Segir forsendu meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni brostna Jón Þórisson skrifar 7. nóvember 2019 06:45 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Í fimm ára áætlun sem fylgdi frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og lögð var fram á fundi borgarstjórnar nýlega, er ráðgert að skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar verði 64 milljörðum hærri árið 2022 en þær voru við síðustu kosningar. Þetta segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Það sem slær mann er hve þetta er stjarnfræðilega langt frá áætluninni sem var lögð fram fyrir síðustu kosningar. Þegar maður horfir á lokaár kjörtímabilsins, sem er 2022, stefnir í að borgin skuldi 368 milljarða í stað 304 milljarða samkvæmt áætluninni,“ segir Eyþór. „Þetta er svo gríðarlega há tala að ég held að þeim hafi brugðið þegar ég benti á þetta,“ segir Eyþór jafnframt. Hann segir sáttmálann sem liggur til grundvallar meirihlutasamstarfinu mæla fyrir um að greiða eigi niður skuldir. Stefna Viðreisnar hafi verið sjálfbær rekstur og að greiða niður skuldir. „Þetta er eins langt frá því sem verða má.“ Hann segir þetta setja samstarf í meirihlutanum í nýtt ljós. „Ég get ekki séð að Viðreisn sé stætt á að vera í meirihlutasamstarfi sem gengur svo þvert á stefnu flokksins og sömuleiðis þvert gegn lykilatriðum í fjármálakafla meirihlutasáttmálans sem Viðreisn samþykkti. Það voru ekki bara borgarfulltrúarnir heldur líka flokkurinn sjálfur sem samþykkti sáttmálann og fjármálakaflann þar með.“ Fyrri umræða um frumvarpið og áætlunina fór fram á þriðjudag í borgarstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Í fimm ára áætlun sem fylgdi frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og lögð var fram á fundi borgarstjórnar nýlega, er ráðgert að skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar verði 64 milljörðum hærri árið 2022 en þær voru við síðustu kosningar. Þetta segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Það sem slær mann er hve þetta er stjarnfræðilega langt frá áætluninni sem var lögð fram fyrir síðustu kosningar. Þegar maður horfir á lokaár kjörtímabilsins, sem er 2022, stefnir í að borgin skuldi 368 milljarða í stað 304 milljarða samkvæmt áætluninni,“ segir Eyþór. „Þetta er svo gríðarlega há tala að ég held að þeim hafi brugðið þegar ég benti á þetta,“ segir Eyþór jafnframt. Hann segir sáttmálann sem liggur til grundvallar meirihlutasamstarfinu mæla fyrir um að greiða eigi niður skuldir. Stefna Viðreisnar hafi verið sjálfbær rekstur og að greiða niður skuldir. „Þetta er eins langt frá því sem verða má.“ Hann segir þetta setja samstarf í meirihlutanum í nýtt ljós. „Ég get ekki séð að Viðreisn sé stætt á að vera í meirihlutasamstarfi sem gengur svo þvert á stefnu flokksins og sömuleiðis þvert gegn lykilatriðum í fjármálakafla meirihlutasáttmálans sem Viðreisn samþykkti. Það voru ekki bara borgarfulltrúarnir heldur líka flokkurinn sjálfur sem samþykkti sáttmálann og fjármálakaflann þar með.“ Fyrri umræða um frumvarpið og áætlunina fór fram á þriðjudag í borgarstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira