Ólympíumeistari í hnefaleikum hætt af því hún er hrædd við að missa sjónina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 09:30 Nicola Adams með annað Ólympíugullið sitt. Getty/ Jan Kruger Nicola Adams er tvöfaldur Ólympíumeistari í hnefaleikum en hún mun ekki reyna við þriðja Ólympíugullið sitt á ÓL í Tókýó næsta sumar. Nicola Adams varð fyrsta konan til að vinna Ólympíugull í hnefaleikum á ÓL í London 2012 og varði síðan Ólympíugullið sitt á ÓL í Ríó fjórum árum síðar."I'm immensely honoured to have represented our country - to win double Olympic gold medals and then the WBO championship belt is a dream come true… But it's not without taking its toll on my body." Nicola Adams has retired from boxinghttps://t.co/J9bfAk9Bqhpic.twitter.com/JXvSo4hvjI — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019Hún gerðist atvinnumaður árið 2017 og er núverandi heimsmeistari WBO í fluguvigt. Nicola Adams er nú 37 ára gömul og varð að taka stóra ákvörðun á dögunum. „Mér var ráðlagt það að hætta að boxa því fái ég annað högg á augað þá eru miklar líkur á varanlegum skaða og blindu,“ sagði Nicola Adams í viðtali í Yorkshire Evening Post. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir mína þjóð og það var algjör draumur að vinna tvö Ólympíugull og svo heimsmeistarabeltið hjá WBO. Það hefur kostað sínar fórnir og hefur tekið sinn toll af líkama mínum,“ sagði Adams.'You’ve championed me from the very start of my career and so I wanted you to be the first to know I’ve made the very difficult decision to step down from the ring.'https://t.co/HXdXnRMyZA — YorkshireEveningPost (@LeedsNews) November 6, 2019 Adams barðist síðast 28. september síðastliðinn þar sem hún varði heimsmeistaratitilinn sinn í fluguvigtinni. Hún barðist alls sex sinnum sem atvinnumaður, vann fimm bardaga og gerði eitt jafntefli. Það leit allt út fyrir að Nicola Adams yrði meðal keppenda á ÓL í Tókýó á næsta ári enda eflaust mjög freistandi fyrir hana að fullkomna þrennuna. Hún ýtti undir þær sögusagnir þegar hún áframsendi myndband á Twitter síðu sinni þar sem var verið að kynna verðlaunapeningana á ÓL 2020. Nicola Adams skrifaði undir: „Ég velti því fyrir mér hvernig þessi verðlaunapeningur myndi líta út á arinhillunni minni.“ Nú er aftur á móti ljóst að ekkert verður að því.Double Olympic champion Nicola Adams announces retirement from boxing - https://t.co/vpGV1H0Jx0 — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 6, 2019 Box Bretland Ólympíuleikar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sjá meira
Nicola Adams er tvöfaldur Ólympíumeistari í hnefaleikum en hún mun ekki reyna við þriðja Ólympíugullið sitt á ÓL í Tókýó næsta sumar. Nicola Adams varð fyrsta konan til að vinna Ólympíugull í hnefaleikum á ÓL í London 2012 og varði síðan Ólympíugullið sitt á ÓL í Ríó fjórum árum síðar."I'm immensely honoured to have represented our country - to win double Olympic gold medals and then the WBO championship belt is a dream come true… But it's not without taking its toll on my body." Nicola Adams has retired from boxinghttps://t.co/J9bfAk9Bqhpic.twitter.com/JXvSo4hvjI — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019Hún gerðist atvinnumaður árið 2017 og er núverandi heimsmeistari WBO í fluguvigt. Nicola Adams er nú 37 ára gömul og varð að taka stóra ákvörðun á dögunum. „Mér var ráðlagt það að hætta að boxa því fái ég annað högg á augað þá eru miklar líkur á varanlegum skaða og blindu,“ sagði Nicola Adams í viðtali í Yorkshire Evening Post. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir mína þjóð og það var algjör draumur að vinna tvö Ólympíugull og svo heimsmeistarabeltið hjá WBO. Það hefur kostað sínar fórnir og hefur tekið sinn toll af líkama mínum,“ sagði Adams.'You’ve championed me from the very start of my career and so I wanted you to be the first to know I’ve made the very difficult decision to step down from the ring.'https://t.co/HXdXnRMyZA — YorkshireEveningPost (@LeedsNews) November 6, 2019 Adams barðist síðast 28. september síðastliðinn þar sem hún varði heimsmeistaratitilinn sinn í fluguvigtinni. Hún barðist alls sex sinnum sem atvinnumaður, vann fimm bardaga og gerði eitt jafntefli. Það leit allt út fyrir að Nicola Adams yrði meðal keppenda á ÓL í Tókýó á næsta ári enda eflaust mjög freistandi fyrir hana að fullkomna þrennuna. Hún ýtti undir þær sögusagnir þegar hún áframsendi myndband á Twitter síðu sinni þar sem var verið að kynna verðlaunapeningana á ÓL 2020. Nicola Adams skrifaði undir: „Ég velti því fyrir mér hvernig þessi verðlaunapeningur myndi líta út á arinhillunni minni.“ Nú er aftur á móti ljóst að ekkert verður að því.Double Olympic champion Nicola Adams announces retirement from boxing - https://t.co/vpGV1H0Jx0 — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 6, 2019
Box Bretland Ólympíuleikar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sjá meira