Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína lækkar hagvöxt á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 19:00 Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur dregið úr hagvexti um allan heim, mest í ríkjunum tveimur, en einnig á Íslandi. Spá Seðlabankans sem birt var í dag gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í markmið hans fyrir áramót. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því vor og standa nú í 3 prósentum. Flestar aðrar kennitölur í peningamálum bankans horfa hins vegar til verri vegar. Þannig er áfram spáð 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á þessu ári og að hann vaxi minna á næsta ári en spár gerðu ráð fyrir, eða um 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samdrátt megi rekja til minni útflutnings vegna falls WOW, minni útflutnings áls, sjávarvarafurða vegna loðnubrests og viðskiptadeilna Bandaríkjanna og Kína. „Þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka,“ segir Ásgeir. En eins og sjá má á rauðu línunni hefur hagvöxtur lækkað úr 7 prósentum árið 2017 í 0,2 prósent á þessu ári. „Þannig að þetta skiptir töluvert miklu máli fyrir okkur. Við að einhverju leyti óttumst að þessar spár sem við gefum út núna séu of bjartsýnar ef horfur úti versna,“ segir seðlabankastjóri. Viss sárabót felst hins vegar í lækkun vaxta. Vextir í heiminum eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í dag hafa stýrivextir og raunvextir á Íslandi aldrei verið lægri. Ásgeir segir lækkanir stýrivaxta hafa skilað sér með lægri vöxtum upp á um 0,6 prósentur til heimila og fyrirtækja. En merki séu um samdrátt í útlánum, sem þurfi að auka til nýrra atvinnugreina. „Við vonumst til þess að þessi vaxtalækkun muni koma fram á næsta ári í aukinni fjárfestingu. Við sjáum störf skapast í tengslum við lægri fjármagnskostnað og spár bankans gera ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15 Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04 Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur dregið úr hagvexti um allan heim, mest í ríkjunum tveimur, en einnig á Íslandi. Spá Seðlabankans sem birt var í dag gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í markmið hans fyrir áramót. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því vor og standa nú í 3 prósentum. Flestar aðrar kennitölur í peningamálum bankans horfa hins vegar til verri vegar. Þannig er áfram spáð 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á þessu ári og að hann vaxi minna á næsta ári en spár gerðu ráð fyrir, eða um 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samdrátt megi rekja til minni útflutnings vegna falls WOW, minni útflutnings áls, sjávarvarafurða vegna loðnubrests og viðskiptadeilna Bandaríkjanna og Kína. „Þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka,“ segir Ásgeir. En eins og sjá má á rauðu línunni hefur hagvöxtur lækkað úr 7 prósentum árið 2017 í 0,2 prósent á þessu ári. „Þannig að þetta skiptir töluvert miklu máli fyrir okkur. Við að einhverju leyti óttumst að þessar spár sem við gefum út núna séu of bjartsýnar ef horfur úti versna,“ segir seðlabankastjóri. Viss sárabót felst hins vegar í lækkun vaxta. Vextir í heiminum eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í dag hafa stýrivextir og raunvextir á Íslandi aldrei verið lægri. Ásgeir segir lækkanir stýrivaxta hafa skilað sér með lægri vöxtum upp á um 0,6 prósentur til heimila og fyrirtækja. En merki séu um samdrátt í útlánum, sem þurfi að auka til nýrra atvinnugreina. „Við vonumst til þess að þessi vaxtalækkun muni koma fram á næsta ári í aukinni fjárfestingu. Við sjáum störf skapast í tengslum við lægri fjármagnskostnað og spár bankans gera ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15 Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04 Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15
Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04
Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56