Minnsta aukning umferðar í átta ár Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. nóvember 2019 07:00 Hugsanlega er um raunsamdrátt íumferð á höfuðborgarsvæðinu að ræða. Vísir/Vilhelm Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð á höfuðborgarsvæðin um 1,6 prósent í október, samanborið við október mánuð í fyrra. Umferð um Hringveg jókst um 0,4% í október. Mest jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða 3,1% á meðan 1% samdráttur varð á Hafnarfjarðarvegi. Leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna minni aukningu í umferð á höfuðborgðarsvæðinu í október.Yfirlit yfir umferðartölur frá Vegagerðinni.Vísir/VegagerðinMest umferð var á föstudögum í október en minnst á sunnudögum. Mest aukning varð á umferð á laugardögum eða um 2,5% en minnst á mánudögum, 0,6%. Umferð jókst að meðaltali um 1,3% á virkum dögum en 2,1% um helgar. Þá kemur einnig fram í fréttinni á vef Vegagerðarinnar að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 1,7% frá áramótum en umverð einungis aukist um 1,2% frá áramótum. Það má því færa rök fyrir því að um raunsamdrátt sé að ræða í umferð. Enda heldur umferðaraukning ekki í við íbúaþróun.Yfirlit yfir umferðartölur á 16 mælistöðum á Hringveginum.Vísir/VegagerðinHringvegurinnSömu sögu er að segja af umferð um Hringveg. Hún hefur ekki aukist minna í átta ár ef bornir eru saman októbermánuðir á milli ára. Meðalaukning í október á árunum frá 2005 til 2018 var 4,2% svo þetta er nokkuð langt undir meðalþróun. Bílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent
Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð á höfuðborgarsvæðin um 1,6 prósent í október, samanborið við október mánuð í fyrra. Umferð um Hringveg jókst um 0,4% í október. Mest jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða 3,1% á meðan 1% samdráttur varð á Hafnarfjarðarvegi. Leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna minni aukningu í umferð á höfuðborgðarsvæðinu í október.Yfirlit yfir umferðartölur frá Vegagerðinni.Vísir/VegagerðinMest umferð var á föstudögum í október en minnst á sunnudögum. Mest aukning varð á umferð á laugardögum eða um 2,5% en minnst á mánudögum, 0,6%. Umferð jókst að meðaltali um 1,3% á virkum dögum en 2,1% um helgar. Þá kemur einnig fram í fréttinni á vef Vegagerðarinnar að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 1,7% frá áramótum en umverð einungis aukist um 1,2% frá áramótum. Það má því færa rök fyrir því að um raunsamdrátt sé að ræða í umferð. Enda heldur umferðaraukning ekki í við íbúaþróun.Yfirlit yfir umferðartölur á 16 mælistöðum á Hringveginum.Vísir/VegagerðinHringvegurinnSömu sögu er að segja af umferð um Hringveg. Hún hefur ekki aukist minna í átta ár ef bornir eru saman októbermánuðir á milli ára. Meðalaukning í október á árunum frá 2005 til 2018 var 4,2% svo þetta er nokkuð langt undir meðalþróun.
Bílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent