún fingur og það er gott,“ segir Stína. „Hulda gistir í bænum þar sem sjúkrahúsið er og reynir að fara heim um helgar, skiptist á við pabba hennar eða annan fjölskyldumeðlim. Það er alltaf einhver hjá henni.“ Ómetanlegur stuðningur Stína segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið ómetanleg. Strax og fréttir bárust af slysinu hafi batakveðjum byrjað að rigna yfir fjölskyldu þessarar yndislegu, ungu konu. „Þau eru svo þakklát. Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“ segir Stína. „Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að ýta hér. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois-ríki í Bandaríkjunum eftir alvarlegt bílslys í síðustu viku. Aðstandendur hennar, sem standa að netsöfnun til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar, segjast ævinlega þakklát þeim sem lagt hafa söfnuninni lið – einkum Íslendingunum sem rétta fram hjálparhönd yfir hafið. Hanna Margrét er 22 ára, nýútskrifuð úr háskóla og kennir börnum með sérþarfir. Hún er uppalin í Bandaríkjunum en á íslenska móður, Huldu Björk Stebbins, og hefur heimsótt Ísland reglulega í gegnum árin. Hún var á leið til vinnu að morgni 30. október þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl.Fjölskyldan í molum Stína Ólafsdóttir, sem starfar við ríkisháskóla í Ohio-ríki, er æskuvinkona Huldu, móður Hönnu Margrétar. Hún er á meðal þeirra sem halda utan um GoFundMe-söfnun sem hrint var af stað í kjölfar slyssins, m.a. til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ segir Stína í samtali við Vísi. „Að fá svona stuðning fyrir því sem vantar, það bara eru ekki til orð yfir það.“ Alltaf einhver hjá henni Hanna Margrét liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsinu, sem er í um tveggja klukkutíma fjarlægð frá heimili hennar. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og á langt bataferli fyrir höndum. Þá skiptist fjölskyldan á að dvelja hjá henni á spítalanum. „Öðru hvoru, ef hún er spurð, þá kreistir hún fingur og það er gott,“ segir Stína. „Hulda gistir í bænum þar sem sjúkrahúsið er og reynir að fara heim um helgar, skiptist á við pabba hennar eða annan fjölskyldumeðlim. Það er alltaf einhver hjá henni.“ Ómetanlegur stuðningur Stína segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið ómetanleg. Strax og fréttir bárust af slysinu hafi batakveðjum byrjað að rigna yfir fjölskyldu þessarar yndislegu, ungu konu. „Þau eru svo þakklát. Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“ segir Stína. „Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að ýta hér.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira