Hollywood logar vegna tölvugerðs James Dean Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 17:54 James Dean lést 24 ára að aldri árið 1955. Hann mun þó sjást í mynd sem er væntanleg á næsta ári með aðstoð tölvutækninnar. Vísir/Getty Framleiðendur myndarinnar Finding Jack hafa fengið leyfi aðstandenda til að notast við tölvugerða útgáfu af leikaranum James Dean sem lést 24 ára að aldri árið 1955. Framleiðslufyrirtækið Magic City Films fékk leyfi aðstandenda leikarans en Hollywood-stjörnur hafa lýst yfir andúð sinni á uppátækinu. „Þetta er hræðilegt. Skilningsleysið er skammarlegt,“ sagði leikarann Chris Evans á Twitter en hann er hvað þekktastur fyrir að leika Captain America í Avengers-myndunum. „Ég er viss um að hann yrði himinlifandi með þetta,“ skrifaði leikarinn kaldhæðnislega um þessi tíðindi. „Kannski fáum við tölvu til að teikna nýtt Picasso-verk. Eða til að semja nokkur ný John Lennon-lög.“I'm sure he'd be thrilled This is awful. Maybe we can get a computer to paint us a new Picasso. Or write a couple new John Lennon tunes. The complete lack of understanding here is shameful. https://t.co/hkwXyTR4pu— Chris Evans (@ChrisEvans) November 6, 2019 Elijah Wood, sem lék Fróða í Hringadróttinsþríleiknum, skrifaði einfaldlega „Neibb, þetta ætti ekki vera inni í myndinni“ þegar hann tjáði sig um tíðindin á samfélagsmiðlum.NOPE. this shouldn't be a thing. https://t.co/RH7jWY5cAG— Elijah Wood (@elijahwood) November 6, 2019 James Dean er hvað þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Rebel Without a Cause og Giant. Finding Jack er hasarmynd sem segir sögu bandarísks hermanns sem hjúkrar Labrador-hundi í Víetnam-stríðinu.James Dean er hvað þekktastur fyrir myndirnar Rebel Without a Cause og Giant.Vísir/GettyVerður James Dean „endurskapaður“ með hjálp gamals myndefnis og þá verður andlit hans teiknað inn á staðgengil með aðstoð tölvutækninnar. Er um aukahlutverk að læra þar sem Dean „leikur“ hermann sem er bjargað af fyrrnefndum Labrador-hundi. „Við leituðum lengi að hinum fullkomna leikara til að leika Rogan. Eftir mánaðaleit ákváðum við að nota James Dean,“ segir framleiðandi myndarinnar Anton Ernst. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að látnir leikarar séu „endurgerðir“ með hjálp tölvutækninnar. Þannig var ásýnd Audrey Hepburn notuð í auglýsingu árið 2013. Andlit leikarans Peter Cushing var teiknað á leikara fyrir Stjörnustríðsmyndina Rogue One frá árinu 2016. Í sömu mynd var notast við tölvutækni til að yngja leikkonan Carrie Fisher svo hún liti svipað út og hún gerði í Stjörnustríðsmyndinni A New Hope sem kom út árið 1977. Þetta hefur einnig verið gert í tilfellum leikaranna Oliver Reed og Paul Walker sem létust áður en gerð myndar var lokið. Þá er einnig algengt í dag að leikarar séu „yngdir“ með hjálp tölvutækninnar. Hefur þetta verið gert ansi oft í ofurhetjumyndunum frá Marvel en nýjasta dæmið er án ef Martin Scorsese-myndin The Irishman þar sem Robert De Niro, Al Pacino og Joe Pesci eru allir látnir leika sér mun yngri menn. Hollywood Tækni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Framleiðendur myndarinnar Finding Jack hafa fengið leyfi aðstandenda til að notast við tölvugerða útgáfu af leikaranum James Dean sem lést 24 ára að aldri árið 1955. Framleiðslufyrirtækið Magic City Films fékk leyfi aðstandenda leikarans en Hollywood-stjörnur hafa lýst yfir andúð sinni á uppátækinu. „Þetta er hræðilegt. Skilningsleysið er skammarlegt,“ sagði leikarann Chris Evans á Twitter en hann er hvað þekktastur fyrir að leika Captain America í Avengers-myndunum. „Ég er viss um að hann yrði himinlifandi með þetta,“ skrifaði leikarinn kaldhæðnislega um þessi tíðindi. „Kannski fáum við tölvu til að teikna nýtt Picasso-verk. Eða til að semja nokkur ný John Lennon-lög.“I'm sure he'd be thrilled This is awful. Maybe we can get a computer to paint us a new Picasso. Or write a couple new John Lennon tunes. The complete lack of understanding here is shameful. https://t.co/hkwXyTR4pu— Chris Evans (@ChrisEvans) November 6, 2019 Elijah Wood, sem lék Fróða í Hringadróttinsþríleiknum, skrifaði einfaldlega „Neibb, þetta ætti ekki vera inni í myndinni“ þegar hann tjáði sig um tíðindin á samfélagsmiðlum.NOPE. this shouldn't be a thing. https://t.co/RH7jWY5cAG— Elijah Wood (@elijahwood) November 6, 2019 James Dean er hvað þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Rebel Without a Cause og Giant. Finding Jack er hasarmynd sem segir sögu bandarísks hermanns sem hjúkrar Labrador-hundi í Víetnam-stríðinu.James Dean er hvað þekktastur fyrir myndirnar Rebel Without a Cause og Giant.Vísir/GettyVerður James Dean „endurskapaður“ með hjálp gamals myndefnis og þá verður andlit hans teiknað inn á staðgengil með aðstoð tölvutækninnar. Er um aukahlutverk að læra þar sem Dean „leikur“ hermann sem er bjargað af fyrrnefndum Labrador-hundi. „Við leituðum lengi að hinum fullkomna leikara til að leika Rogan. Eftir mánaðaleit ákváðum við að nota James Dean,“ segir framleiðandi myndarinnar Anton Ernst. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að látnir leikarar séu „endurgerðir“ með hjálp tölvutækninnar. Þannig var ásýnd Audrey Hepburn notuð í auglýsingu árið 2013. Andlit leikarans Peter Cushing var teiknað á leikara fyrir Stjörnustríðsmyndina Rogue One frá árinu 2016. Í sömu mynd var notast við tölvutækni til að yngja leikkonan Carrie Fisher svo hún liti svipað út og hún gerði í Stjörnustríðsmyndinni A New Hope sem kom út árið 1977. Þetta hefur einnig verið gert í tilfellum leikaranna Oliver Reed og Paul Walker sem létust áður en gerð myndar var lokið. Þá er einnig algengt í dag að leikarar séu „yngdir“ með hjálp tölvutækninnar. Hefur þetta verið gert ansi oft í ofurhetjumyndunum frá Marvel en nýjasta dæmið er án ef Martin Scorsese-myndin The Irishman þar sem Robert De Niro, Al Pacino og Joe Pesci eru allir látnir leika sér mun yngri menn.
Hollywood Tækni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira