Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2019 20:45 Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn var opnuð með borðaklippingu þann 4. október árið 2017 eftir að flóð hafði eyðilagt gömlu brúna, sem sést í vinstra megin. Vísir/Jói K. Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna, sem var 1,2 prósentum eða níu milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði, en hann var 761 milljón króna. Að þessu sinni bárust tilboð frá sex verktökum, öll yfir kostnaðaráætlun, það hæsta frá ítölsku fyrirtæki, en verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.460 milljónum króna munaði á hæsta og lægsta tilboði, eða um 60 prósentum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Þetta var endurtekið útboð en athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þegar tilboðsfrestur rann út þann 23. júlí. Þó var þetta eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði. Sama gerðist í útboði brúar yfir Kvíá í Öræfasveit viku áður. Stærsti verkhlutinn felst í smíði 102 metra langrar brúar yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn. Einnig á að smíða 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú.Brúin yfir Steinavötn hefur verið lokuð umferð í tvö ár en hún eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.Ennfremur á að byggja upp veginn á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið með myndum sem sýndu aðstæður við Steinavötn: Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, 2. október 2019 10:52 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna, sem var 1,2 prósentum eða níu milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði, en hann var 761 milljón króna. Að þessu sinni bárust tilboð frá sex verktökum, öll yfir kostnaðaráætlun, það hæsta frá ítölsku fyrirtæki, en verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.460 milljónum króna munaði á hæsta og lægsta tilboði, eða um 60 prósentum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Þetta var endurtekið útboð en athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þegar tilboðsfrestur rann út þann 23. júlí. Þó var þetta eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði. Sama gerðist í útboði brúar yfir Kvíá í Öræfasveit viku áður. Stærsti verkhlutinn felst í smíði 102 metra langrar brúar yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn. Einnig á að smíða 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú.Brúin yfir Steinavötn hefur verið lokuð umferð í tvö ár en hún eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.Ennfremur á að byggja upp veginn á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið með myndum sem sýndu aðstæður við Steinavötn:
Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, 2. október 2019 10:52 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02
Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, 2. október 2019 10:52