Útlit fyrir að fastir vextir íbúðalána hækki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2019 06:00 Íslenskir fasteignaeigendur gætu þurft að greiða hærri vexti á næstunni. Fréttablaðið/Ernir Útlit er fyrir að fastir vextir íbúðalána muni hækka þrátt fyrir vaxtalækkunina sem Seðlabanki Íslands greindi frá í gær, að sögn Agnars Tómasar Möller, sjóðsstjóra hjá Júpíter. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,25 prósent og verða meginvextirnir því þrjú prósent. Vextir bankans hafa lækkað um 1,5 prósent frá því í maí á þessu ári. Skýrt kom fram í tali seðlabankastjóra og aðalhagfræðings að ekki væri útlit fyrir frekari vaxtalækkanir, gangi spár bankans eftir. Þótt vextir Seðlabankans hafa lækkað líkt og búist var við, fóru skilaboðin öfugt ofan í skuldabréfamarkaðinn. „Viðbrögð markaðarins hafa verið á þá leið að raunvextir hafa hækkað nokkuð skarpt, ekki síst á sértryggðum skuldabréfum og öðrum vel tryggum skuldabréfum, og því má reikna með að fastir vextir íbúðalána geti tekið að hækka á ný á næstunni sem og vextir fyrirtækja sem hyggjast fjármagna sig á skuldabréfamarkaði,“ segir Agnar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að á sama tíma og Seðlabankinn sé að lækka vexti sé hann einnig að senda skýr skilaboð um að raunvaxtaaðhald muni ekki lækka horft fram á veginn. Aðhaldsstig Seðlabankans hverju sinni er mælt með svokölluðum virkum vöxtum Seðlabankans að frádreginni verðbólgu, það er svokallað raunvaxtastig peningastefnunnar. Agnar segir að aðstæður í hagkerfinu hér heima og erlendis stýri að mestu hvert hæfilegt aðhaldsstig sé hverju sinni ásamt verðbólguvæntingum. Hann bendir á að bankinn spái 2,2 prósenta verðbólgu eftir eitt ár sem er aðeins hærra en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til sama tíma. „Haldist vextir bankans óbreyttir og verðbólguspá bankans og markaðarins rætist, mun því raunvaxtaaðhald bankans vera um 0,8 prósent, og reyndar nokkuð hærra því virkir vextir eru í dag hærri en þriggja prósenta viðmið Seðlabankans. Síðastliðin tvö ár hefur raunvaxtastig bankans verið um 1,05 prósent að meðaltali, og því er ekki hægt að segja að aðhald bankans sé að minnka mikið. Auk þess eru vaxtalækkanir bankans einungis að hluta að miðlast í lánskjör heimila og fyrirtækja,“ segir Agnar. „Ég held að bankinn sé ekki að lesa rétt í stöðuna, sérstaklega þá örvun sem núverandi vaxtastig er að gefa hagkerfinu. Það er ofsögum sagt að vaxtalækkanir bankans séu að styðja mikið við hagkerfið enda munu raunvextir bankans að óbreyttu lítið lækka.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Útlit er fyrir að fastir vextir íbúðalána muni hækka þrátt fyrir vaxtalækkunina sem Seðlabanki Íslands greindi frá í gær, að sögn Agnars Tómasar Möller, sjóðsstjóra hjá Júpíter. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,25 prósent og verða meginvextirnir því þrjú prósent. Vextir bankans hafa lækkað um 1,5 prósent frá því í maí á þessu ári. Skýrt kom fram í tali seðlabankastjóra og aðalhagfræðings að ekki væri útlit fyrir frekari vaxtalækkanir, gangi spár bankans eftir. Þótt vextir Seðlabankans hafa lækkað líkt og búist var við, fóru skilaboðin öfugt ofan í skuldabréfamarkaðinn. „Viðbrögð markaðarins hafa verið á þá leið að raunvextir hafa hækkað nokkuð skarpt, ekki síst á sértryggðum skuldabréfum og öðrum vel tryggum skuldabréfum, og því má reikna með að fastir vextir íbúðalána geti tekið að hækka á ný á næstunni sem og vextir fyrirtækja sem hyggjast fjármagna sig á skuldabréfamarkaði,“ segir Agnar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að á sama tíma og Seðlabankinn sé að lækka vexti sé hann einnig að senda skýr skilaboð um að raunvaxtaaðhald muni ekki lækka horft fram á veginn. Aðhaldsstig Seðlabankans hverju sinni er mælt með svokölluðum virkum vöxtum Seðlabankans að frádreginni verðbólgu, það er svokallað raunvaxtastig peningastefnunnar. Agnar segir að aðstæður í hagkerfinu hér heima og erlendis stýri að mestu hvert hæfilegt aðhaldsstig sé hverju sinni ásamt verðbólguvæntingum. Hann bendir á að bankinn spái 2,2 prósenta verðbólgu eftir eitt ár sem er aðeins hærra en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til sama tíma. „Haldist vextir bankans óbreyttir og verðbólguspá bankans og markaðarins rætist, mun því raunvaxtaaðhald bankans vera um 0,8 prósent, og reyndar nokkuð hærra því virkir vextir eru í dag hærri en þriggja prósenta viðmið Seðlabankans. Síðastliðin tvö ár hefur raunvaxtastig bankans verið um 1,05 prósent að meðaltali, og því er ekki hægt að segja að aðhald bankans sé að minnka mikið. Auk þess eru vaxtalækkanir bankans einungis að hluta að miðlast í lánskjör heimila og fyrirtækja,“ segir Agnar. „Ég held að bankinn sé ekki að lesa rétt í stöðuna, sérstaklega þá örvun sem núverandi vaxtastig er að gefa hagkerfinu. Það er ofsögum sagt að vaxtalækkanir bankans séu að styðja mikið við hagkerfið enda munu raunvextir bankans að óbreyttu lítið lækka.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira